Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 47 stök, og hjarta þitt var stórt, þar var pláss fyrir alla. Og hláturinn þinn, hann er ógleym- anlegur, og gladdi alla sem kynntust þér. Heimili ykkar Sigga stóð öllum op- ið, allir voru alltaf velkomnir, þeim var tekið opnum örmum, jafnt á nóttu sem degi. Það er gott að eiga frænku eins og þig, Magga mín, og hugheilar þakkir fylgja þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég votta Sigga og börnunum ykk- ar, tengdabörnum og öllum afkom- endum dýpstu samúð, en hugga mig við að góðar minningar um þig fylgja þeim. Elsku Magga, Guð geymi þig, og blessi þig og þína. Þín frænka Þórunn. Það er árið 1967 í lýðháskóla í Sví- þjóð. Systa systir sem var þar við nám fær tilkynningu um „paket fra Island“. Forvitni grípur um sig á heimavistinni og pakkinn er tekinn upp að mörgum nemendum sjáandi. Pakkinn reynist vera frá nágranna- konu okkar, Margréti Jóhannsdótt- ur, sem við höfum alltaf kallað Möggu á móti. Þegar pakkinn hafði verið opnaður kom í ljós græn klessa sem þó mátti greina að hafði verið pönnu- kökur nokkrum dögum áður. Þarna hafði Magga sent Systu sín- ar rómuðu pönnukökur en sennilega hefur gleymst að biðja um flugpóst. Nemendurnir stríddu Systu í fram- haldinu á því að senn væri von á heit- um kaffibolla frá Íslandi. En enginn vafi leikur á því að sendingunni fylgdi sá hlýhugur sem Magga sýndi okkur systkinunum alla tíð. Við ólumst upp í enda Njörvasunds og gatan var í þá daga umlukt mýrum og móum sem náðu alla leið niður í fjöru. Þar voru leiksvæði okkar krakkanna. Og Magga var eins og foreldrarnir í götunni ómissandi hluti af veröldinni. Við systkinin vorum sex en Mar- grét og Sigurður áttu sjö börn og má segja það hafi verið kapphlaup um barneignir á milli húsanna. Steininn tók úr í því kapphlaupi þegar Magga eignaðist tvíburastelpurnar 1. janúar 1963 og mamma svaraði í febrúar með okkur tvíburastrákunum. Þá var kapphlaupinu hætt. Magga og Siggi á móti voru vinnu- samt fólk og minningar um þau eru í takt við það. Sigurður var jafnan úti í bílskúr að smíða og flautaði og Magga var inni í húsi að baka kleinur því hún rak kleinuverksmiðju á heim- ilinu og seldi þær kaupmönnum bæj- arins. Minningin um Möggu blandast því lykt af kleinubakstri sem við feng- um oft að njóta góðs af. Og Þórdís móðir hennar bjó í kjallaranum og var hún einnig iðin við heimilisiðnað- inn því hún prjónaði í gríð og erg og afköstin voru það mikil að það mynd- uðust staflar af nýprjónuðum lopa- peysum. En minningar um Möggu tengjast líka ættarslóðum hennar í Þjórsár- dal. Okkur bræðrum var boðið með í útilegu með fjölskyldunni og var farið að Skriðufelli á Cortínunni og gist í tjaldi. Þjórsárdalurinn fannst okkur dul- arfullur staður; þar hafði heil sveit grafist undir ösku í fyrndinni og sag- an um Gauk á Stöng var týnd líka. Gugga systir var í sveit á Skriðufelli sumarið sem Hekla gaus og það fannst okkur ekki minna spennandi. Við fengum að sjá leiði afa Margrétar úti í skógi en þar lá hann við hliðina á reiðhestinum sínum eins og fornmað- ur. Svo bættist við að afi sagði okkur að Þórdís gamla væri af huldufólks- kyni austan úr Reyðarfirði þannig að okkur fannst ýmislegt dularfullt í kringum Möggu á móti sem gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn. Fyrir hönd mömmu og okkar systkina viljum við senda Sigurði og fjölskyldunni allri samúðarkveðjur og þakka fyrir allt gamalt og gott. En tímarnir líða og tækniframfar- irnar eru þannig að það er á öllu von. Kannski verða einhvern daginn komnar póstsamgöngur yfir móðuna miklu og þá er aldrei að vita nema það komi sending frá Möggu á móti. Það verða pönnukökur úr Paradís, rjúkandi heitar og óskemmdar. Arinbjörn og Þórhallur. ✝ Jón KristinnGíslason frá Grímsgerði í Fnjóskadal fæddist á Skógum í Fnjóskadal 17. október 1923. Hann andaðist á Sjúkra- húsinu á Akureyri 12. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórey Jóhann- esdóttir, f. 1891, d. 1988, og Gísli Jóns- son, f. 1891, d. 1982. Þau bjuggu í Grímsgerði í Fnjóskadal. Systkini Jóns eru: 1) Sigrún Friðbjörg, f. 1920, d. 1942, 2) Sigríður Gunnlaug, f. 1926, d. 1974, húsfreyja á Hjalteyri, gift Agnari Þórissyni sjómanni, þau eignuðust sjö börn, og 3) Jóhann- es Helgi, f. 1930, fyrrverandi bóndi í Grímsgerði, kvænt- ur Ásgerði Lilju Hólm, þau eign- uðust fjóra syni. Jón kvæntist hinn 26.12. 1958 Jónínu Helgadóttur frá Vopnafirði, f. 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Gíslason og Guðrún Óladóttir. Jón vann lengi hjá Vegagerð rík- isins, fyrst sem vélamaður og síðan sem verkstjóri. Svo fór hann í Iðnskólann og lærði húsa- smíði og vann við smíðar til starfsloka. Útför Jóns verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jón móðurbróðir okkar er látinn, 84 ára gamall. Andlát hans kom okk- ur nokkuð á óvart, því hann hafði ætíð verið hraustur, fylgdist vel með og var virkur til síðasta dags. Hann var húsasmiður að mennt og fylgdist vel með öllum framkvæmdum í bæn- um og heimsótti gjarnan einn bróður okkar sem vann við byggingariðnað- inn, til þess að fá fréttir af gangi mála. Á bernskuheimili okkar voru þau hjónin tíðir aufúsugestir og komu oftast færandi hendi. Jónína fór gjarnan með okkur krökkunum á skauta á tjörninni yfir vetrartímann og oft var líf og fjör í kringum þau. Mörg okkar systkina bjuggu hjá þeim yfir vetrartímann, ýmist í fram- haldsnámi eða í vinnu og í góðu yf- irlæti. Jón fylgdist vel með ungling- unum og passaði upp á að komið yrði heim á tilsettum tíma. Þegar við urð- um fullorðin og stofnuðum okkar eig- in fjölskyldur voru þau hjónin dugleg að koma í heimsóknir og fylgdust vel með systkinafjölskyldunum. Jón var natinn maður og bar hag okkar systkina fyrir brjósti, hann var ætíð tilbúinn að rétta okkur smiðshönd og ófá handtökin átti hann á heimilum okkar. Jón og Nína voru mikið úti- vistarfólk og unnu náttúrunni, þau voru mjög dugleg að fara í berjamó og tóku okkur systur gjarnan með í þær ferðir, þau vissu hvar bestu berjalöndin voru. Jón var mjög sjálf- stæður í hugsun og vildi ætíð keyra sjálfur, þrátt fyrir að vera orðinn þetta aldraður, og keyrði með ung- um stíl en ekki sem aldraður maður og þótti okkur stundum nóg um. Þegar faðir okkar varð ekkill á miðjum aldri reyndust þau honum mjög vel og héldu tryggð við hann alla tíð og voru dugleg að bjóða hon- um heim og heimsækja hann. Fyrir það erum við þakklátar og erum einnig þakklátar fyrir að hafa fengið að eiga Jón að sem frænda, því hann var góður og traustur maður. Ófárra matarboðanna höfum við og fjöl- skyldur okkar fengið að njóta á heimili þeirra en Jónína er mikil og góð húsmóðir og ber heimili þeirra því vitni. Við kveðjum góðan frænda með söknuð í huga og vottum Nínu samúð okkar og biðjum guð að styrkja hana á þessum erfiða tíma. Þórey og Jórunn. Fallinn er frá móðurbróðir minn, Jón Kr. Gíslason, á 85. aldursári. Miðað við andlegt og líkamlegt at- gervi Jóns átti ég ekki von á öðru en að fá að njóta samvista við hann í mörg ár enn, en dagar lífs okkar eru í hendi Guðs, eins og Davíð konungur segir í sálmi 139:16: Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráð- ir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til. Það var auðvelt að gleyma aldri Jóns, svo ungur var hann í anda, og til í alla hluti. Jón hafði einlægan áhuga á útiveru og hverskonar veiði- skap og slarki, var í raun náttúru- barn, og deildum við þar sameigin- legu áhugamáli. Ég fór með Jóni í hans síðustu ferð fram á Flateyjar- dal sumarið 2004, og er mér sú ferð minnisstæð, þótt af mörgu sé að taka. Við undum okkur þar daglangt í góðu veðri, við veiðar, og keyrðum um vegaslóða, sem Jón þræddi af mikilli hæfni á nýja jeppanum sínum. Við þessar aðstæður breyttist Jón í tvítugan ungling, þar sem sérhver hindrun á vegi okkar varð að áskor- un. Við komum þreyttir, en ánægðir heim að kvöldi, eftir fengsælan og skemmtilegan dag. Jón var hvers manns hugljúfi, og man ég ekki eftir að hafa séð hann skipta skapi um dagana. Alltaf hvetjandi og jákvæð- ur, og tilbúinn að hjálpa, þar sem hjálpar var þörf. Fram á síðasta dag fylgdist Jón grannt með þjóðmálaumræðu allri, og hafði brennandi áhuga fyrir fram- förum til lands og sjávar, og ekki síst í heimahéraði. Hann byrjaði ungur að vinna á jarðýtum og vegavinnu- tækjum, og lagði vegi um Fnjóska- dal, og víðar. Síðar meir lærði Jón smíðar, og vann við það meðan starfsævin entist, og nutu margir góðs af hagleik hans á því sviði. Um leið og ég kveð kæran frænda með trega og þakklæti votta ég eft- irlifandi eiginkonu, Jónínu Helga- dóttur, dýpstu samúð. Blessuð sé minning góðs drengs. Þórir P. Agnarsson. Jón Gíslason var kvæntur ömmu- systur minni, Jónínu Helgadóttur. Nína og Jón hafa alltaf verið mér eins og amma og afi, og nú í seinni tíð hafa þau reynst minni litlu fjölskyldu alveg sérstaklega vel. Jón var mér alltaf góður, sýndi því sem ég var að fást við í lífinu áhuga og hvatti mig áfram á sinn glettna hátt. Þegar ég var yngri er mér ógleym- anlegt þegar Jón elti mig út í haga þar sem ég var að ná í kýrnar fyrir mjaltir og keyrði mig á eftir þeim heim að Háteigi. Þetta þótti mér al- veg sérstakur heiður og þvílíkt góður díll, að spara nokkur spor og setjast í fínan bílinn í fjósafötunum! Ég hef alltaf átt gott skjól á Hvannavöllunum hjá Nínu og Jóni, gripið í spil með Nínu og fengið höfð- inglegar móttökur ævinlega. Seinni ár höfum við Þorvaldur heimsótt þau hjón reglulega, þeir félagar spjallað um þjóðlífið, kvótann og virkjanir og við svo fengið það albesta kaffi sem um getur. Ég bið Guð að styrkja Nínu mína sem hefur reynst mér svo vel. Megi Jón hvíla í friði. Ólöf Ása Benediktsdóttir. Jón Kristinn Gíslason ✝ Ólöf Metúsal-emsdóttir fædd- ist í Tunguseli á Langanesi 4. febr- úar 1923. Hún lést á Sundabúð á Vopna- firði 14. desember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Metúsalems Gríms- sonar bónda í Tunguseli, f. 22. október 1888, d. 1924 og Bjargar Ólafsdóttur hús- freyju frá Vopna- firði, f. 4. júlí 1894, d. 30.sept 1967. Ólöf var yngst þriggja systra og voru hinar; Guðrún f. 16. júlí 1916, d. 30. nóvember 2005 og Hólmfríður f. 17. sept- ember 1917, d. 3. febrúar 2003. Björg giftist síðar Ragnari Sigurðs- syni, fóstursonur þeirra er Guðjón Sigurðsson, f. 13. júní 1936. Ólöf giftist Ber- tila Nikulássyni frá Vopnafirði, f. 17. september 1921, d. 5. september 1999, og stofnuðu þau heimili og bjuggu æ síðan á Vopnafirði. Síðustu æviár þeirra hjóna dvöldu þau í þjónustuíbúð í Sundabúð. Síðustu mánuðina dvaldi Ólöf á hjúkrunardeild. Útför Ólafar verður gerð frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja kæra móðursystur okk- ar, Ólöfu Metúsalemsdóttur sem lést eftir erfið veikindi 14. des. sl. Ólöf fæddist í Tunguseli á Langa- nesi 4.2. 1923, dóttir hjónanna Metúsalems Grímssonar og Bjarg- ar Ólafsdóttur frá Vopnafirði. Hún var yngst þriggja systra og voru hinar Guðrún f. 1916, d. 2005 og Hólmfríður f. 1917 og d. 2003. Á fyrstu búskaparárum þeirra í Tunguseli voru berklar í algleym- ingi og veiktist Metúsalem og lést árið 1924. Stóð þá ekkjan ein uppi með 3 dætur sem hún fór með til Vopnafjarðar en varð að láta þær frá sér tímabundið í fóstur. Þegar Ólöf var 9 ára kom hún aftur til móður sinnar sem þá var gift Ragnari Sigurðssyni og dvaldi þar hjá þeim ásamt fósturbróður sínum Guðjóni Sigurðssyni. Ung giftist Ólöf Bertila Nikulás- syni frá Vopnafirði og stofnuðu þau heimili og bjuggu þar æ síðan fyrir utan þann tíma er Bertila stundaði nám í Iðnskólanum á Akureyri en hann var í smíðanámi hjá bróður sínum Róbert sem rak trésmíða- verkstæði á Tanganum. Ólöf og Bertila voru barnlaus en Árni Ró- bertsson bróðursonur Bertila var þeim einstaklega kær og litu þau á hann sem nokkurs konar uppeld- isson. Þegar ellin fór að segja til sín hjá þeim hjónum reyndist Árni þeim mikil hjálparhella. Ólöf og Bertila voru ákaflega gestrisin og nutu þess að fá ættingja og vini í heimsókn til Vopnafjarðar og var ekkert til sparað að gera dvölina þar sem ánægjulegasta. Þess nut- um við ríkulega systrabörn Ólafar á Akureyri enda var ákaflega náið samband milli systranna. Á hverju sumri var farið til Vopnafjarðar og alltaf var mikil tilhlökkun að sjá of- an í fjörðinn fallega frá Burstafell- inu vitandi af öllum kræsingunum sem biðu á borðinu hjá Ólu í Dags- brún. Síðustu æviár þeirra hjóna dvöldu þau í þjónustuíbúð í Sunda- búð og eftir að Óla varð ekkja árið 1999 hrakaði heilsu hennar og síð- ustu mánuðina dvaldi hún á hjúkr- unardeild. Við systkinin viljum koma á framfæri þakklæti til Bald- urs læknis sem reyndist henni ein- staklega vel, svo og starfsfólks Sundabúðar fyrir góða umönnun. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir samfylgdina og biðjum Ólu Guðs blessunar. Ragna, Finnur og Jóhanna. Nú er öldruð vinkona mín Ólöf Methúsalemsdóttir fallin frá eftir erfið veikindi. Ég kynntist henni á fullorðinsárum og stóð vinátta okk- ar fram á síðasta dag. Hún var ein- hver sú hlýjasta manneskja sem ég hefi kynnst. Umfaðmaði alla sem til hennar komu og vildi öllum gott gera af þvílíkri rausn sem þessari kynslóð var eiginlegt. Hún var smábarn yngst af þrem systrum þegar þær misstu föður sinn. Ólöf fór þá tímabundið í fóst- ur en fór síðan til móður sinnar Bjargar þegar móðir hennar giftist Ragnari Sigurðssyni. Hún minntist oft á æsku sína, var minnug og sagði vel frá. Sem unglingur fór hún snemma í vist á Akureyri og á Vopnafirði. Hændi hún þar allsstaðar að sér börnin á heimilunum enda mjög barngóð. Giftist hún Bertila Nikulássyni og stofnuðu þau heimili og byggðu síðan húsið Dagsbrún. Heimili þeirra hjóna var sérstaklega hlý- legt og fallegt. Óla, eins og hún var kölluð, hafði yndi af að skipuleggja og fegra í kringum sig. Ekki stóð á gestrisninni enda komu margir inn til þeirra hjóna. Þau voru barnlaus. Óla átti við heilsuleysi að stríða frá unga aldri en sýndi ótrúlega seiglu. Vann lengi í frystihúsinu þar sem við síðan kynntumst. Hún var létt í skapi og gamansöm og var oft glatt á hjalla í kringum hana. Ég var ánægð að fá hana til okkar hjóna á aðfangadagskvöld eftir að hún varð ekkja, þó svo hún væri lasburða. Hún naut þess vel þó svo hún vildi yfirleitt ekki fara mikið út úr sinni íbúð. Við keyrðum svo um þorpið og skoðuðum ljósin. Það fannst henni mjög gaman. Að- ventan var hennar tími og ef til vill var gott að kveðja þá. Ég hef ekki þekkt meira jóla- barn. Hún byrjaði snemma að und- irbúa jólin og hvergi hef ég séð meiri natni og áhuga á að hafa allt sem fallegast og ekki gleymdust góðgerðirnar. Hún veiktist í sumar, fékk blóð- tappa og missti mál en náði sér svo að hún gat gengið í grind og var ótrúlega glöð og æðrulaus. Hún fylgdist vel með þar til hún veiktist mikið og langþráða kallið kom. Ég sat hjá henni um stund síð- asta daginn. Hún svaf og var ró yf- ir henni. Mér fannst þetta myndi vera okkar kveðjustund, sem það varð. Hún lést um kvöldið. Blessuð sé minning þessarar góðu komu sem ég þakka fyrir að hafa kynnst. Guð blessi hana. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. (Sigurbjörn Einarsson) Valgerður Friðriksdóttir. Ólöf Metúsalemsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.