Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 30
ferðalög 30 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þegar sjúk börn í Bostonþurfa að leggjast inn áChildrens hospital þar íborg er ekki víst að ferð- in verði þeim að öllu leyti erfið, alla vega ekki á aðventunni. Á leiðinni þangað, á áberandi stað við Arborway stendur nefnilega hús eitt eða öllu heldur kastali sem svo sannarlega ætti að lýsa upp skammdegið hjá litlu kríl- unum sem eiga leið fram hjá. Í húsinu býr maður að Dominic Lu- berto sem hefur gert það að metnaðarmáli sínu að skreyta húsið sitt með ævintýralegum hætti fyrir jólin. Í ár hefur honum tekist að slá nýtt persónulegt met með því að koma fyrir hálfri milljón ljósapera við höllina sína og eru þær helmingi fleiri en í fyrra. „Þetta er svona skrýtinn náungi, tónlistarprófessor að ég held, og hann er örugglega í fjór- ar vikur að skreyta húsið fyrir jólin. Svo er hann alltaf að bæta við lýsinguna,“ segir Einar Örn Sigurdórsson sem var á ferð í Boston fyrr í mánuðinum ásamt konu sinni. Jólahúsið fína fór ekki fram hjá þeim enda rétt hjá heim- ili mágkonu hans þar sem þau bjuggu. „Húsið sést langar leiðir því það er svo bjart í kringum það,“ heldur Einar áfram. „Það er við hálfgerða umferðaræð svo þarna er mikið umferðaröngþveiti á kvöldin sem veldur mikilli ar- mæðu og pirringi hjá nágrönn- unum í kring. Einhverjir þeirra eru búnir að kæra Dominic til skipulagsyfirvalda út af ljósakór- ónunni á húsinu. Hún var víst kornið sem fyllti mælinn hjá þeim.“ Bók til styrktar spítalanum Um er að ræða eitt af dýrari hverfum Boston sem Einar segir geta útskýrt hvers vegna ljósa- dýrðin er svo mikill þyrnir í aug- um nágranna Lubertos. „Ein- hvern veginn virðist það skipta ríkt fólk meira máli en aðra hvernig gatan þeirra lítur út,“ segir hann. „Mér finnst þetta hins vegar fallegt og þá fyrst og fremst út af hugsuninni sem er á bak við þetta hjá kallinum. Dom- inic gerir þetta nefnilega til að gleðja misjafnlega heilbrigð börn sem eru á leiðinni á Childrens Ho- spital en kastalinn hans stendur á áberandi stað á leiðinni þangað. Hann er líka búinn að gefa út bók um skrýtinn kall sem býr í kast- ala og skreytir hann alltaf fyrir jólin. Ágóðinn af henni rennur svo til Childrens Hospital.“ Luberto er ekki af baki dottinn því hann stefnir á að bæta um betur fyrir næsta ár. Markmiðið fyrir jólin 2008 er að setja upp eina milljón ljósapera. Jólakveðja Velþekktir góðkunn- ingjar barnanna heilsa frá höllinni. Ljósadýrð til að létta lund Ævintýralegur kastali gleður misjafnlega heilbrigð börn á öllum aldri í Boston Upplýst Hálf milljón ljósapera skreyta hús sérvitringsins Dominic Luberto við Arborway í Boston á aðventunni. Vika á Spáni 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Huyndai Getz eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07 Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.