Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 45
✝ Sigurður Þórð-ur Valdimars- son fæddist á Hlíð í Álftafirði í Súða- víkurhr. í N-Ís. 23. maí 1941. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 12. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valdimar Vet- urliðason, f. 1. júlí 1909, d. 21. sept.1986 og Guð- rún Kristjánsdóttir, f. 11. júní 1902, d. 8.júní 1907. Systkini sammæðra: Kristján Hólm Friðriksson og Guðmundur Björn Friðriksson, báðir látnir. Alsystkini: Fríða Hólm, Ari, Helga, Finnur Ingólfur (látinn), Finnur, Gunnar (látinn), Pétur, Haraldur og Þórdís. Sigurður ólst upp í Hlíð í Súðavík til 7 ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Ísafjarðar. Um fermingaraldur hóf Sigurður að stunda sjóinn og sigldi víða. Hann var ráðinn sem stýrimaður 19 ára gamall á bát í Ólafsvík þar sem hann kynntist 1996, og Alma Dís, f. 2001. Sonur Sigurðar og Aðalbjargar Níels- dóttur er Níels Pétur, f. 1961, kvæntur Hrefnu Kristmunds- dóttur, f. 1966, börn þeirra Aðal- björg, f. 1984, maki Sveinn Guð- mundsson, börn þeirra Hrefna Rán og Telma Ósk, f. 2006, Rakel Sif, f. 1988, og Ásgeir Aron, f. 1996. Sigurður var stýrimaður og skipstjóri á hinum ýmsu bátum áður en þau hjón fóru að gera út sjálf. Fyrst keyptu þau bátinn Gust 1963, síðan bátinn Svan 1969 ásamt þremur öðrum og áttu hann til ársins 1971. Þá keyptu þau bátinn Skálavík ásamt öðrum aðila og gerðu hann út til ársins 1978. Árið 1979 keyptu þau bátinn Sigurvík sem þau gerðu út til ársins 1988. Þau áttu og ráku fiskverkun 1987– 1991 og voru með smábátaútgerð 1991-1994. Árið 1994 keyptu þau Gistiheimili Ólafsvíkur og ráku það til ársins 2001. Árið 2001 fluttu þau í Kópavoginn þar sem þau héldu heimili að Ársölum 3. Þau hafa alltaf haldið tryggð við Snæfellsnesið en árið 1986 keyptu þau jörðina Slitvindastaði og hafa undanfarin sumur dvalið þar í sumarbústað sínum. Útför Sigurðar verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. eiginkonu sinni Guð- rúnu Þuríði Sigurð- ardóttur, f. 11. maí 1936, frá Slit- vindastöðum í Stað- arsveit á Snæfells- nesi. Börn þeirra eru: 1) Una Jóna, f. 1961, maki Niels Kirschberg, sonur hennar og Jóns Sig- urðssonar er Daði Rúnar, f. 1982, kvæntur Gróu Þor- geirsdóttur, sonur þeirra Þorgeir, f. 2007. 2) Sigurður Steinar, f. 1963, d. 1988, maki Guðrún Sig- urðardóttir, f. 1969, d. 1988. 3) Guðlaugur Kristján, f. 1964, kvæntur Önnu Maríu Jónsdóttur, f. 1965, börn þeirra Halldóra Lind, f. 1988, Guðrún Helga, f. 1990, og Jón Atli, f. 1997. 4) Kristín Guðbjörg, f. 1969, gift Bjarna Arnarsyni, f. 1967, börn þeirra Atli Steinn, f. 1991, og Eva Rós, f. 1997. 5) Valdimar Gunnar, f. 1974, maki Rannveig Hildur Kristinsdóttir, f. 1974, börn þeirra Sigurður Steinar, f. Það er margs að minnast. Föður mínum kynntist ég best þegar ég fór til sjós með honum fimmtán ára gamall. Áður hafði ég unnið í kring- um útgerðir hans í landi við beitn- ingar og netavinnu. Pabbi gerði miklar kröfur til þeirra sem störfuðu fyrir hann en ekki síður til sjálfs sín. Vera mín með honum á sjónum herti mig fyrir lífstíð. Hann kenndi mér að bíta á jaxlinn og gera það sem þurfti að gera. Sex daga vikunnar vakti hann okkur Steinar heitinn kl. 5.30 með því að rífa upp hurðina og kalla: ræs. Þá var eins gott að vera fljótur að koma sér á fætur og niður í bát. Pabbi var farsæll skipstjóri og fiskinn oft með afbrigðum enda hug- urinn allur við það sem hann tók sér fyrir hendur hverju sinni. Oft furð- aði ég mig á því hversu veðurglögg- ur hann var. Ég man þegar hann fór út í vitlausu veðri með áhöfnina hundfúla, stímdi í klukkutíma og þá slotaði veðrinu. Hann vissi þá að lægðarmiðjan var innan seilingar, í henni fiskuðum við og náðum að draga megnið af þeim netum sem við höfðum. Skyndilega hætti hann að draga þótt fá net væru eftir og dreif sig til baka. Þegar við nálguðumst land aftur var veðrið orðið snarvit- laust en við með drjúgan afla og deg- inum hafði verið reddað. Það skiptir miklu máli fyrir þá sem byggja af- komu sína á sjósókn í landi þar sem veður eru válynd að menn kunni að lesa í veðrið og sæta lagi. Á sumrin þegar við vorum nokkra daga í einu á sjónum var ekki rokið í land þótt farið væri að vanta ým- islegt matarkyns um borð. En ef pabbi varð sígarettulaus var hann fljótur í land. Þótt pabbi hafi verið breyskur maður mátti hann ekkert aumt sjá. Hann átti það til að munstra menn á sjó sem höfðu komist upp á kant við lögin. Þegar við bræður höfðum á orði hvort þetta væri skynsamlegt sagði hann að menn verðskulduðu annað tækifæri og að það væri alltaf eitthvað gott í öllum mönnum. Þetta gerði það að verkum að lífið um borð gat orðið ansi skrautlegt þótt yfir- leitt hafi hvert rúm verið skipað góð- um mönnum. Sumum þessara manna hefur vegnað vel í samfélag- inu og þeir áttu sannarlega annað tækifæri skilið. Þessi fáu ár sem ég var til sjós með pabba sitja í huga mér, mörg gullkornin féllu og marg- ar skemmtilegar sögur voru sagðar. Nú er pabbi farinn, það verður tómlegt án hans. Kveðja, Guðlaugur (Gulli). Elsku pabbi minn. Núna er bar- áttu þinni lokið og veit ég að þú barð- ist eins og þú mögulega gast til loka- dags við þennan hræðilega sjúkdóm sem ekki var hægt að sigra. Ég mun minnast þín sem fiskimanns sem var farsæll á sjónum. Ég gleymi aldrei sögunni sem þú sagðir mér af þér og Valdimari afa, þegar þið lentuð í mokfiski á Víkinni. Þessi veiðiferð stóð alltaf upp úr þegar þú varst að hugsa til liðinnar tíðar á sjónum þótt þú hafir oft veitt meira og verið með fleiri í áhöfn. Sennilega mun ég segja börnum mínum sögur af okkur tveimur á sjónum mörgum sinnum þangað til þau kunna þær utan að eins og ég kann þínar. Auðvitað eru það góðu stundirnar sem við upplifum í lífinu með okkar nánustu sem skipta okkur mestu máli þegar upp er staðið. Samskipti okkar snerust mest um vinnuna þar sem ég fékk frá unga aldri að taka þátt í því sem þið mamma voruð að gera. Æskuminningar mínar um þig og mömmu eru þegar við fórum á kvöldin eftir að þú komst í land að skera af netum og hringa teina. Því má með sanni segja að lífið hafi verið saltfiskur lengi framan af. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það traust sem þú sýndir mér þegar ég var far- inn að fara með þér til sjós og þegar þú tókst þér frí og leyfðir mér að róa einn aðeins 17 ára gamall. Sjó- mennskan var þér alltaf mikils virði og þú hafðir alltaf sterkar skoðanir á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem fékk þig alltaf til að verða heitt í hamsi ef það var rætt. Þú varst talsmaður þess að hafa dagakerfi frekar en kvóta og varst oftast lítið hrifinn af ákvörðun fiskifræðinganna. Förum ekki lengra út í þessar pælingar, ég skynja það nú þegar að einhver er orðinn rauður í framan. Síðustu 10 ár hafa samverustundir okkar verið öðruvísi en hin árin á undan þar sem við höfum hist meira í frítíma en vinnu og hafa þær stund- ir sem við höfum átt með þér og mömmu í sveitinni og heima verið okkur Ranný og krökkunum mikils virði. Draumar þínir og hugmyndir sem þú hafðir um sveitina veit ég að gáfu þér mikla lífsfyllingu og voru hugmyndirnar oft margar en verkin færri. Í sumar lést þú hendur standa fram úr ermum þótt heilsan væri ekki góð og fékkst smiði til að að- stoða þig við að byggja stærðarinnar hús á jörðinni. Það var þér mikils virði að hafa eitthvað til að hugsa um í veikindum þínum og hugmynd þín var alltaf sú að húsið myndi nýtast fjölskyldunni í framtíðinni. Vonandi tekst okkur sem eftir lifum að klára það verk sem þú byrjaðir á í sveit- inni og skíra húsið Sigurbrekku eftir þér. Það verður skrýtið að geta ekki hringt í þig og spurt þig ráða eins og ég var vanur. Þess í stað mun ég hugsa til þín og vonast eftir að þú vísir mér réttan veg í gegnum lífsins þrautir. Mitt skip er lítið, en lögur stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi, er Jesús má verja. (Þýð. Vald. V. Snævarr) Þakka þér fyrir þær góðu stundir sem við höfum átt saman. Þinn sonur Valdimar. Það er komið að leiðarlokum. Tengdafaðir minn, Siggi Valda, er látinn. Veikindum sínum tók hann af karlmennsku, bar sig ætíð vel þó að hann á slæmum dögum segðist vera orðinn svoddan ræfill. Hann stóð meðan stætt var og lagðist svo í rúmið þegar hann gat ekki meir. Siggi var athafnamaður og var með eigin útgerð og síðar fiskverkun í Ólafsvík um árabil. Hann var far- sæll skipstjóri og afladrjúgur. Hann söðlaði svo um kominn á sextugsald- ur og rak gistiheimili og veitingasölu í Ólafsvík ásamt Gunnu konu sinni í nokkur ár. Hann var stórhuga mað- ur sem bar sig alltaf vel og var með hugann við framkvæmdir til hinstu stundar. Siggi fylgdist vel með þjóðmála- umræðunni og hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hann hafði gaman af að hitta annað fólk og spjalla um málefni líðandi stundar, Sigurður Þórður Valdimarsson enda ávallt gestkvæmt á heimili þeirra hjóna og allir alltaf velkomnir. Þau hjón hafa aldrei flokkað fólk eftir stétt eða stöðu og hafa tekið öllum eins og þeir eru. Uppskafningshátt eða snobb var ekki að finna í þeirra fari. Mér hefur alltaf fundist þau hafa átt auðvelt með að ná til fólks og hafa ánægju af því að heyra um líf og störf annarra. Þegar ég kom inn á heimili þeirra fyrir rúmlega tuttugu og fjór- um árum var mér strax tekið eins og einni af fjölskyldunni og þannig hefur það verið alla tíð síðan. Fjölskylda Sigga er stór og samhent og þær eru ófáar samverustundirnar í Ólafsvík, hér í bænum og eins í sveitinni þar sem Siggi og Gunna veittu af rausn- arskap sínum. Hann hafði gaman af því að taka á móti fólki og var höfð- ingi heim að sækja. Siggi var mjög veðurglöggur eins og þeir sem eiga sitt undir veðri kom- ið. Oft hringdum við Gulli í Sigga og ráðfærðum okkur við hann um veð- urspána og hann sagði okkur hvar besta veðrið yrði hverju sinni, enda ekki tilviljun að við ferðuðumst með tjaldvagn í mörg sumur í fínu veðri. Það var aðeins þegar hann var í sum- arbústað þeirra hjóna á Slitvinda- stöðum að okkur fannst hann ekki al- veg lesa rétt í veðrið. Þar var alltaf þvílík veðurblíða nema þegar við komum þá var veðrið rétt að breyt- ast. Það lýsir því kannski best hversu vel honum leið þar. Hjartans þakkir fyrir liðna tíð – hvíl í friði. Anna María Jónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 45 Elsku afi minn, við söknum þín. Þú varst svo skemmti- legur og góður og öllum þykir svo vænt um þig og þér þótti svo vænt um alla. Það var alltaf svo gott að koma til þín og ömmu í Ár- sali að spila. Við skemmtum okkur svo vel þegar við vorum að spila saman. Ég elska þig og mun aldrei gleyma þér. Þín Alma Dís Ég sakna þín, elsku afi minn. Það var alltaf svo skemmtilegt að veiða með þér í sveitinni og spila í Ár- sölum og fara á rúntinn með þér. Það var svo gam- an að koma í sveitina ykkar ömmu og sjá hvað ykkur leið vel þar saman. Ég elska þig og mun alltaf hugsa til þín. Þinn Steinar. HINSTA KVEÐJAsveit. Þar náðum við þeim merka áfanga að plata hann með okkur á fund í höfuðstöðvum breska íhalds- flokksins í London sem mikið var skotið á hann lengi á eftir. Lárus var sniðinn í skipstjórastarf- ið á Herjólfi, það þarf sérstakan mann til að stilla saman strengi við Eyja- menn og farþega Herjólfs, Lárus var sérstakur, vinsæll og traustur maður. Uppruninn og veðurfarið mótaði hann, en Lárus kom frá Þórshöfn á Langanesi, stór og þéttur á velli, hnarreistur með hökutopp sem mér fannst ég alltaf horfa uppundir þegar ég stóð andspænis honum og spjallaði við hann. Lalli á Herjólfi var mikil- fenglegur í skipstjórauniforminu, borðalagður með kaskeiti, en líkaði þó best að vera á skyrtunni í brúnni á sínum heimavelli þar sem hann gaf skipanir um stefnu og hraða, en fékk sér þó stundum kaffibolla með einum og einum farþega sem slæddist þar inn, alltaf klár í spjallið. Ég sé það núna í hendi mér að Lalli hefði verið flottur í gervi jólasveins, jafn djúp- raddaður og góður kall og hann var. Sjóhræddir fundu traust í fari hans, en þeir sem ætluðu að rífa kjaft við áhöfnina sneiddu hjá honum, hann gat verið ískaldur eins og borgarís- jaki, landfastur við Langanes. Kæru farþegar, velkomnir í Frið- arhöfn, gæti Lárus hafa sagt við lok sinnar hinstu ferðar, þar sem sigla himinfley og öldur Atlantshafsins víðs fjarri og lítil hætta á því að landfestar slitni í soginu, en Lárus hefur nú bundið bagga hildar. Eiginkonu hans, sonum og fjöl- skyldu votta ég samúð mína. Ásmundur Friðriksson. Okkur langar að minnast Lárusar í örfáum orðum. Við vorum svo lánsöm að kynnast Lárusi og Gurru fyrir um þrjátíu árum. Aldrei bar skugga á vin- áttu okkar. Lárus stjórnaði Herjólfi til margra ára. Hann var einstaklega farsæll og öruggur skipstjóri. Sjaldan féllu ferðir niður á hans ferli. Við lit- um oft við í kaffi á Heiðarveginum og var það endurgoldið. Alltaf voru sagð- ar sögur, grínast og mikið hlegið. Við minnumst heimsóknarinnar sem við fengum kvöldið sem tvíbur- arnir okkar voru skírðir. Gurra hjálp- aði til við að undirbúa litlu drengina fyrir svefninn, Örn hitaði pelana og lagaði til í eldhúsinu eftir skírnar- veisluna en Lárus tók allt upp á myndband og grínaðist óspart yfir því hvað Örn var búinn að steypa sér út í og hvað hann stóð sig vel við kvenna- störfin. Um svipað leyti keyptum við saman litla íbúð í Kópavogi. Íbúðin var mikið þarfaþing fyrir okkur, börnin okkar sem og aðra vanda- menn. Lárus hugsaði með tilhlökkun um að dvelja í sumarbústaðnum við Þing- vallavatn og húsinu á Þórshöfn á eft- irlaunaárunum. Heilsan var ekki al- veg nógu góð og stefndi hann á úrbætur á því en þá kom annar sjúk- dómur í ljós sem ekki var við ráðið. „Svona er það bara“, sagði Lárus þeg- ar Örn heimsótti hann á sjúkrahúsið, „enginn veit hver er næstur“. Við heimsóttum hann á sjötugsaf- mælinu, þar var glatt á hjalla þó sorg- in svifi yfir. Öll stórfjölskyldan hans samankomin þar sem Lárus var mið- punkturinn. Á hverju hausti í mörg ár töluðum við vinirnir, Eddi og þú um að halda okkur sviðaveislu, en lítið varð um efndir í þeim málum. Fyrir mánuði síðan, þegar við komum allir þrír saman, sast þú einn að þinni sviðaveislu. Fannst okkur það tákn- rænt um hugmyndina sem aldrei varð að veruleika. Geymdu aldrei til morg- uns það sem þú getur gert í dag eru orð sem aldrei verða of oft sögð. Við sáum vel hvað Gurra hugsaði vel um Lárus og hvað það var þeim báðum mikils virði að hann var heima. Gurra talaði um hve störf heimahjúkrunar eru mikils virði. Við viljum enda þessi minningarorð með tilvitnun: „Þegar þola þarf þjáningar, gerir kjarkurinn meira gagn en kunnáttan, svolítil samúð er hjálplegri en hugrekkið og hið smæsta brot af kærleika Guðs gerir meira gagn en allt hitt“. (C.S. Lewis 1898-1963). Gurra mín, Guð gefi þér og fjöl- skyldunni kjark, samúð og ríkulegan kærleika til að vinna úr sorginni. Hrefna og Örn. Okkur þykir alveg óraunverulegt að vera að skrifa minn- ingargrein um þig, elsku Rabbi, þar sem er ekki svo langt síðan við skrifuðum minning- argrein um móður okkar, sem þú hélst mikið uppá og hún hélt líka mikið uppá þig, við vonum bara að hún hafi komið til þín og leitt þig í ljósið. Það er alveg satt að slys gera ekki boð á undan sér. Við kynnt- umst þér þegar þú byrjaðir að búa með Ellu frænku okkar fyrir 12 ár- um, það var gaman að sjá hvað hún Ella var ánægð eftir að þið kynnt- ust. Þið bjugguð hér heima um tíma og svo fórum þið út til Noregs Rafn Einarsson ✝ Rafn Einarssonfæddist í Reykjavík 11. jan- úar 1956. Hann lést í vinnuslysi í Svíþjóð 5. nóvember síðast- liðinn. Útför Rafns var gerð frá Grens- áskirkju 5. desem- ber sl.. og enduðuð í Svíþjóð þar sem þið bjugguð til ykkar heimili. En þið voruð bæði hér síðustu jól og áramót og var mjög gaman hjá okkur öll- um, sér í lagi um ára- mótin þar sem við komum heim og feng- um okkur miðnætur- kaffi og kökur. Þú gerðir Ellu ham- ingjusama þó að þið hafið gengið í gegn- um súrt og sætt sam- an. Þú varst nýbúinn að fá fasta vinnu og kauphækkun og lífið var allt að verða svo gott hjá ykkur. Það verður erfitt næsta systkina- mótið hjá okkur þar sem þú og mamma verðið ekki til staðar. En við vonum að þið verðið þar í anda. Elsku Rabbi, við vonum að þér líði vel. Elsku Ella okkar, Guð gefi þér styrk í þinni sorg og einnig vottum við sonum hans og systkini okkar dýpstu samúð. Jónína (Nóný) Ingibjörg (Inga) og Katrín (Kata).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.