Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus Gunnólfs-son skipstjóri fæddist á Þórshöfn á Langanesi 9. októ- ber 1937. Hann lést á heimili sínu, Tröllateigi 20 í Mos- fellsbæ, 8. desember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnólfur Ein- arsson útgerð- armaður, f. 13.4. 1899, d. 10.2. 1981, og Guðlaug Lár- usdóttir húsmóðir, f. 13.3. 1906, d. 3.3. 1967. Systkini Lárusar eru Helga, f. 1925, d. 2004, Páll, f. 1931, Sæmundur, f. 1936, Kristján, f. 1939, d. 1995, og Guðlaug Arnþrúður, f. 1941. Lárus kvæntist árið 1962 Guð- ríði Bjarnadóttur, f. í Reykjavík 10.10. 1942. Foreldrar hennar voru Gyða Guðmundsdóttir mat- ráðskona, f. 1907, d. 1992, og Bjarni Guðmundsson sjómaður og bílstjóri, f. 1906, d. 1999. Börn Lárusar og Guðríðar eru: 1) Gunnólfur, sveitarstjóri Dala- byggðar, f. 1961, kvæntur Unni Lilju Elíasdóttur, búsett í Búð- ardal. Börn þeirra eru Elías Ra- ben, f. 1979, Gyða Lind, f. 1987, og Lárus, f. 1990. 2) Örnólfur, starfsmaður Flugstoða ohf., f. 1963, kvæntur Lindu Sigurborgu Aðalbjörnsdóttur, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Að- albjörn Þorgeir, f. 1977, Anna Dóra, f. 1981, Edda Rós, f. 1988, og Sævar Helgi, f. 1994. 3) Bjarnólfur, starfs- maður Landsbanka Íslands hf., f. 1976, í sambúð með Þóru Björgu Clausen, bú- sett í Reykjavík. Dóttir þeirra er El- ína Helga, f. 2006. Lárus lauk vél- stjóraprófi í Vest- mannaeyjum árið 1956. Ungur gerði hann út ásamt öðrum bátinn Tý frá Þórshöfn og síðar Dagnýju frá Reykjavík. Hann lauk prófi við farmanna- og fiskimannadeild Stýrimannaskól- ans í Reykjavík árið 1961. Lárus sigldi á fraktskipum hjá SÍS, með og eftir Stýrimannaskólann, sem háseti og stýrimaður. Ungur að árum hóf Láurs störf sem skip- stjóri á flutningaskipunum Grjó- tey og Eldvík. Einnig starfaði hann sem stýrimaður á strand- ferðaskipinu Heklu. Lengstan hluta starfsævinnar starfaði hann sem stýrimaður og skipstjóri á Herjólfi og sigldi hann í 30 ár á milli lands og Eyja. Lárus var virkur félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi. Lárus verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku pabbi. Eins sárt og það er að kveðja þig er það þakklætið fyrir allt sem þú hefur gefið mér sem hjálpar mér í sorginni. Ég er þakklátur fyrir frjálsræðið sem þú veittir mér, traustið sem þú gafst mér en þakklát- astur er ég fyrir það að hafa átt náið samband við þig. Þín einstaka skapgerð, kæruleysið og yfirvegunin hjálpaði þér mikið í veikindum þínum. Þú tókst á veikind- unum af karlmennsku, stjórnaðir ferðinni og lést veikindin aldrei ná tökum á þér. Síðan sigldir þú í höfn í hinsta sinn þegar þú varst tilbúinn, ánægður og sáttur við æviferðina. Það var aðdáunarvert hversu vel mamma stóð sig í veikindum þínum og hversu vel hún hugsaði um þig. Þú varst giftur einstakri manneskju. Þú varst mömmu góður eiginmað- ur í þau 45 ár sem þið hafið verið gift. Mamma beið alltaf í eftirvæntingu eftir að þú kæmir heim úr vinnu, því þú varst alltaf fullur fregna eftir dag- inn, þar sem þú gekkst á milli farþega um borð í Herjólfi og ræddir við þá um daginn og veginn. Lífsgleðin fylgdi þér ávallt, þú varst mikil félagsvera og nálægð þín var einstök. Það eru margar minn- ingar sem upp í huga minn koma þeg- ar ég horfi til baka og hugsa til þín. Mér er ógleymanlegt eitt sinn þeg- ar ég var unglingur á rúntinum í Eyj- um. Allt í einu heyrði ég mikil læti berast ofan úr bænum sem virtust vera á hraðri leið niður Heiðarveginn. Ég beygði í flýti upp á móti hávað- anum og þegar ég nálgaðist sá ég mikinn mann, uppréttan og skælbros- andi, koma á gömlu baðkari niður að- alumferðargötu Vestmannaeyja hrópandi „veiii“. Þetta reyndist vera þú og það var ekkert lítið sem vinir mínir hlógu í bílnum. Það var alltaf jafngaman að setjast niður með þér og ræða málin. Þú varst alltaf mjög skoðanafastur. Öll heilræðin sem þú gafst mér eru mínar lífsreglur í dag. Þú gerðir alltaf kröf- ur til manns og varst vanur að segja: „Ef einhver annar getur það þá getur þú það líka.“ Skemmtilegasta heil- ræðið var þegar við vorum að ræða hvernig best væri að velja sér lífsföru- naut: „Bjarnólfur, ef þér líst það vel á stúlku að þig langar að giftast henni skaltu kynnast mömmu hennar fyrst því það er konan þín í framtíðinni.“ Þú varst jafnaðarmaður og flokk- aðir ekki fólk eftir stéttum. Trúðir á vinnandi fólk, greiddir þína skatta og vildir ekkert gefins. Þú vildir fá að hafa fyrir hlutunum sem þú eignaðist. „Hvað ertu lengi að vinna fyrir þessu?“ spurðir þú í hvert sinn sem maður keypti nýjan hlut, skuldir voru nokkuð sem þér líkaði ekki við. „Ég skulda engum neitt og enginn skuldar mér neitt, ég er undir engum kom- inn,“ var ein af þínum frægu setning- um. Elsku pabbi, þú varst mér frábær faðir, fyrirmynd og vinur. Takk fyrir allt saman. Ég elska þig. Þinn sonur, Bjarnólfur. Í dag kveðjum við kæran tengda- föður, afa og langafa. Við þökkum ógleymanlega samveru og sönn afa- ævintýr og munum heiðra minningu hans með gleði í hjarta. Eins og gulli gegnum sáld gneistum slær þinn andi. Höfðingja- og helgiskáld hátt þín minning standi. (Einar Ben.) Unnur, Linda og Þóra, afabörnin og langafastrákurinn. Elsku Lárus, bróðir og mágur. Þá eru landfestar leystar og haldið í hina hinstu för. Eflaust er þér ekki brugðið við þá för frekar en hinar all- ar, hvert sem siglt var í heimi hér, austur, suður eða vestur, því flestar leiðir hafðir þú siglt um heimsins höf. Það sýndir þú með starfi þínu um borð í Herjólfi í þau þrjátíu ár sem stýrimaður og skipstjóri að reynsla þín sem skipstjórnandi var ómetanleg okkur Eyjamönnum. Þrautgóður og fastur, jafnt á úfnu hafi sem sléttum sjó, skilaðir þú skipi og áhöfn að landi án áfalla allan þinn starfsaldur á sjó. „Herjólfur brúar bilið“, „Herjólfur, örugg ferð“. Þessi slagorð segja allt sem segja þarf um ykkur Herjólfsmenn. Hafðu þökk fyr- ir þitt stóra starf. Sem drengur, unglingur og fulltíða maður á æskuslóðum þínum á Þór- höfn á Langanesi þekkti fjölskyldan þín þig undir nafninu „Blíður mömmu“ og segir það allt sem segja þarf um þinn innri mann. Ykkur hjónum þökkum við sér- staklega fyrir hlýjar móttökur í gos- inu 1973, þegar við komum með fjöl- skylduna til Reykjavíkur. Þá var opið hús í Eskihlíðinni fyrir okkur öll. Ekki stóð á því að halda strax út í eld- gosið á Heimaey, til björgunar á bú- slóð okkar og koma henni suður. Þar kom berlega í ljós það æðruleysi sem í þér bjó, óhræddur og óendanlega fastur fyrir sem klettur í hafi. Allir þínir draumar og áætlanir eft- ir starfslok á Herjólfi, hvort sem um var að ræða dvöl á Krít, Eldjárnsstöð- um, sumarbústaðnum Blástakki á Þingvöllum eða bara í rólegheitum heima í Mosó, hrundu eins og spila- borg þegar þú hlaust þinn þunga dóm varðandi veikindin þín. Þá var bara horft fram svipbrigðalaust að vanda og sagt: „Þetta er bara svona.“ Því- líkur kjarkur. Þar sannaðir þú einu sinni enn þá festu sem í þér bjó. Eiginkona þín, Gurra, var þinn happafengur í lífinu. Eins og ávallt tók hún þér opnum örmum á örlaga- stundu, hlúði að þér á heimili ykkar til síðustu stundar og gaf þér möguleika á hvíldinni í þínu eigin rúmi. Betur gat hún ekki launað þér búskapinn. Nú andar suðrið sæla vindum þíðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. (Ingi T. Lárusson / Jónas Hallgrímsson) Lárus skipstjóri, það var gott að eiga traustan bróður og félaga. Þökk- um samferðina og vonumst til að sjást aftur. Gurra, Gunnólfur, Örnólfur, Bjar- nólfur og fjölskyldur, hafið þökk fyrir allt og allt sem þið voruð honum. Okkar dýpstu samúðarkveðjur á raunastund. Adda og Gísli Geir. Hér með vil ég minnast Lalla afa míns sem var mikill maður og virðu- legur enda hef ég alltaf virt hann mik- ið og verið stolt af að geta sagt að hann væri afi minn. Mér veittist sá heiður þegar ég var fimm ára að koma inn í þessa fjöl- skyldu hans Lárusar afa. Þegar ég var yngri man ég að fátt var yndis- legra en að sitja með afa í stólnum hans, á bumbunni hans, og horfa á sjónvarpið með honum. Ég mun alltaf vera jafn þakklát fyrir hversu mörg- um stundum við eyddum saman í Eyj- um, öll jól, páska og gamlárs, heima hjá afa og ömmu. Alltaf var jafn gam- an þegar afi byrjaði að syngja óperu með þessari sterklegu rödd enda mik- ill óperumaður sjálfur. Eitt sinn þegar ég var yngri og var á leiðinni til Eyja í Herjólfi sat ég inni í matsal. Þá kom afi að tala við mig og spurði hvað ég vildi að borða. Ég var svo stolt, mér leið eins og prinsessu og fannst eins og allir væru að horfa á mig. Mig langaði mest að standa upp og kalla: „Hann er afi minn“, bara svo allir vissu það. Hann sem var bara eins og kóngur yfir Herjólfi í augum lítillar stelpu eins og mín. Hann Lárus hefur mótað þessa yndislegu fjölskyldu sem ég tilheyri, hún var öll viðstödd er hann yfirgaf okkur nema ég og bróðir minn, á svona tíma er mjög sárt að vera bú- sett í Danmörku. En ég fæ að kveðja hann hinn 20. desember með öllum vinum hans og vandamönnum. Mér þótti rosalega vænt um hann afa minn og vil ljúka þessum orðum með því að segja: Það skiptir ekki máli hvað maður hefur í lífinu, heldur hvern. Takk fyrir að hafa verið í mínu afi minn. Kveðja, þitt afabarn Anna Dóra. Elsku Lalli frændi. Nú ertu lagður af stað í þína hinstu siglingu og ekki snýrðu til baka í þetta skiptið. Við vitum að aðrar og meiri dyr standa þér opnar og þar mun verða tekið vel á móti þér. Þín er sárt saknað og eins og þú veist þá ertu og verður alltaf besti frændinn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Gurra, Gunnólfur, Örnólfur, Bjarnólfur og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur á þessari erfiðu stundu. Þínar frænkur, Þórunn, Harpa, Dröfn og Guðlaug. Í öllum veðrum var hann góður stjórnandi, góður skipstjóri, og það fór ekkert á milli mála í þeim efnum þegar hann stormaði um Herjólf milli lands og Eyja. Hann Lalli skipstjóri á Herjólfi stóð vaktina, stóð ölduna milli lands og Eyja í yfir 30 ár og gaf aldrei tommu eftir þótt stundum þyrfti hann að víkja gráðu og gráðu af tillitssemi við veðurguðina. Nú hefur Lárus Gunnólfsson lagt upp í sína hinstu ferð, langt fyrir aldur fram, rétt þegar hann ætlaði að fara að njóta þess að hafa frítt spil og fagna því að vera ekki bundinn í báða skó við skyldustörfin á hafinu. Það var að- alsmerki Lalla að vera á áætlun í öll- um ferðum, alla daga ársins. Það gekk ótrúlega vel þótt skipstjóri stórs farþegaskips þurfi alltaf að hafa sveigjanleika bæði gagnvart sjólag- inu og tímanum, það segir sig sjálft. En nú var hann kallaður á undan áætlun og það bæði særir og siglir sorg í hugann. Á 30 ára ferli sem skip- stjóri og stýrimaður á Herjólfi háði hann margan slaginn við ógnvekjandi ölduþunga Atlantshafsins, en hafði alltaf betur. Svo rétt þegar hann var kominn með tíma fyrir sjálfan sig þá skall á aldan ógurlega, sjúkdómurinn sem allt of margir falla fyrir þótt mik- ið hafi áunnist í baráttunni við krabbamein. Lalli á Herjólfi var þéttur á velli, glaðbeittur og það var á honum yf- irmannsbragur skipstjórans, en það var alltaf stutt í glensið og grín án þess að færi úr böndum. Hann hélt alla tíð glæsilegum stíl í verkefni sínu og hlutverki. Eitt sinn þegar Herjólfur var á leið til Þorlákshafnar í leiðindaveðri, sá Lalli þegar skipið nálgaðist innsigl- inguna að það var ófært inn í höfnina. Hann ákvað að halda sjó fyrir utan og sjá hvernig stöðunni myndi vinda fram. En veðrið versnaði ef eitthvað var og þá tók Lalli af skarið og til- kynnti í hátalarakerfi Herjólfs að Herjólfur myndi nú þegar snúa aftur til Eyja og það væri svo sem allt í lagi því það væri alltaf stuð í Eyjum. Einu sinni sem oftar á leiðinni til Eyja var mikið spjall í brúnni. Þá stundina var verið að ræða um hum- arveiðar og hve mikið Hornafjarðar- bátarnir hefðu verið að fá. Þegar Herjólfur nálgaðist Eyjar og komið var að því að kalla út til farþeganna og láta þá vita að það væru 10 mínútur í höfn, þá var Lalli ennþá með hugann við Hornafjörð og humarinn góða þannig að hann kallaði út til farþeg- anna í kallkerfi skipsins með þessum orðum: „Góðan dag, góðir farþegar, við erum nú að nálgast Hornafjörð og verðum þar við bryggju eftir 10 mín- útur eða svo.“ Tveir farþegar komu náfölir á hlaupum upp í brú og héldu að það væri búið að breyta áætlun- inni. Við skipsfélagar Lalla söknum góðs skipsfélaga og góðs yfirmanns. Við vottum Gurru og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við vitum að á langri leið eilífðarinnar hlýtur að vera allra veðra von og við vitum líka að þá er Lalli bestur þegar blæs á móti og þarf að beita upp í. Það hefur alla tíð átt við húmorinn hans að gera gott úr öllum veðrum. Áhöfnin á Herjólfi, Vestmannaeyjum. „Kæru farþegar, velkomnir til Vestmannaeyja.“ Djúp rödd Lárusar skipstjóra hljómar stafna á milli um borð í Herjólfi og mér fannst alltaf gott að vakna við þessa hljómmiklu og góðlegu rödd þegar Herjólfur klauf síðustu öldutoppana á Drenjabótinni og lygn Klettsvíkin framundan. Lalli á Herjófi sigldi skipi sínu öruggur til hafnar og sjaldan felldi hann niður ferð. Vestmannaeyingar sakna því ekki einungis þessa góða manns, þeyr sakna trausts og góðs skipstjóra sem þjónustaði þá í áratugi og hann bjó yf- ir meiri reynslu og þekkingu en flestir á þessari erfiðustu ferjuleið í heimi og ekki sjálfgefið að komast alltaf klakk- laust í land. Lárus kom oft í kaffi í bólstrunina hjá Geir á Reynistað. Þar sátum við oft saman ungir sjálfstæðismenn, Ey- verjar, og það var mikið fjör að fá Lalla á Herjólfi, kratann sjálfan, í spjallið sem varð jafn æsilegt eins og þegar minnkur spígsporar inn í miðj- an hænsnahóp. Við Eyverjarnir sát- um hringinn í kringum kaffikönnuna svo Lárus hætti sér ekki alveg inn í miðjan hópinn, heldur sendi tundur- skeyti úr djúpum hægindastól á þetta peyjalið. Það var hart tekist á, mikið skotið, mikið grín, mikið hlegið. Já, það var bæði gaman og gott að deila stund og stað með Lárusi, fjörlegur, ákveðinn og skemmtilegur kall. Þrátt fyrir að vera hreinræktaður krati fór Lárus og kona hans með okkur Ey- verjum í ferð til Englands hér um ár- ið, þar sem stemning og gleðskapur ríkti í meira en meðallagi í þeirri ógleymanlegu ferð, þar sem menn sáu jafnvel kjarnorkuver í hverri Lárus Gunnólfsson Haustveðrið hrannast á gluggann og hugurinn þungur er. Því hún er farin, hún Fjóla mín farin á undan mér. Okkar leiðir lágu mjög saman þá lífið var okkur í vil. Þá var dans og gleði og gaman gaman að vera til. En árin þau færast yfir og enn er komið haust. Fjóla Þorleifsdóttir ✝ Fjóla Þorleifs-dóttir fæddist í Sólheimum í Svína- vatnshreppi í A- Hún. 20. ágúst 1928. Hún lést á gjör- gæsludeild Sjúkra- hússins á Akureyri 6. nóvember síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Sauðár- krókskirkju 17. nóvember. Og líka í lífi okkar við lifum ei endalaust. Og margs er að minnast og sakna en mundu það vina mín. Að aftur er indælt að vakna og aftur þér sólin skín. Því ég veit að Drottinn hann vakir og veit hver nú er á ferð. Og að öll hennar ævisaga alveg frábærri að gerð. Svo hittumst við efalaust aftur og á það trúa ég vil. Lausar við lífsins baslið lausar að kenna alltaf til. Ó blessa þú faðir öll börnin börnin hennar sem mín. Þess bið ég af heitu hjarta hún var vinkona mín. Ragnheiður Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.