Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG ER undrandi á því hversu lítil umræða hefur orðið eftir hina háð- uglegu útreið sem landslið okkar í knattspyrnu hlaut í síðasta móti, und- ankeppni EM 2008. Það eina sem raunverulega hefur gerst er að lands- liðsþjálfaranum var sagt upp og annar ráð- inn nánast samdægurs. Mér finnst að þetta sýni hversu stjórn KSÍ er gjörsamlega úr takti við rekstur landsliðs og hvað þarf til að svo góðs árangurs sé að vænta, enda sýna þjálfarar- áðningar undanfarinna ára ljóslega vanhæfni stjórnarinnar. Eyjólfur Sverrisson er í hópi bestu knatt- spyrnumanna sem fram hafa komið hér á landi, en það er ekki sjálfgefið að góður leikmaður sé góður þjálfari, eins og kom í ljós þegar Ásgeir Sig- urvinsson, sá yfirburðaleikmaður sem hann var, gerðist þjálfari. Það eru aðrir eiginleikar sem prýða góðan þjálfara, sem sumir góð- ir leikmenn hafa, en alls ekki allir. Að reka þjálfarann er ekki það sem skiptir öllu máli, hver var það sem réð hann og hverjar voru forsend- urnar fyrir ráðningu hans? Ég tel að það séu þeir sem réðu hann sem ættu einnig að víkja, ekkert síður en hann. Í nýlegri grein þar sem rætt var um þá sem réðu enska landsliðsþjálf- arann sagði: „Ef þetta væri hluta- félag gætu hluthafarnir lögsótt þá fyrir vanhæfni í stjórnun.“ Það skyldi þó aldrei vera. Það er gaman að bera okkur sam- an við Englendinga, hvernig þeir standa að því að velja þjálfara fyrir sitt landslið, eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar þeir komust ekki í úrslitakeppnina á EM 2008. Á Englandi er rætt um það op- inskátt hverjir gætu komið til greina sem landsliðsþjálfarar, og er þá sá árangur sem þeir hafa náð rækilega tíundaður, ásamt því hvernig sam- skipti þeirra við leikmenn hafa verið. Stjórn knattspyrnusambandsins þar fær svo menn með mikla reynslu af knattspyrnustjórn, reynslumikla leikmenn ásamt þekktustu knatt- spyrnustjórunum sem starfa í úrvals- deildinni, sér til ráðgjafar áður en farið er að ræða við þá sem helst koma til greina. Þegar þar er komið fá viðmælendur þeirra tækifæri til að gera grein fyrir skoðunum sínum, og á hvað þeir myndu leggja mesta áherslu. Að þessum við- ræðum loknum er svo þjálfarinn valinn. Eins og sjá má af ofansögðu vanda þeir eins og tök eru á val sitt á landsliðs- þjálfara, þótt ekki hafi alltaf tekist eins og von- ir stóðu til, og val þjálf- arans á leikmönnum og leikstíl oft á tíðum verið umdeilt. Hjá okkur er ólíkt farið að. Ekki er um að ræða neinar opinskáar um- ræður um hverjir koma til greina, né að stjórn KSÍ geri grein fyrir því hvað það er sem hún byggir val sitt á, við fáum aðeins frétt um að búið sé að ráða þennan eða hinn sem landsliðs- þjálfara. Ég er með þessu alls ekki að kasta rýrð á nýráðinn þjálfara, von- andi mun honum ganga vel, enda maður með reynslu. Það er vandaverk að safna saman leikmönnum sem leika með hinum ýmsu félögum í Evrópu, sem öll hafa sinn eigin leikstíl og skipulag, og ætla þeim að leika sem samstillt liðsheild. Það tekur meira að segja hina fræknustu leikmenn tíma að aðlagast nýjum leikstíl og skipulagi hjá fé- lögum sem þeir flytjast til, og má þar nefna afburðaleikmenn eins og Mich- ael Ballack og Thierry Henry, sem alls ekki hafa náð að sýna sitt besta eftir að þeir skiptu um félag. Þetta sýnir okkur að þótt menn séu stór nöfn í þeirri deild sem þeir spila í er alls ekki gefið að þeir falli inn í þann leikstíl og það skipulag sem sett er upp fyrir landsliðið, sem raunar þyrfti að vera breytilegt eftir því við hvern er leikið, og þá er eins víst að breyta þyrfti leikmannahópn- um um leið og leikstíll og skipulag breyttust, en þessu finnst mér ekki hafa verið nægur gaumur gefinn. Ég sakna einnig þess að fjölmiðlar skuli ekki ganga harðar að KSÍ um hvert stefni og hvaða áherslur þeir leggi á að koma upp sterku landsliði. Laugardaginn 24. nóv. sl. var ein af mörgum fótboltagreinum í enska blaðinu The Independent sem hét „Germany has ‘the Kaiser’ while we have old blokes in blazers wallowing in fantasy“. Í þessari grein kemur fram hvern- ig talið er að Þjóðverjar myndu hafa nýtt sér hæfileika Franz Becken- bauer til þess að koma sér á sem bestan hátt úr þeim djúpa dal sem þeir hefðu fallið í ef farið hefði eins fyrir þeim og Englendingum. Það er á margan hátt líkt með okkur og Englendingum, að báðar þjóðirnar eru í sárum eftir síðustu keppni og enginn ’Kaiser‘ í sjónmáli. Ég held að allir stjórnarmenn KSÍ ættu að lesa þessa grein og spyrja sjálfa sig hvort fyrirsögnin gæti átt við okkur. Undanfarin ár hef ég ekki orðið var við að Knattspyrnu- sambandið hafi fyrir opnum tjöldum leitað til manna sem hafa reynslu og njóta virðingar fyrir starf sitt að mál- efnum knattspyrnunnar, til að ráð- færa sig við þá þegar taka þarf af- drifaríkar ákvarðanir varðandi framgang íþróttarinnar, en meg- instarf stjórnar KSÍ er að sjálfsögðu að efla knattspyrnuna í landinu og þar með öll þau lið sem leika í nafni Íslands. Jakob Sigurðsson skrifar um frammistöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu Hugleiðing að lokinni undankeppni EM 2008 Jakob Sigurðsson skrifar um frammistöðu íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu »Ég sakna einnig þessað fjölmiðlar skuli ekki ganga harðar að KSÍ um hvert stefni og hvaða áherslur þeir leggi á að koma upp sterku landsliði. Jakob Sigurðsson Höfundur er frv. forstöðumaður. HVER og einn sem er sæmilega heima í íslenskri tungu er tæpast í vandræðum með að finna mörg dæmi þess að notaðir eru „karlkynstitlar“ (málfræðilegir) á starfsheitum enda þótt kona sinni þeim t.d. bæjarstjóri, kennari, bóndi, fundarstjóri, forseti eða prestur. Stundum heyrði maður sagt skólastýra, þula eða bústýra en slíka titla heyrir maður nú æ sjaldnar. Hver skyldi ástæðan vera? Líklega sú helst að með vax- andi jafnrétti kynjanna þykir það ekki lengur tiltökumál þótt kona gegni nú hefðbundnu karl- mannsstarfi, t.d. skólastjórastarfi. Þeg- ar svo notkun ein- hvers tiltekins orðs verður algeng verður það tungunni tamt. Ekki má gleyma því í þessu sambandi að nafnorðið maður á jafnt við konur, karla og börn, rétt eins og ær, hrútar og lömb eru öll kindur. Það er því fyllilega rökrétt að segja að Sigrún sé stýrimaður, Þuríður þingmaður, Sigríður sýslumaður eða Ragna ráðsmaður. Ekki er hægt að segja að um auðugan garð sé að gresja í íslensku talmáli þegar leitað er að titlum sem hafðir eru framan við mannanöfn. Helst eru það orðin frú eða herra. Mest er það á Alþingi sem menn viðhafa þessa kurteisi og það mun reyndar teljast ámælisvert að gleyma að segja, eftir því sem við á, frú, herra, háttvirt(ur) eða hæst- virt(ur). Flestir hafa eitthvað heyrt þær hugleiðingar sem nú eru upp um að koma betri skikk á þessi ávörp þing- manna og þá allra helst að breyta nafninu ráðherra þannig að það eigi betur við hvort kynið sem er. Mín málvitund segir mér að orðið herra aftan við nafnorð þýði, í flest- um tilfellum, allt annað en orðið herra sé það framan við nafnorðið (mannsnafnið). Sé það aftar í setn- ingunni, þá þýði orðið herra nánast: sá sem valdið hefur. Er ekki góð ís- lenska að segja: Stóra bleikjan í Þingvallavatni er herra alls lífríkis þar. Eða: Grýla er bæði örlaganorn og herra yfir Lepplúða og jólasvein- unum. Engum dettur í hug að orðið herra í þessum setningum sé ávarpstitill. Hvað svo um orð eins og morgunfrú eða klettafrú? Tæpast er viðskeytið frú í þessu tilfelli titill. Hér er það blómið, látið bera nafn í kvenkyni. Svona mætti lengi telja. Ekki veit ég hvort það á fyrir Steinunni Valdísi að liggja að verða sendiherra, en færi svo gæti hún t.d. verið titluð: Frú Stein- unn Valdís Ósk- arsdóttir, sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Það mætti alveg segja mér að almennt fyndist fólki þetta orðalag vera í góðu lagi. Ástæðan trúlega sú, hve oft það hefur hljómað í eyrum. Sem sagt: Vaninn festir tungutakið. Trúlega er það ekki tilviljun að það skuli vera þing- maður sem nýlega er sestur á þing sem bendir á þessar „meinbugi“ á nafn- giftum ráðherranna. Ég er sannfærður um að Stein- unni gengur gott eitt til með að hreyfa þessu máli, hvort sem það er eitthvað blandað af „Rauðsokku- hugsunarhætti“ eður ei. En í upp- hafi skyldi endirinn skoða. „Svín fór yfir Rín. Kom aftur svín, svekkt og vonsvikið,“ segir máltækið. Verði það niðurstaðan að farið verði út í umræddar breytingar á ráðherra- titlum geta menn hrasað illilega. Nýlega heyrði ég í fjölmiðli upptaln- ingu á nokkrum orðum sem talin voru vænleg í stað „herra“. Það fyrsta var „ráður“. Ekki veit ég hvort það var nefnt fyrst til sög- unnar vegna þess að það teldist vænlegt. En færi svo að það yrði í náðinni er ég hræddur um að gár- ungarnir sneru vopnin úr höndum ráðamanna og færu að tala um „fjármálafáráð“ eða „forsætisfáráð“. Líklega fer illa á því að greini- legur andstæðingur umræddra breytinga fari að romsa úr sér til- lögum um nýnefnið. En fari svo að breyting verði gerð, vil ég þó hér í lokin taka undir eina tillögu sem þegar gefur komið fram, en það er orðið „goði“. Oft hefur tekist vel til í íslenskunni þegar „aflögð“ orð hafa verið gædd lífi á ný með breyttri merkingu. Nefni ég t.d. orðin „skjár“ og „sími“ í því sambandi. Hægt væri líka að fullkomna jöfnuð milli kynja með þessu orði með því að nota orðið gyðja um konur í ráð- herraembætti. Frú og herra Heimir Þór Gíslason vill nota orðið gyðja um konur í ráðherraembætti Heimir Þór Gíslason »Ekki mágleyma því í þessu sambandi að nafnorðið maður á jafnt við konur, karla og börn, rétt eins og ær, hrútar og lömb eru öll kindur. Höfundur er kennari. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík ❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄ Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: www.gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00, verða starfsmenn Kirkjugarðanna á vettvangi og taka á móti ykkur og leiðbeina að leiðum. Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 10:00 til 15:00. Á aðfangadag frá kl. 09:00 til 15:00 er allur akstur um kirkjugarðinn í Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is ❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.