Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „HELSTU tíðindin eru þau að fasteignaskattur hækkar ekki þótt fasteignamat muni hækka. Útsvar helst það sama, 12,46%, og stórt skref verður tekið í átt að nið- urfellingu fasteignaskatta 70 ára og eldri,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, um breytingu gjalda árið 2008, sem verður til umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði er nú 0,24% og verður hann lækkaður ef fast- eignamat í Garðabæ hækkar. Gunnar segir breytingar verða á fasteignaskattsmálum elli- og örorkulífeyrisþega bæjarins. Fast- eignaskattur hjá bæjarbúum 70 ára og eldri lækki að fastafjárhæð um 94.800 krónur og sé þar tekið stórt skref til niðurfellingar fast- eignaskatts hjá þeim aldurshópi. Fast- eignaskattur elli- og örorkulífeyrisþega af eig- in íbúðarhúsnæði lækki um fastafjárhæð sem nemur 47.400 krónum. Hjá hjónum með lægri heildartekjur en 3.100.000 krónur lækki fast- eignaskatturinn um 80% og einnig hjá ein- staklingum með lægri heildartekjur en 2.270.000 krónur. Skattar aldr- aðra lækkaðir í Garðabæ Gunnar Einarsson VIÐRÆÐUR fjögurra ríkja um yfirráð á Hatt- on Rockall-svæðinu sem til stóð að færu fram í Dublin á Írlandi 16. og 17. janúar næstkomandi, frestast vegna þingkosninga í Færeyjum. Þetta segir Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Tilkynnt var 10. des- ember sl. að þingkosningar í Færeyjum færu fram 19. janúar og vegna þessa var óskað eftir því að fundinum yrði frestað. Tómas segir líklegt að fundurinn verði hald- inn seint í febrúar. Ísland, Írland, Bretland og Danmörk gera öll tilkall til landgrunns á Hatt- on Rockall-svæðinu, en það er suður af Íslandi og vestan Bretlandseyja. Yfirráðum yfir land- grunni fylgir m.a. réttur til að nýta auðlindir á eða undir hafsbotninum, t.d. olíu. Viðræðum um Hatt- on-Rockall frestað ÁRLEGT meðalbrottkast þorsks tímabilið 2001-2006 var 2.192 tonn eða 1,11% af lönduðum afla. Meðal- brottkast ýsu var 2.759 tonn eða 4,12%. Samanlagt brottkast þorsks og ýsu var 5.206 tonn árið 2006, en að jafnaði 4.951 tonn 2001-2006, eða 1,83% af lönduðum afla þessara teg- unda. Í fiskum talið var brottkast þorsks 2001-2006 um 1,9 millj. fiska að jafnaði eða 2,88% af meðalfjölda landaðra fiska, en brottkast ýsu var um 4,3 millj. fiska eða 9,23%. Sam- anlagt brottkast þessara tegunda var því um 6,2 millj. fiska á ári að jafnaði 2001-2006. Þetta eru niðurstöður mælinga Hafrannsóknastofnunarinnar á brottkasti botnfiska, sem fram fóru á árinu 2006. Mælingar á brottkasti beindust einkum að þorsk- og ýsu- veiðum í helztu veiðarfæri, en einnig að ufsa og gullkarfa í botnvörpuveið- um og skarkola í dragnótaveiðum. Mælingar á öðrum tegundum voru ekki nægilega umfangsmiklar til að meta brottkast með viðunandi hætti. Brottkast þorsks var 2.754 tonn á árinu 2006 eða 1,45% af lönduðum afla, og er það næsthæsta gildi tíma- bilsins 2001-2006. Brottkast ýsu var 2.452 tonn eða 2,60% af lönduðum afla, eða um helmingur brottkastsins árið 2005, og nokkru minna en með- albrottkast 2001-2006. Brottkast annarra tegunda var lítið eða ekki mælanlegt. Fyrst og fremst þorskur og ýsa „Það sem stendur upp úr er að vandamálið er fyrst og fremst brott- kast á þorski og ýsu, aðallega ýsu,“ segir Ólafur Karvel Pálsson, fiski- fræðingur á Hafrannsóknastofnun- inni. „Hlutfallið er mun hærra í ýs- unni en í þorskinum, bæði í tonnum og sérstaklega í fjölda fiska, þar sem ýsan, sem verið er að henda, er mun smærri en þorskurinn. Sé litið á þessar tvær tegundir saman hefur brottkastið ekkert minnkað frá því um aldamótin. Ástandið hefur ekk- ert batnað á þessum sex árum, en við vitum reyndar að brottkast var mun meira áður.“ Ólafur segir að vafalaust sé brott- kast meira en komi fram í þessum mælingum. Það sé þó alveg ljóst að það sé ekkert margfalt meira. Þess- ar mælingar miðist við lengdardreif- ingu og séu einhverjir að henda til- tekinni fisktegund alfarið komi það ekki fram í slíkum mælingum. Menn séu þó almennt sammála um að um- gengnin hafi batnað mikið. Mikið hafi áunnizt. „Almennt talið má segja að verð- lagning á fiski ráði mestu um brott- kastið. Menn eru í veiðunum til að hafa eitthvað út úr þeim. Sjái menn ekki fram á að hafa eitthvað upp úr því að hirða fisk verður tilhneigingin til brottkasts meiri en ella. Einnig ef menn eiga ekki kvóta fyrir fiski, sem þeir eru að fá. Þegar menn sjá fram á að fá ekki nægilegt verð fyrir smá- fisk eða lélegan fisk er hætt við því að hann fari í hafið. Sérstaklega þeg- ar afkoman er erfið. Þetta fer líka eftir því hvernig mönnum finnst að þeir eigi að ganga um auðlindina og hversu langa sýn þeir hafa á gang mála, hvort þeir horfa bara til hverr- ar veiðiferðar fyrir sig eða lengra fram í tímann. Það er almennt talið að kvótalitlar eða kvótalausar út- gerðir sem gera út á leigukvóta séu uppspretta viðbótarbrottkasts. Það hafi þó líklega verið meira á árum áð- ur, þegar möguleikarnir fyrir veiðar kvótalausra báta opnuðust. Það er þó erfitt að sanna slíkt.“ Ólafur segir að hætt sé við því að brottkast aukist á þessu fiskveiðiári. Vegna skerðingar þorskkvótans sæki menn á grynnra vatn til að forð- ast þorskinn, en það leiði til þess að smærri ýsa og þorskur en áður veiðist. Því miður sé hætta á að það muni auka brottkast. Það komi þá í ljós þegar þetta og næsta ár verða gerð upp. Markaðsverð á smáfiski hafi þó líklega talsverð áhrif í þessu tilliti, en það hafi verið frekar hátt að undanförnu. 6,2 milljónum fiska hent á ári Líklegt að brottkast aukist á þessu fiskveiðiári                                                 Í HNOTSKURN »Brottkast þorsks var 2.754tonn á árinu 2006 eða 1,45% af lönduðum afla, og er það næst- hæsta gildi tímabilsins 2001- 2006. »Brottkast ýsu var 2.452 tonn,2,60% af lönduðum afla, eða um helmingur brottkastsins árið 2005, og nokkru minna en meðal- brottkast 2001-2006. »Hlutfallið er mun hærra í ýs-unni en í þorskinum, bæði í tonnum og sérstaklega í fjölda fiska, þar sem ýsan sem verið er að henda er mun smærri en þorskurinn. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÚR VERINU KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, hefur sent stjórn Læknafélags Ís- lands eftirfarandi bréf. „Mér hefur borist úrskurður siðanefndar Læknafélagsins þar sem hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi brotið siðareglur lækna í Kastljósi annan nóvember árið 2005. Við úrskurð siðanefndar hef ég þetta að at- huga: Í umræddu Kastljósi svaraði ég spurningum um grein sem Jóhann Tómasson hafði skrifað og Læknablaðið birti þar sem ég var ásakaður um að hafa sinnt læknisstarfi án þess að hafa til þess leyfi. Ég var sem sagt ásakaður um að hafa brotið lög. Ég svaraði spurningum á hóf- samlegan hátt en bar þó hendur fyrir höfuð mér. Og það er ósköp einfaldlega rangt að ég hafi með orðum mínum í Kastljósi kastað rýrð á manninn sem ásakaði mig um að brjóta lög og hafði þar á undan og á opinberum vettvangi ásakað mig um allt milli himins og jarðar. Sam- kvæmt mínu mati er það alvarlegt mál að brjóta siðareglur fagfélags eins og Lækna- félagsins og enn alvarlegra mál að úrskurða að saklaus maður hafi gert það. Það er til dæmis ekki nokkur vafi í mínum huga að þessi úr- skurður, ef hann stendur óhaggaður, minnkar til muna möguleika mína á því að sækja síðar atvinnu í Bandaríkjunum af þeirri gerð sem ég tel mér sæmandi. Því mun ég fara með þetta mál fyrir dómstóla og krefjast þess að úrskurð- urinn verði dæmdur ómerkur og fara fram á skaðabætur. Það er ýmislegt fleira skringilegt við þetta mál: 1. Til dæmis kærði ég þátt Vilhjálms Rafns- sonar í þessu máli til siðanefndar félagsins strax í október 2005 áður en stjórn Lækna- félagsins kærði Jóhann og löngu áður en hún kærði mig en siðanefnd hefur ekki sinnt minni kæru. Það er nokkuð ljóst að hér hefur siða- nefndin sótt fordæmi í sádi-arabískt réttarfar þar sem tíðkast að byrja á því að refsa fórn- arlambinu áður en menn snúa sér að öðru. 2. Ég fór fram á það við stjórn Læknafélags- ins að hún léti taka grein Jóhanns út af vef- útgáfu Læknablaðsins en hún hefur ekki orðið við þeirri beiðni. 3. Ég fór fram á að Læknablaðið bæðist af- sökunar á því að hafa birt greinina sem það hefur ekki gert. Nú vil ég minna á að það var stjórn Lækna- félagsins sem kærði ummæli mín til siðanefnd- ar og ber því fulla ábyrgð á úrskurði hennar. Því fer ég fram á það að hún horfi á upptökur af umræddu Kastljósi og fordæmi síðan op- inberlega úrskurð siðanefndar (og þar með sjálfa sig), sjái til þess að siðanefndin fjalli um kæruna frá mér og að ritnefndin taki greinina af vefútgáfu blaðsins og birti afsökunarbeiðni.“ Bréf Kára til Læknafélagsins KÁRI Stefánsson, læknir og for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, braut gegn siðareglum lækna með ummælum sínum um Jóhann Tómasson lækni í Kastljósþætti Sjónvarpsins 2. nóvember 2005, samkvæmt úrskurðarorðum siða- nefndar Læknafélags Íslands uppkveðnum 7. desember s.l. Ummæli Kára sem þóttu brjóta í bága við siðareglurnar voru „etja Jóhanni á foraðið“ og „Einhverra hluta vegna þá hef ég festst þarna einhver staðar inni í heilabúinu á honum og hann virðist eiga erfitt með að koma mér þaðan út.“ Siðanefndin úrskurðaði einnig „að Jóhann Tómasson læknir hafi með tilteknum ummælum um starfsbróður sinn Kára Stefáns- son sem er að finna í grein Jó- hanns í Læknablaðinu gerst brot- legur við Siðareglur lækna.“ Stjórn Læknafélags Íslands ákvað 22. nóvember 2005 að óska eftir því við siðanefndina að hún fjallaði um hvort Kári Stefánsson læknir hefði með fyrrgreindum ummælum sínum í Kastljósinu brotið gegn siðareglunum. Lögmaður Kára gerði þá aðal- kröfu að málinu yrði vísað frá siðanefnd en til vara að nefndin úrskurðaði að Kári hefði ekki gerst brotlegur við siðareglur L.Í. Lögmaðurinn sagði m.a. að Jóhann Tómasson læknir hefði veist að Kára „með afar rætnum og ósmekklegum hætti í grein sinni í 9. tbl. Læknablaðsins 2005“. Greinin hefði hleypt af stað miklu fjölmiðlafári og m.a. verið efni fyrstu fréttar í aðalfrétta- tíma Sjónvarpsins 20. september 2005. Í framhaldi af henni hefði Kára verið boðið í viðtal í Kast- ljósi, „væntanlega til að bera af sér ásakanir Jóhanns um að hann væri óhæfur læknir sem ekki hefði gilt lækningaleyfi og það væri hneyksli að hann hefði verið fenginn til að leysa af í sumarleyf- um á LSH:“ Fréttamaður Kastljóss spurði Kára hvort hann hefði beitt rit- nefndina þrýstingi til að gera eitt- hvað í málinu. Kári svaraði því neitandi og sagði m.a.: „Það má vera að þarna séu ein- hverjar hreytur af deilunni um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði, það má vel vera að þarna sé þreyttur ritstjóri, þreyttur ábyrgðarmaður sem nennir þessu ekki lengur og er að bíða eftir að einhver ýti honum til hliðar því að ég fæ ekki séð að hann fái nokkurn skapaðan hlut út úr þessu að etja Jóhanni á for- aðið, manni sem er búinn að skrifa eins og ég segi tugi greina um mig í Morgunblaðið þar sem er alveg ljóst og þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það að Jó- hanni Tómassyni er ekkert sér- staklega vel við mig. Einhverra hluta vegna hef ég festst þarna einhvers staðar inni í heilabúinu á honum og hann virðist eiga erfitt með að koma mér þaðan út. Ég held að það hljóti að vera mjög erfitt... Skelfing hlýtur að vera erfitt að vera með mann eins og mig á heilanum.“ Siðanefnd lækna skipa Allan V. Magnússon, formaður, Ingvar Kristjánsson, læknir, og Stefán B. Matthíasson, læknir. Báðir úrskurðaðir brotlegir Siðanefnd lækna telur að læknarnir Jóhann Tómasson og Kári Stefánsson hafi báðir brotið gegn siðareglum lækna með ummælum sínum Kári Stefánsson Jóhann Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.