Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 27 Vísnahorninu barst bréf fráÁrna Helgasyni í Stykkishólmi með nokkrum vel völdum vísum „um skaða vímuefna fyrr og síðar“. Sú fyrsta er eftir Erling Jóhannesson, Hallkelsstöðum: Ekki veldur áfengið ennþá nógum skaða því er best að bæta við bjórnum heittelskaða. Næsta vísa er eftir Ingunni, móður Baldvins skálda: Vínið hrindir mennskri mynd magnar lyndi skitið gerir yndið allt að synd og steinblindar vitið. Þriðja vísan er eftir Kristján Kristjánsson, sjómann og verkamann á Siglufirði: Eg hef drukkið elfur víns eg hef séð hve munar að bilið milli manns og svíns er mjórra en nokkurn grunar. Fjórða vísan er svohljóðandi: Bakkus rotar börnin sín bólgnar þroti í sárum; flöskubrot og fyllisvín faðmast votum tárum. Loks rifjar Árni upp fyrripart sem hann sendi til Halldórs frá Kirkjubóli árið 1970: Vímuefna fjandans flóð flæðir um allar gættir. Halldór svaraði: Er nú heillum horfin þjóð. Hvar eru landsins vættir? Bjarni Þórðarson, Siglunesi, vandaði Bakkusi ekki kveðjurnar: Bakkus er bölvaður rakki borar í innyflin skorur. Vitið og frama burt flæmir fólið í heilann ber veilur. Grófustu hnéspora grefur geðið í skónálum meður. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af tárum og Bakkusi STERKARI tengsl virðast vera á milli barna og foreldra móður þeirra en eru á milli barnanna og föðurfor- eldra þeirra samkvæmt ný- legri rannsókn sem greint var frá á vefmiðli BBC á dög- unum. Voru afar og ömmur spurð í könnuninni hve oft þau hittu barnabörn sín og sagðist meira en fjórð- ungur móð- urforeldranna hitta barnabörnin nokkrum sinnum í viku, á meðan að einungis 15% föðurforeldranna hittu börnin jafn oft. Um 800 afar og ömmur í Hollandi tóku þátt í rannsókninni sem var ætlað að kanna félagsleg tengsl. 30% af þeim móðurömmum sem bjuggu í innan við 30 km fjarlægð frá barna- börnunum hittu þau daglega eða nokkrum sinnum í viku. 25% móð- urafa gerðu það saman, en aðeins 15% af föðurömmum og -öfum. „Jafnvel í skilnaðarfjölskyldum hélst þessi munur – móðurforeldr- arnir eru tilbúnir að leggja meira á sig,“ hefur BBC eftir Thomas Pollet við háskólann í Newcastle sem vann að rannsókninni í samvinnu við há- skólann í Antwerpen í Belgíu. En niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Evolutionary Psychology. Sterkari tengsl við móðurforeldra Tengsl Móðurfor- eldrar hafa meiri tengsl við barnabörnin beið hinn rólegasti í röðinni og dáð- ist að dugnaði afgreiðslufólksins gerði manneskjan fyrir aftan hann ekki annað en að dæsa yfir biðinni. Víkverji heyrði svo á tal annarra sem fannst röðin ekkert haggast. Ef óþolinmæðin nær völdum finnst fólki yfirleitt ekkert gerast. Víkverji hefur orðið var við óþol- inmæði á fleiri stöðum því ýmsir þurfa að flýta sér svolítið í umferð- inni. Kannski ekkert nýtt þar á ferð en í veðurfari og umferð- arþunga eins og undanfarið verða þeir sem sikksakka endalaust á milli akreina og troða sér alls stað- ar á milli meira áberandi. Oftast skilar það bílstjórun- um engu nema meiri áhættu. Víkverji ætlar því að vera jákvæður í dag og gefa fólki það góða ráð að stilla bara á góða útvarpsstöð og rúnta þetta í róleg- heitunum brosandi. Það má líka alveg gera ráð fyrir að það taki lengri tíma en vanalega að komast á milli staða eins og bú- ast má við röð á póst- húsinu eða í búðinni. x x x Víkverji ýkirkannski smá með yfirvegunina hér að ofan því hann varð svolítið pirraður um daginn. Hann býr nefnilega í fjölbýlishúsi og var með það verkefni að sjá um að skipta um ruslatunnur undir rennunni eina vikuna. Pirringnum ollu þeir sem hentu rusli í ruslarennuna án þess að hafa það í lokuðum poka og þeir sem hentu dagblöðum í al- menna ruslið. Það er nefnilega dagblaða- gámur við hliðina á fjölbýlishúsinu og furðar Víkverji sig á þeim sem geta ekki gengið með blöðin til endurvinnslu þangað. Eins og flestir landsmenn erVíkverji kominn í jólaskap enda stutt í hátíðina. Einhvern veg- inn gera myrkrið og jólaljósin það að verkum að Víkverji er hinn ró- legasti, ekkert virðist geta komið honum í uppnám þegar hið svokall- aða jólastress á að standa sem hæst. En það eru ekki allir jafn yfir- vegaðir og Víkverji því hann hefur orðið var við óþolinmæði hjá sum- um að undanförnu. Víkverji þurfti til dæmis að fara á pósthús í vik- unni, hann bjóst við að það yrði röð enda allir að koma kortum og pökkum í póst. Þar sem Víkverji           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.