Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LISTTÍMARITIÐ Art World nefnir verk Birgis Snæbjarnar Birg- issonar, á Bridge Art Fair- kaupstefnunni í London, meðal þeirra áhugaverðari á nýliðnum kaupstefnum þar í borg. Bridge Art Fair var haldin á sama tíma og kaup- stefnurnar Frieze, Zoo, Year07 og Pulse, en Frieze er sú langstærsta. Blaðamaður Art World, Paul Cary-Kent, telur upp 20 myndlist- armenn sem honum þótti bera af á þessum kaupstefnum og er Birgir sá 15. í röðinni, á eftir ekki ómerkari málara en Dirk Skreber. Richard Prince er fyrstur í röðinni. Blaðamaður segir þau ummæli þingmannsins Diane Abbott að „of margar ljóshærðar hjúkrunarkonur séu að störfum á breskum spítölum – aðallega frá Finnlandi og Póllandi“ hafa orðið Birgi að innblæstri og kveikt áhuga hans fyrir staðal- ímyndum. Reyndar er Birgi breytt í kven- mann, sagt að verk „hennar“ beini athygli að þörf mannsins fyrir að „fela raunveruleikann bak við full- komna ímynd hreinleikans“. Meðal verkanna séu myndir af Ungfrú Heimi frá 1956-2006, svo fíngerðar að þær varla sjáist. Galleristi Birgis í Gallery Boreas sýndi verk hans á Bridge Art Fair, fimm olíumálverk á pappír af feg- urðardrottningum í anda olíu- málverka á striga, sem sýnd eru um þessar mundir á Kjarvalsstöðum. Art World er nýtt breskt tímarit um myndlist og hlýtur að teljast afar jákvætt fyrir Birgi að komast í fyrr- nefnda upptalningu, í ljósi þess að verk hundraða ef ekki þúsunda myndlistarmanna eru til sýnis á kaupstefnum í London á haustin. Birgir vekur athygli Meðal þess besta á kaupstefnum í London Fegurðardrottningar Birgir við eitt verka sinna á Kjarvalsstöðum. METROPOLITAN-listasafnið í New York hlaut veglega gjöf fyrir skömmu úr dánarbúi bandaríska ljósmyndarans Diane Arbus. Má þar nefna ljós- myndavélar og önnur tæki og áhöld til ljós- myndunar, dag- bækur, bækur og fjölskyldumynd- ir. Allt var þetta til sýnis í safninu fyrir tveimur ár- um þegar list Arbus og ævi voru gerð ítarleg skil. Auk þessa mun safnið fá að gjöf hundruð ljósmynda sem Arbus tók snemma á listamannsferlinum, film- ur og kontakta (snertiprent) af um 7.500 filmum. Safnið keypti nýlega 20 ljós- myndir úr hópi þeirra sem taldar eru þær allra bestu eftir Arbus. Meðal þeirra eru Russian Midget Friends og Woman with a Veil on Fifth Avenue, NYC. Verkin keypti safnið af Fraenkel-galleríinu í San Francisco, sem sér um sölu á verk- um Arbus fyrir dætur hennar, Amy og Doon. Stór gjöf úr búi Arbus Diane Arbus ung að árum. ÞJÓÐMINJASAFN Íslands hefur gefið út bók með grein- um og ljósmyndum Þórs Magnússonar, Á minjaslóð. Þetta er safn ritgerða og ljós- mynda sem gefið var út í tilefni sjötugsafmælis höfundar hinn 18. nóvember sl. Greinarnar eru frá löngum starfsferli Þórs og spanna efni sem tengist silf- ur- og gullsmíði, fornleifum, byggingarsögu, útskurði, þjóð- háttum, bókbandi, minningarmörkum og sagna- þáttum. Sýnishorn úr merku ljósmyndasafni Þórs, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni Íslands, er einnig birt í bókinni. Þá er þar heildarritaskrá Þórs, skrif frá tímabilinu 1959-2007. Bókmenntir Á minjaslóðum Þórs Magnússonar Kápa bókarinnar Á minjaslóð. SAMNINGAR hafa náðst við þýska forlagið S. Fischer Ver- lag og danska risann Gyld- endal um útgáfu á nýrri skáld- sögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Óreiðu á striga, strax á næsta ári. Höfðu bæði forlögin beðið útgáfu bók- arinnar á Íslandi með eft- irvæntingu, þar sem fyrri bók Kristínar Marju, Karitas án titils, hafði náð einstaklega góðum árangri í báðum löndunum. Allmargir er- lendir útgefendur sýndu Óreiðu á striga áhuga á bókamessunni í Frankfurt í haust og eru samn- ingaviðræður um útgáfuréttinn langt komnar við aðila í Hollandi, Frakklandi og Noregi. Bókmenntir Beðið með eftirvæntingu Kristín Marja Baldursdóttir SÖNGHÓPURINN Reykja- vík 5 heldur sína árlegu jóla- tónleika í kvöld. Sönghópinn skipa þau Aðalheiður Þor- steinsdóttir, Gísli Magnason, Hera Björk Þórhallsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson. Með þeim leika hljóðfæra- leikararnir Eyþór Gunn- arsson, Gunnar Hrafnsson og Scott McLemore. Flutt verða jólalög úr ýmsum áttum, allt frá hátíðlegum jóla- sálmum til amerískrar jólasveiflu. Tónleikarnir eru haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík og forsala aðgöngumiða er á midi.is. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Tónlist Reykjavík 5 með árlega jólatónleika Þorvaldur Þorvaldsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR eru sannir Skagfirðingar, það fer ekki á milli mála á nýjustu plötu þeirra, Álftagerðisbræður tvítugir – Skála og syngja, sem hefst einmitt á laginu „Skála og syngja“ og lýkur á „Höld- um gleði hátt á loft“. „Það var erfiðast að taka upp fyrsta og seinasta lagið á disknum því þegar það átti að fara að syngja þessi lög eftir skrifuðum nótum fór það að flækjast fyrir okkur, hver vildi syngja með sínu nefi enda þess- ar vísur oftast sungnar á óformlegri hátt í góðra vina hópi,“ segir Gísli Pétursson, næstyngsti Álfagerð- isbróðirinn, og hlær. „Við höfðum það í huga við laga- valið á diskinum að allir gætu sungið með og jafnvel dansað. Þetta eru lög- in sem eru sungin inn á klósetti í Miðgarði og slíkt. Diskurinn er samt í sama anda og okkar fyrri verk þó að hann innhaldi kannski meira af gömlum sönglögum.“ Spurður hvers vegna þeir hafi ekki sungið „þjóðsöng“ þeirra Skagfirð- inga, „Skála og syngja“, fyrr inn á disk svarar Gísli að það lag hafi ein- hvern veginn alltaf verið partítengt og því kannski ekki þótt viðeigandi. Aldrei á vísan að róa Skála og syngja er fjórði diskurinn sem kemur frá þeim bræðrum. Með honum fylgir kvikmynd um þá auk þess sem plötuumslagið er skreytt með nýjum og gömlum myndum frá ævi þeirra og upplýsingum um hvern og einn. Spurður hvort þessi diskur sé einhverskonar uppgjör segir Gísli að það geti vel verið. „Við erum að verða gamlir svo það er aldrei á vísan að róa með það í sjálfu sér, það má alveg eins reikna með því að þetta verði lokapunkturinn í útgáfu. En það má kannski aldrei segja aldrei.“ Kvikmyndin sem fylgir með á mynddiski er 45 mínútna löng. Það er Gísli Sigurgeirsson sem gerði myndina, safnaði saman gömlum og nýjum upptökum með söng þeirra bræðra, tók viðtöl við þá og sam- ferðamenn þeirra, auk þess sem finna má gamanmál og kveðskap í myndinni. „Við hefðum aldrei farið út í kvik- myndagerð ef nafni minn hefði ekki hvatt okkur til þess,“ segir Gísli og bætir blaðamaður við að þetta auka- efni ætti nú að gleðja aðdáendurna. Gísli hlær og segir það rétt svo fram- arlega sem þeir eigi mynddiskaspil- ara, því hörðustu aðdáendurnir séu margir hverjir orðnir ansi fullorðnir. Ekki sígaulandi Gísli er bóndi í Álftagerði og spurð- ur hvernig þetta söngstúss fari með búskapnum segir hann það ganga ágætlega. „Búið lendir þá bara á þeim sem heima sitja. Ég er nú bara með sauðfé þannig að það gengur alveg. Við tók- um einn þriggja daga túr um daginn, en annars er þetta yfirleitt bara dags- stund sem ég þarf að fara frá,“ segir Gísli og kveðst ekkert vera kominn með leið á því að syngja opinberlega. „Þetta er alltaf gaman þegar komið er á staðinn. Okkur hefur tekist vel að skapa stemningu og það er gaman að vera innan um ánægt fólk.“ Aðspurður segir Gísli ekkert ákveðið vera í uppáhaldi hjá sér að syngja heldur fari allt eftir stemning- unni hverju sinni. „Ég hef mjög gaman af því að syngja í góðra vina hópi þar sem hver syngur með sínu nefi, svo er ég í karlakórnum Heimi og kirkjukór Víðimýrarsóknar,“ segir Gísli og tek- ur alveg fyrir það að hann sé raulandi heima við. „Ég er vita frír við það. Hvíli mig bara á milli enda væru allir komnir með grænar bólur af því ef maður væri sígaulandi.“ Tíu ár að fara í gang Tuttugu ár eru síðan bræðurnir fjórir sungu fyrst saman opinberlega, en það var 3. október árið 1987 þegar faðir þeirra, Pétur Sigfússon, var borinn til grafar. „Sigfús og Pétur höfðu verið að syngja við jarðarfarir og við hinir með karlakórnum og þeg- ar faðir okkar var jarðsettur sagði móðir okkar að við gætum alveg eins sungið yfir honum eins og hverjum öðrum og það var kveikjan að kvart- ettinum. Þetta vatt upp á sig og vinir og kunningjar fór að minnast á að við þyrftum endilega að gera meira af þessu. Það tók okkur tíu ár að komast í gang og fyrsti diskurinn leit svo dagsins ljós fyrir ellefu árum. Við bjuggumst samt ekkert við því að þetta færi svona og við værum ennþá að í dag.“ Gísli segir að Skála og syngja hafi átt að koma út 3. október en þeir hafi verið aðeins seinni en þeir ætluðu sér og upptökum hafi lokið þann dag. Þeir hafa fylgt disknum eftir með tónleikahaldi nú í jólamánuðinum og geta ekki kvartað undan minnkandi vinsældum, því þessi fjórði diskur Álftagerðisbræðra hefur nú náð gull- plötusölu. Tuttugu ár eru síðan Álftagerðisbræður sungu fyrst saman opinberlega Skála og syngja í Skagafirði SIGFÚS, Pétur, Gísli og Óskar Péturssynir sungu í fyrsta skipti saman op- inberlega sem kvartett við jarðarför föður síns, Péturs Sigfússonar, 3. október árið 1987. Það var móðir þeirra, Sigrún Ólafsdóttir, sem bað þá um að syngja við jarðarförina og gegndu þeir henni sem endranær. Nú er kominn út fjórði geisladiskurinn með þeim bræðrum frá Álftagerði. Sungu fyrst saman 1987 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í GÆR afhenti japanska sendiráðið á Íslandi Landsbókasafni Íslands – háskólabókasafni bóka- gjöf fyrir hönd Upplýsingamiðstöðvar Japans – Japan Foundation. Motokatsu Watanabe fylgdi gjöfinni úr hlaði með því að ávarpa gesti og segja frá Japan Foundation, en Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður flutti þakkarávarp fyrir hönd safnsins. „Japan Foundation er með áætlun í gangi um gjafir til bókasafna víða um heim,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið í gær. „Bókagjafirnar eru tengdar menningarstarfsemi eða kennslu, en japanskur kennari hefur verið starfandi við Háskóla Íslands í nokkur ár.“ Á þessu ári gefa Japanar bækur til 165 stofnana í 76 löndum. Framhald er á gjöfinni að sögn Ingi- bjargar, og sækja stofnanirnar árlega um viðbót við bókakostinn, og vísa þá í þá starfsemi sem er hvatinn að gjöfinni – en hér er það fyrrnefnd jap- önskukennsla í Háskólanum. Safnið hefur þegar fengið 260 bækur frá Japan Foundation, í þetta skiptið 76 bækur. „Þetta eru bækur um Japan, japönsku þjóðina, menningu hennar, bókmenntir, trúarbrögð og tungu. Í þetta sinn fengum við mjög góða alfræðiorðabók. Bækurnar eru á ensku, japönsku og jafnvel með japönsku letri fyr- ir þá sem eru að læra málið. Við skráum bæk- urnar og flokkum og þær ganga inn í annan bóka- kost í safninu. Þetta verður ekki sérstakt japanskt safn, og vonandi verða miklu fleiri en nemar í jap- önsku sem nota bækurnar. Þær eru fyrir alla þá sem vilja kynna sér Japan og japanska menningu. Japanarnir leggja mikla áherslu á að bækurnar nýtist einnig atvinnulífinu og fyrirtækjum. Það er beggja hagur að það sé fólk í báðum löndum sem hafi innsýn í menningu og tungu hvers annars.“ Japanar gefa okkur bækur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bókagjöfin Fulltrúar Landsbókasafns og jap- anska sendiráðsins við bókakostinn góða. Söngelskir Frá vinstri má sjá Álftagerðisbræðurna Sigfús, Óskar, Pétur og Gísla í hljóðveri í haust að taka upp nýjasta diskinn, Skála og syngja. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.