Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
AÐ minnsta kosti 50 biðu bana og
allt að 100 slösuðust þegar farþega-
lest fór út af sporinu á braut á milli
Karachi og Lahore í Pakistan.
Nokkrir lestarvagnanna lentu ofan
í vatni en lestirnar voru yfirfullar,
enda fjöldi fólks á leið til sinna
heimkynna til að eyða Eid-al-Adha-
trúarhátíðinni með fjölskyldum sín-
um. Slysið átti sér stað um miðja
nótt að pakistönskum tíma, í fyrra-
kvöld að íslenskum tíma en björg-
unarstarf gekk seint og illa og
mörgum klukkustundum eftir slys-
ið mátti enn heyra fólk hrópa á
hjálp. Lestarslys eru algeng í Pak-
istan og er skýringin m.a. slæmt
ásigkomulag brautarteina.
AP
Tugir fórust í Pakistan
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR
aðildarríkja Evrópusambandsins
náðu í gærmorgun samkomulagi um
kvóta á fiskveiðar aðildarlandanna á
næsta ári eftir langar og strangar
viðræður í Brussel. Veiðidögum
verður fækkað um 9 til 18% á miðum
við vestanvert Skotland en þó ekki
Norðursjó þar sem 11% aukning á
þorskveiðum hafði áður verið ákveð-
in með samningi við Noreg vegna
betri stöðu stofnanna.
Lýst var stuðningi við tillögur um
að beita skyndilokunum á svæðum
þar sem vísbendingar væru um
mikla ofveiði. Richard Lochhead,
ráðherra landsbyggðar- og umhverf-
ismála í Skotlandi, segir að með
nýrri áætlun ESB sé verið að verð-
launa „þá ábyrgu forystu sem sjáv-
arútvegsfyrirtæki okkar hafa sýnt
með því að grípa til hugvitssamlegra
aðferða við að draga úr brottkasti og
vernda smáfisk“.
Niðurskurður við Skotland er
minni en þau 25% sem fiskveiðinefnd
ESB hafði sóst eftir í ljósi viðvarana
frá sérfræðingum um hættuna sem
steðjar að stofnunum. Sjómönnum
sem taka þátt í sérstökum aðgerðum
vísindamanna til að vernda veiði-
stofna verður bætt upp tapið með
fleiri veiðidögum, að sögn breska
ríkisútvarpsins, BBC. Vegna niður-
skurðar er svo komið að skoskir sjó-
menn geta nú aðeins stundað veiðar
tvo og hálfan dag í hverri viku.
Ráðherra sjávarútvegsmála á
Norður-Írlandi, Michelle Gildernew,
fagnaði einnig samkomulaginu og
sagði að um væri að ræða „bestu
hugsanlegu lausnina“. Sóknardögum
á Írlandshafi var fækkað en hætt við
mikinn niðurskurð á veiðikvótum
sem rætt hafði verið um.
Samið um fiskveiðar
ESB fækkar veiðidögum við Skotland
ERFIÐLEGA gengur hjá fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
að ljúka gerð umdeildra tillagna um
auðveldari aðgang sjúklinga að heil-
brigðisþjónustu í öðrum aðildarlönd-
um en heimalandinu. Að sögn breska
ríkisútvarpsins, BBC, hefur birtingu
tillagnanna enn verið frestað og var
því nú borið við að stjórnin þyrfti
ráðrúm til að fjalla um nýjar reglur
um losun koldíoxíðs frá bílum.
Ljóst er að náist samkomulag á
áðurgreindum nótum um sjúklinga-
málið verður mun auðveldara fyrir
fólk að losna við að lenda í biðröð eft-
ir aðgerð. Í drögunum er sett það
markmið að ríkisborgarar ESB-
landanna skuli hafa rétt til að leita
sér meðferðar í öðru aðildarríki ef
umrædd meðferð er leyfð í þeirra
eigin landi. Skuli þá heimalandið
borga allan aukakostnað sjúklings-
ins af slíku úrræði utan landsins.
Dómstóll ESB tók í fyrra fyrir mál
75 ára gamallar konu í Bretlandi,
Yvonne Watts, sem greiddi 5.450
evrur, um 490 þúsund krónur, fyrir
mjaðmarliðaraðgerð í Frakklandi
þar sem hún vildi ekki bíða í heilt ár
eftir aðgerð í Bretlandi. Niðurstaða
dómstólsins var sú að sjúklingar sem
þyrftu að bíða óeðlilega lengi eftir
aðstoð, að mati lækna, ættu að hafa
rétt á að sækja sér sams konar með-
ferð í öðru ESB-landi á kostnað
stjórnvalda í heimalandinu.
Óttast um breska kerfið
Nokkur aðildarríki eru sögð vera á
móti tillögunum, ekki síst Bretland,
en einnig er líklegt að Spánverjar og
Þjóðverjar muni setja sig upp á móti
sumum atriðum hugmyndanna.
Sumir af þingmönnum stjórnar-
flokksins í Bretlandi, Verkamanna-
flokksins, óttast að tillögurnar muni
hafa í för með sér að til verði frjáls,
innri markaður í sambandinu fyrir
heilbrigðisþjónustu. Niðurstaðan
gæti orðið að ríkisrekna heilbrigð-
isþjónustan, NHS, yrði á endanum
lögð niður í sinni núverandi mynd.
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins í
London hafa þegar sagt skýrum orð-
um að hægt verði að breyta tillög-
unum í samningaviðræðunum milli
aðildarríkjanna. „Við álítum það afar
mikilvægt að lagasetningin tryggi að
NHS geti áfram ákveðið hvaða með-
ferð stofnunin muni kosta þegar um
er að ræða þarfir einstakra sjúk-
linga,“ sagði talsmaður ráðuneytis-
ins.
BBC segir að búist sé við að fram-
kvæmdastjórn ESB muni leggja til
þann milliveg að hvert aðildarríki fái
fyrirfram að ákveða hvort það muni
greiða fyrir heilbrigðisúrræði í öðru
ríki sambandsins. En sett yrði það
skilyrði að umrætt ríki legði fram
sannanir fyrir því að fjöldi þeirra
sem vildu fá meðferð í öðru ríki væri
svo mikill að þessi tilhögun myndi
hafa áhrif á skipulagningu sjúkra-
húsa í heimalandinu.
Gert er ráð fyrir að í tillögunum
verði einnig ákvæði um aðstoð við
sjúklinga sem verða fyrir skaða af
einhverju tagi vegna meðferðar utan
heimalandsins. Markos Kyprianou,
sem fer með heilbrigðismál í fram-
kvæmdastjórn ESB, nefndi snemma
á þessu ári dæmi um sjúkling sem
krafðist skaðabóta er námu 100.000
evrum, liðlega níu milljónum ísl.
króna. Fjárhæðin nam helmingnum
af andvirði umrædds sjúkrahúss, að
sögn Kyprianou.
Frjálst flæði
læknaþjónustu?
Morgunblaðið/ÞÖK
Í röðina Margir sætta sig ekki leng-
ur við langar biðraðir eftir aðgerð.
kt. 490902-2520, hefur birt lýsingar vegna skráningar skuldabréfa á OMX
Nordic Exchange Iceland (OMX ICE) og gert þær aðgengilegar almenningi
frá og með 20. desember 2007.
Eftirfarandi skuldabréfaflokkar hafa verið gefnir út:
• Skuldabréfaflokkur að fjárhæð ISK 5.000.000.000 sem var gefinn út þann
16. mars sl. og er auðkenni flokksins á OMX ICE SAMS 07 1. Bréfin verða
tekin til viðskipta á OMX ICE þann 20. desember 2007. Skuldabréfin eru í
ISK 10.000.000 nafnverðseiningum. Skuldabréfin eru óverðtryggð og
skulu bera 16,25% fasta vexti. Höfuðstóll skuldabréfanna og áfallnir vextir
greiðist með einni afborgun þann 18. mars 2008.
• Skuldabréfaflokkur að fjárhæð ISK 3.500.000.000 sem var gefinn út þann
4. apríl sl. og er auðkenni flokksins á OMX ICE SAMS 07 3. Bréfin verða
tekin til viðskipta á OMX ICE þann 20. desember 2007. Skuldabréfin eru í
ISK 10.000.000 nafnverðseiningum. Skuldabréfin eru óverðtryggð og
skulu bera 3 mánaða REIBOR vexti að viðbættu 220bp álagi. Höfuðstóll
skuldabréfanna greiðist með einni afborgun þann 6. október 2008.
• Skuldabréfaflokkur að heildarfjárhæð ISK 4.000.000.000 sem var gefinn
út þann 14. september sl. Bréf að fjárhæð 2.000.000.000 verða tekin til
viðskipta á OMX ICE þann 20. desember 2007. Auðkenni flokksins á OMX
ICE er SAMS 07 4. Skuldabréfin eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum.
Skuldabréfin eru verðtryggð og skulu bera 8% fasta vexti. Höfuðstóll
skuldabréfanna greiðist með einni afborgun þann 14. september 2012.
• Skuldabréfaflokkur að fjárhæð ISK 6.000.000.000 sem var gefinn út þann
14. september sl. Bréf að fjárhæð 3.000.000.000 verða tekin til viðskipta á
OMX ICE þann 20. desember 2007. Auðkenni flokksins á OMX ICE er SAMS
07 5. Skuldabréfin eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum. Skuldabréfin
eru óverðtryggð og skulu bera 3 mánaða REIBOR vexti að viðbættu 220bp
álagi. Höfuðstóll skuldabréfanna greiðist með einni afborgun þann
14. september 2009.
• Skuldabréfaflokkur að fjárhæð ISK 4.000.000.000 sem var gefinn út þann
23. október sl. og er auðkenni flokksins á OMX ICE SAMS 07 6. Bréfin
verða tekin til viðskipta á OMX ICE þann 20. desember 2007. Skuldabréfin
eru í ISK 10.000.000 nafnverðseiningum. Skuldabréfin eru óverðtryggð og
skulu bera 6 mánaða REIBOR vexti að viðbættu 220bp álagi. Höfuðstóll
skuldabréfanna greiðist með einni afborgun þann 23. október 2010.
Lýsingarnar er hægt að nálgast hjá útgefanda, Samson eignarhaldsfélag ehf.,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík, eða á vefsetri útgefanda www.samson.is fram til
lokadags skuldabréfaflokkanna. Umsjónaraðili skráningarinnar á OMX ICE er
Landsbanki Íslands.
20. desember 2007
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
40
30
4
12
/0
7
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
B
I
40
30
4
12
/0
7
Samson eignarhaldsfélag ehf.
Skráning skuldabréfa