Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 25 SUÐURNES Reykjanesbær | Í tilefni opnunar á nýju útibúi Glitnis í Reykjanesbæ færðu forsvarsmenn bankans Lista- safni Reykjanesbæjar málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Málverkið sýnir stúlkur við saltfiskvinnslu og hefur verið í eigu bankans um áraraðir og verið í húsnæði bankans í Hafnar- götu 60 í Reykjanesbæ í liðlega fjörutíu ár. Nýja útibúið er til húsa í Hafn- argötu 91. Verkið er nú til sýnis á jólasýn- ingu Listasafnsins í listasalnum í Duushúsum. Á sýningunni „Myndin í stofunni“ er sýnishorn verka Listasafns Reykjanesbæjar og einn- ig verk úr eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Sýningin stendur til 13. janúar næstkomandi. Unnur Steinsdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Glitnis, afhenti mál- verkið en útibúið hefur stutt Lista- safn Reykjanesbæjar frá upphafi. Nú er í gildi samningur við bank- ann sem gerir safninu kleift að hafa endurgjaldslausan aðgang að safn- inu. Gáfu málverk eftir Gunnlaug Blöndal Saltfiskstúlkur Forsvarsmenn útibús Glitnis afhentu Listasafni Reykja- nesbæjar málverkið „Saltfiskstúlkur“ eftir Gunnlaug Blöndal. Sandgerði | Knattspyrnuhús rís á íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir því að Eign- arhaldsfélagið Fasteign hf., sem Sandgerðisbær er aðili að, byggi húsið og Sandgerðisbær leigi það og reki. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir komandi ár á fundi sínum í gær. Þar er gert ráð fyrir fjölnota íþróttahús- inu. Um er að ræða yfirbyggðan gervigrasvöll ásamt hlaupabrautum og búningsaðstöðu og áhorfendaað- stöðu fyrir íþróttavöll Reynis. Sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar bæjarstjóra verður nýja höllin byggð með sama fyrir- komulagi og Akraneshöllin nema hvað hún verður mun minni í upp- hafi. Húsið verður 72 metrar á breidd og 70 á lengd en gert verður ráð fyrir möguleika á lengingu húss- ins þegar þörf verður á vegna fjölg- unar íbúa. Húsið verður óupphitað. Áætlað er að höllin kosti 300 til 350 milljónir kr. Spurður að því hvernig staðið verði undir leigu og rekstri nýju hallarinnar segir Sig- urður Valur að vegna sölu Sand- gerðisbæjar á hlut í Hitaveitu Suð- urnesja hafi sveitarfélagið góðar tekjur. Það hjálpi til við að standa undir þessum kostnaði. Byggingar- nefnd sem skipuð er fulltrúum bæj- arins og Reynis vinnur að undirbún- ingi. Sigurður Valur segir að hafist verði handa á næsta ári og stefnt að því að taka húsið í notkun á árinu 2009. Tvær flugur í einu höggi Ástæðan fyrir því að ráðist er í byggingu nýs íþróttahúss er sú að íþróttastarfsemin hefur sprengt nú- verandi íþróttahús utan af sér. Sig- urður Valur segir að aðeins sé hægt að sinna íþróttakennslu ásamt því sem yngri flokkar Reynis í knatt- spyrnu fái þar tíma. Aðrar íþrótta- greinar komist ekki að og ekki held- ur almennir íbúar með sína íþróttaiðkun. Öll knattspyrnuiðkun verður færð í Sandgerðishöllina og þannig rýmt til fyrir öðrum greinum í eldra húsinu. Þá er horft til frjáls- íþróttastarfs í nýju höllinni og fleiri greina. Nú er unnið að stækkun íþrótta- hússins með byggingu nýrrar sund- laugar, þreksalar og eróbikksalar og er gert ráð fyrir því að laugin verði opnuð til kennslu í upphafi nýs árs en síðar fyrir almenna notkun. Nýtt íbúðarhverfi Íbúum Sandgerðis hefur fjölgað ört og það kallar á miklar fram- kvæmdir við ný hverfi og tilheyrandi þjónustu. Byggð er ein deild við leik- skólann Sólborg og grunnskólinn stækkaður. Þá verður á næsta ári unnið að undirbúningi byggingar nýs leikskóla og nýju íbúðarhverfi sem rísa mun sunnan við íþrótta- svæði Reynis. Þar verða hátt í 200 íbúðir. Vonast bæjarstjórinn til þess að unnt verði að úthluta fyrstu lóð- unum á vordögum. Segir hann að mikil þörf sé á þessu hverfi því allar lóðir sem í boði hafa verið í bænum hafi verið seldar. Íþrótta- höll rís í Sandgerði Sandgerði | Fiskmarkaður Suður- nesja hefur veitt fimm björgunar- sveitum á starfssvæði sínu styrki. Hver björgunarsveit fékk 200 þús- und kr. Ellert Eiríksson stjórnarfor- maður afhenti styrkina. Þeir komu í hlut Björgunarsveit- arinnar Suðurnesja í Reykjanesbæ, Ægis í Garði, Sigurvonar í Sand- gerði, Þorbjörns í Grindavík, Björg- unarfélags Hornafjarðar og Björg- unarfélags Ísafjarðar. Styrkir björg- unarsveitir ♦♦♦ á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og í Keflavík um jól og áramót 2007 * Skv. áfengislögum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum. E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 9 3 8 Afgreiðslutíma vínbúða um allt land má sjá á www.vinbud.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.