Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 25 SUÐURNES Reykjanesbær | Í tilefni opnunar á nýju útibúi Glitnis í Reykjanesbæ færðu forsvarsmenn bankans Lista- safni Reykjanesbæjar málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Málverkið sýnir stúlkur við saltfiskvinnslu og hefur verið í eigu bankans um áraraðir og verið í húsnæði bankans í Hafnar- götu 60 í Reykjanesbæ í liðlega fjörutíu ár. Nýja útibúið er til húsa í Hafn- argötu 91. Verkið er nú til sýnis á jólasýn- ingu Listasafnsins í listasalnum í Duushúsum. Á sýningunni „Myndin í stofunni“ er sýnishorn verka Listasafns Reykjanesbæjar og einn- ig verk úr eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Sýningin stendur til 13. janúar næstkomandi. Unnur Steinsdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Glitnis, afhenti mál- verkið en útibúið hefur stutt Lista- safn Reykjanesbæjar frá upphafi. Nú er í gildi samningur við bank- ann sem gerir safninu kleift að hafa endurgjaldslausan aðgang að safn- inu. Gáfu málverk eftir Gunnlaug Blöndal Saltfiskstúlkur Forsvarsmenn útibús Glitnis afhentu Listasafni Reykja- nesbæjar málverkið „Saltfiskstúlkur“ eftir Gunnlaug Blöndal. Sandgerði | Knattspyrnuhús rís á íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði á næstu tveimur árum. Gert er ráð fyrir því að Eign- arhaldsfélagið Fasteign hf., sem Sandgerðisbær er aðili að, byggi húsið og Sandgerðisbær leigi það og reki. Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir komandi ár á fundi sínum í gær. Þar er gert ráð fyrir fjölnota íþróttahús- inu. Um er að ræða yfirbyggðan gervigrasvöll ásamt hlaupabrautum og búningsaðstöðu og áhorfendaað- stöðu fyrir íþróttavöll Reynis. Sam- kvæmt upplýsingum Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar bæjarstjóra verður nýja höllin byggð með sama fyrir- komulagi og Akraneshöllin nema hvað hún verður mun minni í upp- hafi. Húsið verður 72 metrar á breidd og 70 á lengd en gert verður ráð fyrir möguleika á lengingu húss- ins þegar þörf verður á vegna fjölg- unar íbúa. Húsið verður óupphitað. Áætlað er að höllin kosti 300 til 350 milljónir kr. Spurður að því hvernig staðið verði undir leigu og rekstri nýju hallarinnar segir Sig- urður Valur að vegna sölu Sand- gerðisbæjar á hlut í Hitaveitu Suð- urnesja hafi sveitarfélagið góðar tekjur. Það hjálpi til við að standa undir þessum kostnaði. Byggingar- nefnd sem skipuð er fulltrúum bæj- arins og Reynis vinnur að undirbún- ingi. Sigurður Valur segir að hafist verði handa á næsta ári og stefnt að því að taka húsið í notkun á árinu 2009. Tvær flugur í einu höggi Ástæðan fyrir því að ráðist er í byggingu nýs íþróttahúss er sú að íþróttastarfsemin hefur sprengt nú- verandi íþróttahús utan af sér. Sig- urður Valur segir að aðeins sé hægt að sinna íþróttakennslu ásamt því sem yngri flokkar Reynis í knatt- spyrnu fái þar tíma. Aðrar íþrótta- greinar komist ekki að og ekki held- ur almennir íbúar með sína íþróttaiðkun. Öll knattspyrnuiðkun verður færð í Sandgerðishöllina og þannig rýmt til fyrir öðrum greinum í eldra húsinu. Þá er horft til frjáls- íþróttastarfs í nýju höllinni og fleiri greina. Nú er unnið að stækkun íþrótta- hússins með byggingu nýrrar sund- laugar, þreksalar og eróbikksalar og er gert ráð fyrir því að laugin verði opnuð til kennslu í upphafi nýs árs en síðar fyrir almenna notkun. Nýtt íbúðarhverfi Íbúum Sandgerðis hefur fjölgað ört og það kallar á miklar fram- kvæmdir við ný hverfi og tilheyrandi þjónustu. Byggð er ein deild við leik- skólann Sólborg og grunnskólinn stækkaður. Þá verður á næsta ári unnið að undirbúningi byggingar nýs leikskóla og nýju íbúðarhverfi sem rísa mun sunnan við íþrótta- svæði Reynis. Þar verða hátt í 200 íbúðir. Vonast bæjarstjórinn til þess að unnt verði að úthluta fyrstu lóð- unum á vordögum. Segir hann að mikil þörf sé á þessu hverfi því allar lóðir sem í boði hafa verið í bænum hafi verið seldar. Íþrótta- höll rís í Sandgerði Sandgerði | Fiskmarkaður Suður- nesja hefur veitt fimm björgunar- sveitum á starfssvæði sínu styrki. Hver björgunarsveit fékk 200 þús- und kr. Ellert Eiríksson stjórnarfor- maður afhenti styrkina. Þeir komu í hlut Björgunarsveit- arinnar Suðurnesja í Reykjanesbæ, Ægis í Garði, Sigurvonar í Sand- gerði, Þorbjörns í Grindavík, Björg- unarfélags Hornafjarðar og Björg- unarfélags Ísafjarðar. Styrkir björg- unarsveitir ♦♦♦ á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og í Keflavík um jól og áramót 2007 * Skv. áfengislögum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum. E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 9 3 8 Afgreiðslutíma vínbúða um allt land má sjá á www.vinbud.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.