Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ÞorbjörgBjörnsdóttir fæddist á Bergs- stöðum í Svartárdal 18. nóvember 1915. Hún lést á Líkn- ardeild Landakots- spítala þriðjudaginn 11. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Sigríður Ólafs- dóttir, f. 27.11. 1890, d. 25.6. 1918 og Björn Stef- ánsson, f. 13.3. 1881, d. 10.11. 1958. Seinni kona Björns var Valgerður Jóhannsdóttir frá Torfastöðum í Svartárdal, f. 26.4. 1902, d. 29.3. 1980. Foreldrar Guð- rúnar Sigríðar voru Ólafur Ólafs- sonar prestur á Lundi í Lund- arreykjadal og síðar að Hjarðarholti í Dölum og Ingibjörg Pálsdóttir. Foreldrar Björns voru Stefán Magnús Jónsson prestur á Bergsstöðum í Svartárdal og síðan Auðkúlu í Svínadal og fyrri kona hans Þorbjörg Halldórsdóttir. Systkini Þorbjargar eru: Ólafur prófessor, f. 2.2. 1912, d. 22.2. 1999, kvæntur Guðrúnu Aradótt- ur, f. 29.6. 1917, d. í nóv. 2005, syn- úr grasi hjá föður sínum, föðurafa séra Stefáni M. Jónssyni og konu hans Þóru Jónsdóttur. Þorbjörg fór ung til Reykjavíkur og gekk þar í Kvennaskólann. Þau ár bjó hún að Sólvallagötu 4 hjá föð- ursystur sinni Hildi Stefánsdóttur og móðurbróður sínum Páli Ólafs- syni. Systur Þorbjargar fóru í Menntaskólann á Akureyri en all- ar enduðu þær í Reykjavík þar sem þær leigðu saman um árabil, fyrst í Ingólfsstræti 6 og síðar að Lækjargötu 6. Árið 1944 flutti Ingibjörg austur fyrir fjall. Ári síðar fór Þorbjörg til London og bjó þá á heimili frænku sinnar Ingibjargar Pálsdóttur og Péturs Eggerz. Eftir heimkomuna bjó hún í mörg ár hjá móðursystur sinni Kristínu Ólafsdóttur og manni hennar Vilmundi Jónssyni að Ingólfsstræti 14, eða allt þar til hún keypti sína eigin íbúð á Kleppsveginum þar sem hún bjó til dauðadags. Þorbjörg ferðaðist víða bæði innanlands og utan og þegar árin færðust yfir ferðaðist hún gjarnan með hópi séra Franks M. Halldórssonar. Hún vann í Landsbanka Íslands í Reykjavík nánast alla sína starfsævi. Útför Þorbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Selfoss- kirkjugarði. ir þeirra eru Ari Helgi, f. 1946, Björn Gunnar, f. 1949 og Örnólfur Jónas, f. 1951; Stefán Magnús, f. 27.5. 1913, d. 2.7. 1913; Ingibjörg, f. 20.9. 1914, d. 13.5. 1977, gift Þórarni Sigmundssyni, f. 27.7. 1917, d. 25.2. 1996, börn þeirra eru Guðrún Sigríður, f. 1941, Björn Stefán, f. 1943, Kristín, f. 1945 og Ólafur Stefán, f. 1950; Ásthildur Kristín, f. 4.6. 1917, d. 18.7. 1998, gift Aðalsteini Kristmundssyni (Steini Steinarr), f. 13.10. 1908, d. 25.5. 1958; og stúlka, f. 20.6. 1918, d. sama dag. Dætur Björns og Valgerðar (seinni konu Björns) eru Guðrún Sigríður, f. 30.7. 1930, gift Jóni Reyni Magnússyni og eiga þau 3 börn; og Ólöf Birna, f. 2.4. 1934, gift Jóni Ólafssyni og eiga þau einnig 3 börn. Fyrstu þrjú ár ævi sinnar ólst Þorbjörg upp hjá foreldrum sínum að Bergsstöðum í Svartárdal en eftir lát móður sinnar fór hún að Auðkúlu í Svínadal þar sem hún óx Ókunnugir héldu oft að Þorbjörg væri amma okkar systkinanna eða föðursystir; fjarlægari skyldleiki gæti ekki skýrt ást okkar á henni. Um ára- bil hafði hún búið í húsi móðursystur sinnar, Kristínar Ólafsdóttur, og Vil- mundar Jónssonar, og það var jafn- sjálfsagt að hún væri ein af fjölskyld- unni og að eiga afa og ömmu á því heimili. Það var ekkert eðlilegra en að fara með henni í heimsóknir til frænd- fólks fyrir austan fjall, gista hjá henni á Kleppsvegi hvenær sem okkur datt í hug, heimsækja hana á vinnustaðinn í Landsbankanum og eiga ævintýra- lega viku á hverju sumri í bankabú- stöðunum í Selvík við Álftavatn. Þorbjörg kunni þá list að mæta fólki af öllum kynslóðum sem jafn- ingjum. Hún varð uppáhaldsfrænka allra barna sem kynntust henni og kölluðu þau hana ýmist Boddu eða Tobbu. Ef ég vildi vera Mjallhvít eða Öskubuska stóð ekki á henni að leika dvergana alla sjö og hvaða prins sem var, enda hélt ég á þeim aldri að hún væri „fjórtán – að verða fimmtán.“ Engin spurning var of heimskuleg, og margar gátur lífsins var nærtækast að bera undir hana, t.d. hvernig jóla- sveinar kæmust inn um lokaða glugga á sjöundu hæð. Þessi vinátta eltist hvorki af henni né okkur. Bodda virtist ánægð í þeirri sjálf- stæðu tilveru sem hún hafði skapað sér og lagði fram í andlátið kapp á að vera sjálfbjarga. Hún var hins vegar fljót til þegar aðrir þurftu á hjálp að halda, raungóð og traust, og gagnvart henni gátu allir komið til dyranna eins og þeir voru klæddir. Í augum minnar kynslóðar var Bodda hafsjór fróðleiks um liðna tíma og eldri ættmenni, en ekkert í sam- tímanum var henni heldur óviðkom- andi. Hún hélt sig yfirleitt sjálf til hlés, en var þannig sett að hún kynnt- ist á langri vegferð ýmsum andans mönnum og áhrifamönnum í þjóðlíf- inu, sem ýmist voru skyldir henni eða tengdir eða urðu á vegi hennar af öðr- um sökum. Þess vegna hikaði hún ekki við að segja slíkum mönnum skoðun sína. Nýlega sagði hún frá samtali sínu við biskupsritara – þótti afleitt að hafa ekki fengið samband við biskupinn sjálfan – og ekki eru margar vikur liðnar frá kjarnyrtu les- endabréfi. Um slík tiltæki ræddi hún í léttum tón, þótt henni væri heitt í hamsi, og hún gat hlegið að sjálfri sér. Mér og mínum nánustu sýndi hún ómælda umhyggju, og það hefur verið mikils virði að eiga stuðning hennar og skilning vísan, hvað sem fyrir kynni að koma. Frænku af hennar tagi ættu allar fjölskyldur að eiga; þeir fara mikils á mis sem hafa ekki átt hennar líka. Guðrún Þórhallsdóttir. Þorbjörg Björnsdóttir, Bodda, fæddist á Bergsstöðum í Svartárdal, dalnum þar sem blá bergvatnsáin lið- ast eftir dalnum sínum grunlaus um að neðar bíður Blanda kolmórauð og kraftmikil þess albúin að gleypa Svartá í sig á dalamótum. Björn og Guðrún Sigríður, foreldrar Boddu, eignuðust áður börnin Ólaf, Stefán Magnús og Ingibjörgu. Stefán Magn- ús dó í frumbernsku en á eftir Boddu fæddist Ásthildur og loks andvana stúlka. Björn, pabbi þeirra, hafði líka fæðst á Bergstöðum því þar var Stef- án Magnús, faðir hans, prestur áður en hann flutti sig yfir árnar að víðsýn- inu á Auðkúlu í Svínadal. Guðrún Sigríður fæddi sex börn á sex árum og dó eftir fæðingu síðasta barnsins, aðeins 27 ára að aldri. Mikill harmur var kveðinn að fjöl- skyldunni á Bergsstöðum – sá harm- ur bjó með systkinunum alla þeirra ævi. Ólafur og Ásthildur fóru til afa síns og ömmu að Hjarðarholti í Döl- um en Bodda og Ingibjörg fóru að Auðkúlu til afa síns, Stefáns, og síðari konu hans Þóru Jónsdóttur. Stefán þekkti missi af eigin raun því að hann eignaðist 13 börn en missti sjö og fyrri konu sína frá fimm börnum á viðkvæmum aldri. Stefán og Þóra tóku móðurleys- ingjunum vel en þau höfðu misst tvær dætur, Þóra átti aðeins eina eftir, Sig- ríði, sem þá var 14 ára. Litlu stúlk- urnar leituðu ekki hvað síst skjóls hjá henni og Bodda svaf í holunni hjá Sig- ríði þar til Sigríður gifti sig tíu árum seinna. Imba og Bodda kölluðu Þóru ömmu og hún bar mikla umhyggju fyrir þeim alla tíð. Sigríður leit á þær sem nánustu skyldmenni sín og elsk- aði þær eins og yngri systur. Ólafur og Ásthildur komu síðar að Auðkúlu og þangað kom Björn pabbi þeirra líka, giftist Valgerði Jóhanns- dóttur og eignaðist dæturnar Guð- rúnu Sigríði og Ólöfu Birnu. Bodda fór ung að árum til Reykja- víkur, síðar til Englands, vann í Landsbankanum í um það bil hálfa öld og eltist aldrei. Hún var alltaf jafn létt á fæti og létt í lund, lét sig allt mögulegt varða og barðist fyrir því sem henni fannst máli skipta eins og til dæmis að Auðkúlu og kirkjunni þar væri sómi sýndur. Bodda fékk að vita það umbúða- laust fyrir nokkrum vikum að hennar biði ekkert nema dauðinn. Það þarf kjark til að taka slíkum tíðindum og skiptir þá litlu þótt árin séu orðin mörg, ef heilsan hefur alltaf verið góð og enga þreytu að finna. Guðrún Sigríður, systurdóttir hennar, flutti af heimili sínu til Boddu. Hún yfirgaf hana hvorki nótt né dag og annaðist hana af einstæðum kær- leika. Það skýrist af því einu að til er fólk eins og Guðrún sem finnur mest- an tilgang í því að fórna sér fyrir aðra. Sjálf fékk ég að njóta ylsins sem Bodda hafði fundið í holunni hjá Sig- ríði, mömmu minni. Hún sýndi mér aldrei annað en gæði og góðvild og það hlýjaði mér um hjartaræturnar að hún kallaði mig ævinlega gælu- nafninu sem mamma mín notaði. Án Boddu er tilveran breytt. Tengslin við ömmu og afa og Auð- kúluheimilið fyrir um 80 árum hafa slitnað en eftir lifir þakklæti – aðeins þakklæti. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir. Tobba eins og hún var alltaf kölluð í Landsbankanum hóf störf í Endur- skoðunardeildinni tvítug árið 1935 og þar var hún í fullu starfi í 50 ár og að auki í hlutastarfi næstu átta árin. Seint verður þetta met slegið en ástæðan var hreinn sparnaður. Hún þekkti svo vel öll vinnubrögð að hag- stætt var að hafa hana áfram. Hún mætti ætíð eldsnemma, tók við gögnum frá RB og raðaði á borð hvers og eins, svo allt var klárt þegar liðið mætti til starfa. Einnig leiðbeindi hún nýjum starfsmönnum og siðaði þá til. Það hafði hún lengi gert, sér- staklega við þá sem hún hafði mætur á og skipti þá ekki máli þótt þeir væru jafnvel orðnir aðstoðarbankastjórar. Hún skammaði þá eins og stráka ef henni mislíkaði hegðunin og komst upp með það því menn virtu hana og vissu að umhyggja var undirrótin. Ég þekkti Tobbu ekki náið fyrr en ég kom í deildina árið 1965 en vissi hvert orð fór af henni í vandvirkni og stálheiðarleika. Þá var verið að und- irbúa tölvuvæðingu Landsbankans en Þorbjörg Björnsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN BENEDIKT BENEDIKTSSON frá Húsavík, Sjávargrund 4a, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 21. desember kl. 11.00. Sigurbjörg Sigvaldadóttir, Hanna Stefánsdóttir, Jón Guðlaugsson, Sigrún Stefánsdóttir, Sigþór Sigurjónsson, Bylgja Stefánsdóttir, Stefán S. Stefánsson, Guðfinna Baldvinsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Agnar Agnarsson, afabörn og langafabörn. ✝ Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓTTARR PROPPÉ, sem lést fimmtudaginn 6. desember verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstudaginn 21. desember kl. 13.00. Else A. Proppé, börn og barnabörn, Ólafur Proppé, Pétrún Pétursdóttir, Guðný Ásólfsdótttir, Friðbjörg Proppé, Hrafnhildur Proppé, Guðmundur Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag, fimmtudaginn 20. des- ember, vegna útfarar ÞORSTEINS KRISTINSSONAR endur- skoðanda. Endurskoðun og reikningshald. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, teng- damóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR KRISTRÚNAR NÍELSDÓTTUR, áður til heimilis á Stýrimannastíg 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns, Landakots og dagdeildar Vitatorgs. Páll Stefánsson, Halldóra Viktorsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Georg Ólafsson, Hildur Stefánsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, börn og barnabörn. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, BERGLIND UNA MAGNÚSDÓTTIR, Birkihlíð 2b, 220 Hafnarfirði, lést mánudaginn 10. desember. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, Vatns- leysuströnd, þann 21. desember kl. 11.00 Magnús Sigurðsson, Sigríður Lárusdóttir, Daníel Magnússon, Una Hallgrímsdóttir, Ásgeir Þórir Sigurjónsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SÖLVEY F. JÓSEFSDÓTTIR frá Atlastöðum í Fljótavík, Sundstræti 27, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. desember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 29. desember kl. 14.00. Bergmann Ólafsson, Ardís Gunnlaugsdóttir, Guðmundur K. Ólafsson, Stefanía Eyjólfsdóttir, Margrét B. Ólafsdóttir, Jakob R. Ólafsson, Kristin Bekkholt, barnabörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.