Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Margrét Jó-hannsdóttir
fæddist á Skriðu-
felli í Þjórsárdal 13.
júní 1925. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skógarbæ 14.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar Mar-
grétar voru Jóhann
Magnús Ólafsson
bóndi á Skriðufelli,
f. 10. ágúst 1897, d.
5. september 1983
og Þórdís Björns-
dóttir, f. 29. sept-
ember 1897, d. 14. ágúst 1993.
Margrét var næst elst fimm
systkina, en hin eru Hjalti Ísfeld,
f. 1923, Bryndís, f. 1926, Björn, f.
1928, d. 2007 og Bergný, f. 1933.
Margrét giftist 9. júní 1945
Sigurði Jóhannesi Sigurðssyni,
húsasmíðameistara frá Núpsseli í
Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu,
f. 7. desember 1916. Foreldrar
hans voru Sigurður Þórðarson, f.
18. ágúst 1875, d. 17. júlí 1937 og
Þuríður Salóme Jakobsdóttir, f.
25. október 1877, d. 27. febrúar
1925. Margrét og Sigurður eiga 7
börn, þau eru: Sigurður, f. 1945,
maki Lilja Elsa Sörladóttir. Synir
Páll og Halldór. Þórdís, f. 1948,
maki Gunnar Pétur Pétursson.
Synir Sigurður og Haraldur
Daði. Ólafur Jóhann, f. 1950,
maki Ólöf Ragnarsdóttir. Börn
Sigurður, Jóhann Magnús og
Margrét Rannveig.
Þuríður Ragna, f.
1955, maki Kristján
A. Ólason. Börn Óli
Freyr, Árni Snær
og Soffía Rún. Mar-
grét, f. 1956, maki
Guðmundur Ara-
son. Börn Ari, Mar-
grét og Tómas.
Hrafnhildur, f.
1963, maki Barclay
T. Anderson. Börn
Bergur Thomas,
Þórdís Salóme og
Davíð Edward.
Berglind, f. 1963, maki Ólafur
Sigurðsson. Börn Ásdís Gígja,
Guðrún Tinna, Margrét Yrsa og
Jón Friðrik. Langömmubörnin
eru 17.
Margrét sleit barnsskónum í
faðmi fjölskyldunnar að Skriðu-
felli. Sautján ára gömul var hún
veturlangt að Húsmæðraskól-
anum Hverabökkum í Hvera-
gerði. Fljótlega flutti hún til
Reykjavíkur þar sem hún kynnt-
ist eftirlifandi eiginmanni sínum.
Margrét var mikil húsmóðir og
þegar börnin uxu úr grasi fór
hún að vinna á Hótel Loftleiðum
1975 og starfaði þar nær óslitið
til 67 ára aldurs. Bjuggu þau
lengst af í Njörvasundi 1, en síð-
ustu 11 árin í Þangbakka 10.
Útför Margrétar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma mín, nú hefurðu
fengið hvíldina. Nú ertu komin til
ömmu Dísu og afa Jóa og litla bróður
sem þú hugsaðir svo vel um. Það
verður vel tekið á móti þér, amma
hefur lagt fínan dúk á borð og þið haf-
ið það eins og hefðarfólk líkt og í
gamla daga á Skriðufelli.
Við vorum mjög nánar mæðgur, þú
sagðir líka alltaf að ég væri alveg eins
og þú. Ég man árið sem ég fermdist,
þá skelltum við okkur til London í
verslunarferð. Við gengum okkur upp
að hnjám og aldrei kvartaðir þú þó að
fætur hafi verið orðnir bólgnir og sár-
ir. Þreyttist aldrei á að gera öðrum til
hæfis. Sama var að segja þegar ég átti
mitt fyrsta barn. Þú hugsaðir um
hana alveg eins og hún væri dóttir
þín.
Ári eftir að þú greindist með þann
sjúkdóm sem hefur haft yfirhöndina
flutti ég til Danmerkur. Það var erfið
ákvörðun en þú náðir þér vel og
komst oft til mín. Það var svo notalegt
að fá þig og ég hlakkaði alltaf til. Ég
man einn daginn þegar ég kom heim
úr vinnunni þá stóðst þú í litla eldhús-
inu mínu og steiktir heimsins bestu
kleinur. Þegar ég flutti heim fannst
þér gaman, þá varð allt eins og í
gamla daga. Ég kíkti í kaffi og við
ræddum málin. Við fórum í bíltúr, oft-
ast til barna eða systra þinna. Þegar
þið systur hittust var oft glatt á hjalla.
Þið hlóguð svo mikið og töluðuð svo
hátt að þök gátu næstum rifnað af
húsum. Einnig varstu mjög náin
bróður þínum sem við kvöddum fyrr á
árinu. Þér fannst athöfnin svo falleg
og ég veit að þú verður líka ánægð
með þína athöfn, hún verður falleg,
það er ekki annað hægt þegar svo
gott fólk kveður.
Þegar ég flutti aftur til útlanda
voru blendnar tilfinningar. En þú átt-
ir notalegar stundir hjá okkur, sast og
heklaðir sjöl og ég gaf þér drykk sem
við dreyptum á saman. Eitt sumarið
fórstu með okkur í sumarfrí til Suður-
Frakklands. Við rifjuðum það oft upp
og sérstaklega þegar við keyrðum til
Mónakó á sundfötunum einum sam-
an. Þú varst svo skemmtilegur ferða-
félagi.
Síðasta ferðin þín til útlanda var að
heimsækja mig eins og svo oft áður.
En þessi síðasta ferð þín var ekki
skemmtiferð, heldur afdrifarík ferð.
Upp frá þessum tíma varstu, elsku
mamma, mikið háð öðrum og það átt-
irðu ekki auðvelt með. Þá varstu
vinstrisinnuð eins og þú gantaðist svo
oft með. Þegar ég flutti til útlanda í
haust vissum við báðar í hvað stefndi
þú varst orðin svo máttfarin. Við vor-
um vanar að segja, við sjáumst bráð-
lega aftur en þegar ég kvaddi þig síð-
ast var kveðjustundin öðruvísi, það
var bara, hafðu það gott alltaf, alltaf.
Elsku pabbi, lífið heldur áfram hjá
okkur hinum. Þú hefur verið svo hug-
ulsamur og nærgætinn í öll þessi ár
sem mamma var veik. Við systkinin
höfum oft haft á orði að þú ættir me-
dalíu skilið og það áttu svo sannar-
lega. Ég veit að systkinin munu hugsa
vel um þig en ég held áfram að
hringja í þig og þú segir mér allt það
nýjasta úr fréttum.
Nú er komið að kveðjustund, elsku
mamma. Ég veit að þér líður vel núna
og ég veit líka að þú hlakkar til að
hitta mig, en það verður ekki strax.
Ég kveð þig með þeim orðum sem við
kvöddumst með síðast, hafðu það gott
alltaf, alltaf.
Þín dóttir
Berglind.
Meira: mbl.is/minningar
Fáir eiga það frekar skilið að ég
skrifi minningargrein eftir þá en
Margrét Jóhannsdóttir, tengdamóðir
mín og vinkona til margra ára. Ég
kynntist henni Möggu árið 1982 þeg-
ar ég var svo heppinn að kynnast
yngstu dóttur hennar. Magga tók
mér vel frá fyrstu stundu, þó hún
væri nú ekki alveg viss um kauða í
fyrstu, enda var mikið í húfi, hennar
yngsta barn og augasteinninn henn-
ar. „Svo lík mér“ sagði hún oft þegar
hún var að ræða um konu mína. Árin
liðu og hún tók mig í sátt og meira en
það, tók mig einhvern veginn að sér,
eins og svo marga aðra. Magga var
ein af þessum konum sem tóku þátt í
að byggja þetta land upp. Hún var af
þeirri kynslóð sem fluttist í bæinn úr
sveitinni sinni eftir stríðið. Þar kynnt-
ist hún ung manni sínum og hóf bú-
skap. Hún var gift í nærri heilan
mannsaldur og bjó í Njörvasundinu í
nærri sama tíma. Hún byggði upp
bæinn við Sundin eftir stríðið ásamt
fjölda annars alþýðufólks. Vinnusöm
og ánægð með sitt. Þau bjuggu vel í
stóru húsi, með stóran barnhóp, hún
var heimavinnandi og hann vann
langan vinnudag. Margrét var mikil
húsmóðir sem alltaf var með opið hús
fyrir gesti og gangandi. Kjörkuð var
hún, það verður ekki af henni skafið. Í
gegn um öll sín veikindi brá hún varla
svip og í mörg ár eftir að hún veiktist
af þeim sjúkdómi sem dró hana til
dauða hélt hún ferðalögum sínum
áfram til sólarstranda eða barna er-
lendis. Magga var fædd og uppalin á
fallegasta bæ landsins, Skriðufelli í
Þjórsárdal og því mikill fagurkeri.
Hún hafði skoðun á flestu og lét hana
ómælt í ljós. Við gátum setið og rætt
allt á milli himins og jarðar og hún gaf
ekki spönn eftir, enda ein af þessu
fólki sem fékk meira í vöggugjöf en
margur annar. Hún vissi það og oft sá
hún hluti sem við hin venjulega fólkið
sáum ekki. Hún las á fólk og sá at-
burði fyrir sem við gátum ekki séð, en
oftast reyndist dómgreind hennar
rétt. Eldskörp og skemmtileg. Það er
lýsingin sem ég gef tengdamóður
minni. Ég kynnist henni ekki fyrr en
hún var komin yfir miðjan aldur og
þekkti hana því ekki sem unga konu.
Mér var sagt að hún hafi verið mikil
lady, alltaf flott í tauinu. Hún hóf
snemma búskap og eignaðist sjö
börn, fimm dætur og tvo syni og á í
dag fjölda efnilegra afkomenda. Hún
hlúði vel að sínum og dætur hennar
og barnabörn sóttu mikið til hennar,
enda sterk kona. Missir þeirra er
mikill og stórt skarð er höggvið í stór-
fjölskylduna. Alla tíð stóð tengdafaðir
minn við hlið hennar eins og klettur.
Hann var hennar stoð og stytta í lífinu
og þegar lífskúnstnerinn Magga fór
offari þá brá hann tengdafaðir minn
ekki svip, sat bara og hugsaði sitt, en
alltaf til staðar til að passa upp á hana
Möggu sína. Fram að síðustu stundu
hjúkruðu þau börn hennar og maður
henni af ástúð og umhyggju og gættu
að því að hún fengi alla þá bestu
umönnum sem kostur var á. Að leið-
arlokum vil ég þakka góðri konu alla
umhyggjuna, skemmtilegheitin, kök-
urnar og kaffið. Ég sendi mínar inni-
legustu samúðarkveðjur til allra ást-
vina Margrétar.
Ólafur Sigurðsson.
Mér finnst mjög erfitt að átta mig á
því að sjá þig ekki aftur elsku amma
mín.
Þótt ég sé búin að hræðast þennan
dag lengi þá er þetta allt svo óraun-
verulegt.
Ég finn fyrir svo mikilli sorg og
tómarúmi sem aldrei á eftir að fyllast,
þó nema með góðum minningum sem
við áttum saman. Á sama tíma og ég
er glöð yfir að þú hafir fengið þína
hvíld sem þú þráðir, er ég líka reið
Guði fyrir að hafa tekið þig frá mér,
ömmu mína sem ég elskaði meira en
allt annað. Ömmu mína sem gaf mér
alla þá ást, tíma og athygli sem barn
hefur þörf fyrir.
Þegar að kveðjustund er komið fer
ég að hugsa um liðnu árin með þér
elsku amma mín. Bæði þegar ég var
lítil skotta og bjó hjá þér og öll árin
sem ég kom allar helgar að gista hjá
ykkur afa og þegar ég bjó hjá ykkur á
unglingsárunum mínum. Ég fæddist
ömmustelpa og mun ég alltaf vera
það, það verður aldrei tekið frá mér.
Þú ert það dýrmætasta sem ég hef átt
og allar þær stundir sem við áttum
eru mér ómetanlegar.
Eldhúsið þitt var ótrúlegt, þar var
eldaður heimsins besti ömmumatur.
Þú bakaðir bestu kleinur sem hægt er
að fá og fékk ég oft að flétta þær fyrir
þig. Þú varst alltaf í eldhúsinu þínu
með bláröndóttu svuntuna þína, ef
ekki að elda þá að baka eitthvað gott.
Ég man eins og það hafi verið í gær
þegar ég breytti stofunni þinni í fim-
leikasal og tónlistin glumdi um allt.
Ég var aldrei fyrir þér, þú varst alltaf
100% til staðar fyrir mig.
Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn
varstu svo dugleg að hjálpa mér,
hvort sem það var með uppeldi eða
uppskriftir að ömmumat. Oft komum
við í mat til þín og þá varstu með hann
á handleggnum allan tíman. Þú ert
fædd mamma og amma, þetta hlut-
verk fór þér vel og þú stóðst þig eins
og hetja í því hlutverki. Ég horfi oft á
sjálfa mig og tek eftir því hversu líkar
við erum og er ég stolt af því, enda
hafðir þú oft orð á því. Þú ert hetjan
mín og ég lít mikið upp til þín og mun
ég taka mér þig til fyrirmyndar svo
lengi sem ég lifi.
Það hefur verið erfitt fyrir mig að
vera langt í burtu frá þér en þú hefur
verið í huga mínum á hverjum degi og
það muntu vera alltaf. Þú átt meiri
hlutann af mínu hjarta og það breyt-
ist ekkert núna. Eins og ég hef sagt
þér þá eru ömmur englar í dulargervi
og þú ert minn engill.
Ást mín til þín er óendanleg, því
ekki ertu bara amma mín heldur líka
mamma mín. Mér finnst sárt að hafa
ekki náð að kveðja þig og segja þér
hversu mikilvægu hlutverki þú hefur
þjónað í mínu lífi, hversu mikið ég
elska þig, en ég veit að þú veist þetta
allt og ég veit að þú munt vaka yfir
mér og strákunum mínum.
Ég kveð þig, elsku amma, fallegi
engillinn minn með söknuð í hjarta og
vona að þér líði betur. Ég veit að
langamma og langafi hafa tekið vel á
móti þér og Bjössi frændi sem þér
þótti svo vænt um, „ég held nú það“
eins og þið Bjössi sögðuð og hlóguð í
kór.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín
Ásdís Gígja.
Núna ertu farin frá okkur á betri
stað. Guð mun taka vel á móti þér, en
samt munum við sakna þín voðalega
mikið. Þótt við sjáum þig ekki á með-
an við lifum á þessari jörð munt þú
alltaf geta séð og fylgst með okkur.
Við höfum elskað þig og munum alltaf
elska þig. Hvíldu í friði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þín ömmubörn,
Margrét Yrsa og Þórdís Salóme.
Það er sárt að kveðja ömmu. Það
verður samt ekki lengur umflúið.
Elsku amma var búin að vera veik svo
lengi. Aðeins harka hennar og ótrú-
legur lífsvilji hélt henni gangandi,
miklu lengur en allir bjuggust við.
Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum
vikum síðan að maður sá að neistinn
var að slokkna og hún var á leiðinni á
annan stað. Amma varð áttræð fyrir
tveimur og hálfu ári síðan og finnst
mér viðeigandi að birta hluta úr ræðu
sem ég hélt af því tilefni. Þar rifjaði ég
upp nokkur minningabrot og reyndi
m.a. að kasta ljósi á þessa einstöku
manneskju. Þess vegna fannst mér
viðeigandi, þegar ég fór að hugsa um
minningargrein þessa, að rifja upp
hluta ræðunnar og uppfæra eftir
þörfum.
Amma var bara 43 ára þegar ég
fæddist og því hef ég sem betur fer
fengið að njóta samvista við hana í
næstum 40 ár en hún hefur ávallt
staðið mér nærri og nánast verið mér
sem önnur mamma. Hún hefur um-
borið mig á ólíkum lífsskeiðum mín-
um og veitt mér ást, hlýju og skilning
og er ég rosalega þakklátur fyrir það.
En hvernig er amma Magga? Hvað
kemur upp í huga fólks í fjölskyldunni
þegar hana ber á góma? Ég fór aðeins
á stúfana: ,,Magga er klár kerling og
segir hlutina umbúðalaust.“ ,,Óvenju-
leg blanda af ótrúlegum orðaforða,
hlýju og væntumþykju.“ „Mjög mikil
matmóðir. Borða, borða! Troða í
mann!“ ,,Amma er skemmtileg, fynd-
in og býður alltaf upp á kleinur.“
Amma var mikill aðdáandi sjón-
varpsþáttarins 70 mínútur og hafði
hún sérstakt dálæti á Audda og
Sveppa. Ég man að hún kom mér á
bragðið með þá félaga og þær voru
nýstárlegar lýsingar hennar á blönd-
un ógeðsdrykkja og hinu og þessu
sem fram fór í þættinum. Oft sat mað-
ur í Þangbakkanum og horfði á þátt-
inn með ömmu en það var aldrei
skemmtilegra að horfa á þáttinn en
einmitt með henni.
Árið 2000 var ég með vikulegan
þátt á útvarpstöðinni FM 957 og fékk
þá hugmynd að fá ömmu til að vera
kvikmyndagagnrýnandi. Og það var
ekki að sökum að spyrja, hún tók það
að sér og stóð sig frábærlega. Henni
fannst Austin Powers m.a. vera ,,very
shagadelic.“
Amma hefur alltaf náð sérstöku
sambandi við tengdasyni sína og þeir
elska hana allir, bæði núverandi og
fyrrverandi. T.d. þegar maður hittir
einhverja gamla sénsa frá diskótíma-
bili Lindu og Hrafnhildar þá vilja þeir
ekkert ræða eða spyrja um þær held-
ur spyrja bara um ömmu. Þeir sakna
hennar allir mikið en eru greinilega
búnir að gleyma glimmerskvísunum.
Elsku amma mín, okkar góðu
stundir geymi ég með mér og þegar
ég hugsa um þær þá líður mér vel og
mér finnst eins og þú sért þá hjá mér.
Það er svo erfitt að kveðja þig, eina
hlýjustu og yndislegustu manneskju
sem ég hef kynnst. Mig langar ekki að
kveðja þig en ég veit að við munum
hittast aftur. Ég veit að þú fórst á
fyrsta farrými til himnaríkis og þar
ætla ég að hitta þig aftur. Það var allt-
af gott að ræða hlutina við þig og ég
ætla ávallt að hafa hugfast síðasta
ráðið sem þú gafst mér: ,,Maður á að
lifa lífinu lifandi.“ Elsku amma mín,
Guð blessi þig.
Sigurður Ragnarsson.
Margar hlýjar minningar skjótast
upp í hugann þegar hugsað er til
ömmu Margrétar, sem farin er frá
okkur. Amma Magga, eins og við köll-
uðum hana alltaf, var „ekta“ amma.
Hún var afar góð húsmóðir og gjaf-
mild með eindæmum. Oftar en ekki
bakaði hún heilu staflana af pönnu-
kökum sem hún fór létt með. Þegar
fjölskyldan kom saman voru alltaf
pönnukökur í boði sem hún hafði bak-
að því enginn gat hugsað sér veislu án
þeirra. Prjónaskapur var henni leikur
einn og var hún ekki lengi að setja
saman í hlý klæði handa börnum og
barnabörnum.
Það var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til ömmu og afa, og ekki
spillti fyrir að fá nýbakaðar kleinur og
flatkökur sem þau höfðu bakað í sam-
einingu. Á jóladag var hefð fyrir því
að stórfjölskyldan safnaðist saman
hjá ömmu og afa í Prestbakka í mat
og drykk og amma passaði alltaf upp
á að allir fengju eins mikið og þeir
gætu í sig látið og svo ábót á eftir.
Amma var alltaf boðin og búin að
passa okkur barnabörnin og það eru
ófáar minningarnar sem við eigum úr
Njörvasundinu, Helgalandinu og
Prestbakkanum þegar við fengum að
gista hjá ömmu Möggu og afa Sigga.
Amma Magga fylgdist afar vel með
því sem var að gerast og oft sagði hún
okkur það nýjasta sem var að gerast í
þjóðlífinu. Hún var ákveðin kona sem
lét skoðanir sínar berlega í ljós,
kjarnakona með bein í nefinu.
Þín verður sárt saknað, elsku
amma, en minningarnar um hlýjan
faðm þinn og ástúð lifa áfram með
okkur.
Þín barnabörn,
Margrét, Jóhann og Sigurður.
Þegar ég hugsa til Möggu frænku
minnar hrannast upp minningar um
góða og kærleiksríka konu. Það er af
svo ótal mörgu að taka, þú varst gest-
risin húsmóðir, gjafmildi þín var ein-
Margrét Jóhannsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birtist
valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur birt-
ing dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Minningargreinar