Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU þann 12. desember fjallaði ég almennt um starfslokasamninga sem hafa verið gerðir í Kópavogi og efaðist um réttmæti þeirra í tveimur tilfellum. Þar tel ég óeðlilega að verki staðið og hreinlega um dulbúnar og mjög svo óeðlilegar uppsagnir að ræða. Fleiri orð hafði ég ekki um ein- staka samninga eða innihald þeirra. Þessari grein minni svarar bæjarstjóri þann 15. desember og ásakar mig um trún- aðarbrot þar sem um- ræddir starfsloka- samningar hafi verið trúnaðarmál. Þar seg- ir bæjarstjóri jafn- framt að af virðingu fyrir lögunum og fyrrverandi starfs- mönnum bæjarins rökræði hann ekki starfslokasamninga við mig á opinberum vettvangi. Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru engin ákvæði um starfslokasamninga eða meðferð þeirra upplýsinga sem þeir hafa að geyma. Samt sem áð- ur hafa starfslokasamningar verið gerðir í gegnum árin af ríki og sveitarfélögum en eins og ég benti á í minni fyrri grein geta þeir samningar verið réttlætanlegir en um leið varhugaverðir því þeir geta hylmt yfir ólöglegum upp- sögnum starfsmanna í opinberu starfi. Starfslokasamningar í opinberri stjórnsýslu eru ekki trúnaðarmál, þeir eru opinbert skjal og inni- halda ekki viðkvæmar trúnaðar- upplýsingar. Til að upplýsa bæj- arstjóra Kópavogs vil ég benda honum á að Jóhanna Sigurð- ardóttir lagði fram fyrirspurn í nokkrum liðum til þáverandi for- sætisráðherra Davíðs Oddssonar árið 2002. Þar óskaði hún upp- lýsinga um þá starfs- lokasamninga sem voru gerðir á vegum ríkisins til þess tíma og sundurgreiningu á eðli- og ástæðum þeirra. Í svari til hennar upplýsti for- sætisráðherra um innihald þeirra samn- inga líkt og lög gera ráð fyrir og varð m.a. fréttaefni á þeim tíma. Árið 1994 svaraði forsætisráðherra fyrirspurn Svav- ars Gestssonar um starfsloka- samninga. Um einn samninginn sagði nákvæmlega: „Gerður var starfslokasamningur við fyrrver- andi skrifstofustjóra í forsæt- isráðuneyti er fól í sér að honum voru greidd biðlaun í 12 mánuði ásamt yfirvinnu frá 1. febrúar 1992. Að auki voru honum greidd- ar samtals 3.675 þús. kr. með fimm jafnháum greiðslum, en af þeim greiðslum var dregin staðgreiðsla tekjuskatts, 1.464 þús. kr.“ Ég fæ ekki séð að svar forsætis- ráðherra hefði getað verið öllu ít- arlega og nokkuð ljóst að það er ekki skilningur ríkisvaldsins að starfslokasamningar skuli vera trúnaðarmál. Enda er gegnsæi rauði þráðurinn í opinberri stjórn- sýslu og einungis mál er varða við- kvæmar persónlegar upplýsingar eða brýna hagsmuni sveitarfé- lagsins þannig bundin trúnaði. Starfsmenn opinberra stofnanna eiga heldur ekki að geta valsað um og gert starfslokasamninga að eig- in geðþótta og neitað svo að svara fyrir þá undir yfirskini trúnaðar! Undirrituð og bæjarstjóri Kópa- vogs getum því tjáð okkur um efni og innihald allra þeirra starfsloka- samninga sem hafa verið gerðir í Kópavogi án þess að eiga það á hættu að vera hneppt bak við lás og slá fyrir trúnaðarbrot í starfi! Trúnaður eða leynimakk? Guðríður Arnardóttir skrifar um gegnsæi í opinberri stjórnsýslu » Það þýðir ekki aðvalsa um og gera starfslokasamninga að eigin geðþótta og neita svo að svara fyrir þá undir yfirskini trún- aðar! Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HVAÐ er einkavæðing? Einkavæð- ing er endurtekning á gömlu þjóð- skipulagi misréttis, form þar sem sameiginlegar auðlindir þjóð- arinnar, atvinnurekstur, útflutn- ingsverðmæti, ágóði af fyrirtækjum og hlunnindi eru fjarlægð frá þjóð til einkaaðila sem síðan hirða afrakstur þjóðfélagsins og heita þá fjárfestar. Íslenskir fjárfestar enda sem furst- ar, einvaldar yfir landinu og skaffa lífskjör eftir eigin geðþótta. Við þessa yfirlýstu aðalstefnu Sjálfstæð- isflokksins og fleiri riðlast íslenskt þjóðfélag. Hér hafa nú þegar mynd- ast tvær þjóðir í landinu, örfáir fjár- festar með allt fjármagn lands- manna og stór hluti almennings með laun langt undir framfærslumörk- um. Varla þarf að ræða launamun- inn, hann er svo æpandi. Síðasta af- rek fjárfesta er tilraun til yfirtöku OR með vafasömum hætti og hvað er næst, kannski lífeyrissjóðir lands- manna? Nýjasta verk sjálfstæðismanna og fleiri er tillaga á þingi um að flytja afrakstur ÁTVR til hinna þurfandi fjárfesta og auka þar með áfeng- isvandann. Sú leið sem einkavæð- ingin skapar er leið haturs og óvild- ar sem ekki getur endað með öðru en uppgjöri milli þrælanna og þrælahaldaranna. Þannig hefur það verið í áranna rás. Einkavæðingin er fegruð og innprentuð í fólkið með öllum mögulegum ráðum í fjöl- miðlum sem reknir eru af fjárfest- unum. Til lengdar hefur almenn- ingur ekki staðist þann áróður og gefur þessu afdankaða samskipta- formi atkvæði sitt, kosningu eftir kosningu. Að einkavæða öll fyr- irtæki og arðbæran rekstur þjóð- arinnar er hreinlega stefna mis- skiptingar. Hvaða þjóð á Vesturlöndum gefur örfáum einstaklingum rétt til þess að selja aðgang að sameign lands- manna, t.d. fiskimiðunum, og eyði- leggja þar með atvinnu og eignir þúsunda? Hvaða þjóð svo gott sem gefur banka landsins, voru banka- menn fyrir tíma einkavæðingar fífl upp til hópa og kunnu ekki að reka banka? Hvaða þjóð rær að því öllum árum að selja sameiginlegar orku- veitur? Hvaða þjóð vinnur að því að einkavæða rigninguna? Hvaða þjóð vinnur að því að einkavæða heil- brigðiskerfið svo silkihúfur geti hirt stóran skammt sameiginlegs fram- lags borgaranna? Hvaða þjóð vinnur að því með öllum ráðum að einka- væða skólakerfi landsmanna svo það virki eingöngu fyrir yfirstéttina sem búið er að skapa? Hvaða þjóð leggur sig fram við að koma tilvonandi olíu- gróða til einkaaðila? Hvaða þjóð leggur alla áherslu á að halda laun- um mest áríðandi starfsfólks lands- ins undir framfærslumörkum? Og hver lýgur því að þegnunum að þjóðin sé rík þegar vitað er að mest- allur auðurinn er tekinn að láni eða hverjar eru skuldir heimilanna sem hækka nú daglega eða útgerð- arinnar eftir að greifarnir fóru með peningana? Að minnsta kosti eru ekki til peningar fyrir mannsæm- andi launum handa láglaunafólki og öryrkjum. Afleiðingar einkavæðingar eru hækkandi raf- og hitaverð, hækk- andi tryggingar, hækkandi síma- gjöld, hækkandi sjúkrakostnaður, hækkandi skólagjöld, hækkandi vextir, hækkandi húsnæðisverð. Hér er fátt nefnt um afleiðingar þeirrar stefnu sem ríkisstjórnir Íslands hafa verið að móta undanfarin ár. Vert er að gera sér grein fyrir því hvaðan upprunalegt fjármagn fjárfestanna er komið en það er m.a. tekið beint úr vasa almennings í formi álagn- ingar og ofgreiðslu á nauðsynjum. Líður okkur betur ef íslenskir fjár- festar vaða út um allan heim og kaupa þotur, banka, tískuverslanir, símafyrirtæki, knattspyrnulið og hvað eina sem hönd á festir? HJÁLMAR JÓNSSON, Hvannalundi 17, Garðabæ. Einkavæðing á Íslandi Frá Hjálmar Jónssyni ÁRIÐ 1957 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að full- gilda fyrir Íslands hönd samþykki nr.100 um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf sem gerð var á 34. þingi Alþjóða- vinnumálastofnunar- innar (ILO) í Genf 29. júní 1951. Fullgilding- arskjal Íslands var af- hent aðalforstjóra Al- þjóðavinnumálastofn- unarinnar hinn 17. febr- úar 1958. Svona hljóðar auglýs- ing um jöfn kjör karla og kvenna frá þessum tíma. Í hálfa öld hafa verið við lýði lög sem eiga að vernda kvennastörf fyr- ir þeirri niðurlægingu sem hafa viðgengist af hálfu vinnuveitenda. Það hlýtur öllum að vera ljóst að tími orða er liðinn og tími athafna er hafinn. Niðurlæginga- tímabili kvenna lokið. Það er krafa allrar verkalýðshreyfing- arinnar að störf kvenna verði lögð að jöfnu við störf karla. Konur eiga ekki að þurfa að greiða fyrir leiðréttinguna í kjarasamn- ingum, heldur verði endurskoðunin gerð með spurningu um hvernig kon- um verði bætt það brot sem unnið hefur verið gegn þeim. Huglægt mat hefur verið látið ráða verðmætamat- inu. Mat sem á fyrst og fremst rætur að rekja til þess uppeldis sem al- menningur hefur fengið í gegn um pólitískar vangaveltur hins karllæga samfélags. Umræðan um jafnrétti kynjanna til launa gengur oftast út á að laun innan sama fyrirtækis eða í sömu starfsstétt sé varin af lögunum. Það kemur hinsvegar í ljós þegar lögin um „jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna“ eru skoðuð að ekki er hægt að túlka lögin einungis á þennan hátt.. Í 14. gr. laganna kemur skýrt fram að konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Með launum í lögum þessum er átt við al- mennt endurgjald fyrir störf og hvers konar frekari þóknun, beina og óbeina, hvort heldur er með hlunninda- greiðslum eða með öðr- um hætti, sem atvinnu- rekandi greiðir starfsmanni sínum fyrir vinnu hans. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og að þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun feli ekki í sér kynjamismunun. Með kjörum í lögum þessum er, auk launa, átt við lífeyris-, orlofs- og veikindarétt og hvers konar önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár.“ Það er öllum ljóst að ríkið er einn vinnuveit- andi sama hvort verið er að ræða um iðnaðarstörf hjá stofnunum ríkisins, kennarastörf í framhaldsskólum, lög- gæslustörf, eða sjúkraliðastörf. Þessi störf heyra öll undir sama vinnuveit- anda, og eru hefðbundin karla- og kvennastörf. Mér er til efs hvort hjá nokkrum atvinnurekanda sé jafn augljós brotavilji og kemur í ljós hjá ríkisvaldinu, þegar þessi mál eru skoðuð. Hvar er jafnréttið? Árið 2001 átti sér stað mikil breyt- ing í kjarasamningum löggæslu- manna. Ekki var nema eitt ár liðið frá því að jafnréttislögin voru endur- skoðuð árið 2000 að ákveðið var að breyta lögum um löggæslumenn svo hægt væri að koma í kring umfangs- mestu mismunun sem átt hefur sér stað hjá sama vinnuveitanda. Það var í formi styttingar á starfsævi lög- gæslumanna þannig að þeir hefðu möguleika á að hætta störfum 65 ára án skerðinga á ævitekjum. Ég tel að flestir sem fylgdust með því sem þar fór fram hafi talið að lagt yrði af stað við að gera slíkt hið sama fyrir aðra er störfuðu hjá sama vinnuveitenda að minnsta kosti. Fyrir voru Flugumferðastjórar með samslags fyrirgreiðslu og fyrir skemmstu var fangavörðum veittur sami réttur. Steininn tók úr fyrir skemmstu, þegar dómsmálaráðherra sendi út tilskipun um að allir lög- reglumenn og yfirmenn lögreglunnar skildu fá 30.000 kr. hækkun á mán- aðarlaunum sínum. Meðan þessu fer fram sitja hefð- bundnar kvennastéttir sem starfa hjá sama atvinnurekanda við allt annað borð. Kvennastéttir sem sinna öllum grunnþörfum samfélagsins. Þar vil ég nefna sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, kennara, þroskaþjálfa, félagsliða o.fl. o.fl. Það er ótrúleg staðreynd sem við blasir þegar þessi mál eru skoðuð. Allar þær kvennastéttir sem upp voru taldar og sem ég leyfi mér að fullyrða að halda uppi allri samfélags- þjónustu þessa lands standa síðan frammi fyrir því að mikill skortur er á fólki í þessi störf. Skortur og und- irmönnun veldur enn frekari flótta úr störfunum. Heilbrigðis-, félags- og menntaþjónusta er í algjöru uppnámi á sama tíma og karlastéttum er hygl- að með auknum lífeyrisréttindum og betri launum en þær stéttir, sem samkvæmt íslenskri starfaflokkun – ÍSTARF95 – sem Hagstofa Íslands hefur gefið út og eiga að vera metnar ofar vegna náms, ábyrgðar og starfs- aðstöðu. Hvar er jafnréttið? Stærsti atvinnurekandi Íslands brýtur lög Kristín Á. Guðmundsdóttir fjallar um launajafnrétti kynjanna Kristín Á. Guðmundsdóttir » Það hlýturöllum að vera ljóst að tími orða er lið- inn og tími at- hafna er hafinn. Niðurlæginga- tímabili kvenna er lokið. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands og stjórnarmaður í BSRB. SÉRVERSLANIR eða mat- vöruverslanir. Karp á þingi. Ég sjálfur, áhugamaður um góð vín, nokkuð milli steins og sleggju. Þeg- ar svo er komið er ekki nema eitt til ráða. Rökræða við sjálfan sig. Á ég að líta á málið með hagsmuni sjálfs mín í huga eða horfa á al- mannaheill? Sem ábyrgur þjóð- félagsþegn hið síðarnefnda að sjálf- sögðu. Skemmtilegra þó að gæla við einkahagsmunina sem roskinn og ráðsettur lífsnautnamaður sem skiptir engu máli hvort löggin fæst í næstu búð eða bara í Ríkinu. Það er nóg pláss í búrinu og innan við 5 mín. keyrsla í Ríkið. Kannski fara sjónarmiðin nokkuð saman. Sérverslanir af öllu tagi reyna að hafa fjölbreytni í tegundum í sæmi- legu lagi þó ekki geti ég hrósað ÁTVR, svo oft sem ég hef orðið fyrir því að víntegund, sem ég hef tekið ástfóstri við hafi skyndilega verið tekin af markaði. Skýring: Sérvitringar mér líkir reyndust of fáir. Á hverju gætum við átt von hér á Selfossi? Nóatún, Bónus, Samkaup, N1 og hver veit hvað munu taka frá hillu- pláss undir bjórinn, rauðvínið, hvít- vínið, rósavínið, kampavínið, púrt- arann, sérríið og allt hitt, ótal tegundir frá Danmörku, Hollandi, Bretlandseyjum, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Suður- Afríku, Ástralíu, Chile, Bandaríkj- unum. Fjöldi víntegunda frá hverju landi. Eða hvað? Dettur nokkrum í hug að yfirfullar matvöruverslanir bjóði upp á nema það sem best selst? Niðurstaða: Vöruframboð mun að öllum líkindum stórminnka. En getum við þá ekki bara keypt það sem okkur langar í í Ríkinu? Ég held að engum detti í hug að vínbúð sem eingöngu selur sterk vín sé rekstrarhæf. Því muni sérverslun ríkisins með áfengi líða mjög snarlega undir lok og öll áfengissala fara inn í mat- vörubúðir. Annað er varla rökrétt. Hitt er svo annað, sem líta ber á. Ég sit hér á Selfossi með ÁTVR innan seilingar, sem fullnægir að mestu þörfum mínum. Og svo ég haldi áfram að hugsa um eigin þarfir og dveldi í vikutíma eða lengur í sumarbústað í minni gömlu sveit þá gæti farið svo að rauðvínið þryti. Að vísu ekki langt að Selfossi en þægilegt að skreppa að Flúðum eftir brjóstbirtunni hvað sem úrvalinu liði. Sennilega munu þeir vera býsna margir sem eiga allnokkru meir en hálftíma akstur í næstu vínbúð en einhvern veginn læðist sú hugsun að mér að það muni ekki vera ein- skær umhyggja fyrir hagsmunum dreifbýlisins sem fær Heimdallar- og Cocopuffs-liðið á þingi til að hafa forgöngu í að aðstoða fólk við ná sér í fáein alkóhól% í stað þess að kenna fólki að njóta góðra vína. SIGURFINNUR SIGURÐSSON Selfossi. Áfengisumræða austanfjalls Frá Sigurfinni Sigurðssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.