Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 43 HJÁLPSEMI fjölmargra fyrirtækja og félaga í mannúðarmálum og að- stoð þar sem á bjátar ekki síst fyrir þá sem minna mega sín eða sjúkdómar herja á er ótrúlega öflug án þess að mikið fari fyrir slíku í ræðu og riti. Þau mörgu félög og fyrirtæki sem leggja hönd á plóginn í þessum efnum eiga miklar þakkir skildar og eitt er víst að verk þeirra eru eins mikið í anda kærleikans og hugsast getur. Um allt land eru Lionsklúbbar, Kiwanisklúbbar, Oddfellowbræður, Frímúrarar, kvenfélög og marga konar félög sem hafa það á stefnu- skrá sinni að veita góðum málum lið- sinni, oft málum sem maður skyldi ætla að ættu fyrst og fremst að vera á færi hins opinbera, en einhverra hluta vegna hafa þau ekki notið for- gangs eins og það er kallað á embætt- ismáli. Fyrir nokkru voru kvennafangels- inu í Kópavogi færð ný rúm af bestu gerð, en rúm höfðu ekki verið end- urnýjuð þar í liðlega tvo áratugi, eða frá stofnun fangelsisins. Auðvitað vita allir hve mikils virði það er að hvílast í góðum rúmum, hvað þá fyrir fólk sem hefur verið svipt frelsi sínu sem þýðir gífurlegt álag á líkama og sál. Fyrirtækin og félögin sem stóðu að þessari rausnarlegu og þörfu gjöf voru Eggert og Pétur á Stokkseyri, Ræktunarsamband Skeiða og Flóa á Selfossi, kiwanisklúbbarnir Ölver í Þorlákshöfn, kvennaklúbburinn Sól- borg í Hafnarfirði, Keilir í Keflavík og Helgafell í Vestmannaeyjum. Þá gaf Grænn markaður blómvönd og blómavasa með hverju rúmi og RB rúm í Hafnarfirði veittu sérstök kjör, en rúmin frá Ragnari Björnssyni eru viðurkennd af alþjóðasamtökum bólstrara. Vistmenn kvennafangels- ins fögnuðu nýju rúmunum innilega og þeim er þetta ritar er kunnugt um að fólkinu líður mun betur. Það er mikils virði að láta fólki líða betur, hvar sem það er. Þökk sé velviljuðu fólki í félögum og fyrirtækjum lands- ins. ÁRNI JOHNSEN, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Kvennafangelsið naut hjálparstarfs félaga og fyrirtækja Frá Árna Johnsen HEILRÆÐI lásasmiðsins eftir El- ísabetu Jökulsdóttur er ekki saga um ást eða fallegt samband heldur sárlarlífið á bak við atburðarásina. Hinn innri faldi veruleiki verður ljóslifandi á hverri blaðsíðu. Herbergi sálarlífsins sem hafa ver- ið lokuð lengi opnast. Höfundur leggur upp í sjálfskoðun af sjaldséðri einlægni og átakanlegri ástríðu. Hugurinn talar án ritskoðunar, allt skoðað og allir möguleikar rannsak- aðir. Við lestur bókarinnar er óhjá- kvæmilegt að líta á sjálfa sig og lífið út frá víðara samhengi. Einstaklingurinn í nærsýn er töfr- um líkur, er veröld sem virðist án enda ef við skoðum bara dýpra. Sagan er líka um barnæskuna, litlu stelpuna sem er að reyna að skilja heim fullorðinna. Pabbastelpu með stóra hjartað sem alltaf slær til hans og þau skynja þar sem heimar þeirrra mætast. Dásamleg ástarsaga dóttur til föð- ur sem aldrei var til staðar í lifandi lífi en samt eru þau órjúfanleg heild, tilfinningarnar svo stórbrotnar að orðin eru máttlaus verkfæri en í stað- inn er það andinn sem svífur yfir þessari bók sem gefur þér visku til að skilja meira. Ekki bókstafir einir en líf, þú finn- ur lífið kvikna í lestri þessarar bókar sem snertir við öllum og öllu því hún hefur að geyma það sem við hugsum en ekki segjum. ÁSLAUG EINARSDÓTTIR, Boðagranda 7, Reykjavík. Skiptu um lás Frá Áslaugu Einarsdóttur ÞAÐ eru á vissan hátt forréttindi að starfa á bókasafni. Þar bíða bæk- urnar í löngum röðum eftir okkur les- endum eins og vel agaðir þjónar sem eru tilbúnir hvenær sem er, hvar sem er og hvernig sem er að þjónusta okk- ur. Á vegi mínum nýverið varð ritið Virðing og umhyggja: ákall 21. aldar eftir Sigrúnu Aðalbjarnardóttur, pró- fessor í uppeldis- og mennt- unarfræðum við Háskóla Íslands. Á bakhlið ritsins sem er vel á sjötta hundrað síður eru tilvitnanir í um- mæli tveggja nafnkunnra ein- staklinga, Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta, og dr. Wolfgang Edelstein prófessor. Kveður Vigdís bókina vera leiðarljós að uppeldi og virðingu fyrir öðrum sem er auðvitað besta veganestið til að njóta frelsis og jafnréttis í samfélaginu. Wolfgang Edelstein telur bókina vera frábæra leiðsögn um þroskaleitina á lífsleið- inni, menntunarfræði í anda lýðræðis. Sjaldan hefi ég rýnt í jafn efn- ismikla, læsilega og aðgengilega bók eftir háskólaprófessor. Flest íslenskt alþýðufólk fær gæsahúð að lesa ít- arlega texta eftir sprenglærða há- skólakennara en hér er öðru nær. Sigrún setur fram mál sitt á mjög skýran og hnitmiðaðan hátt. Textinn er alþýðlegur svo venjulegur lesandi á hvorki að hnjóta um framandi orð og hugtök né skrúfaðan texta eins og oft vill brenna við. Sigrún spyr gjarn- an spurninga og svörin eru byggð á svo miklum og fjölbreyttum fróðleik að ekki leiðist þeim sem les. Hvaða kostum þarf góður kennari að vera búinn? Hvað segja foreldrar? Og hvað segja nemendur? Og ekki síst kennararnir – hvað hafa þeir til málanna að leggja? Fjallað er um lífs- gildin, virðinguna, umhyggjuna og lýðræðið svo eitthvað sé nefnt. Þá er víða vikið að mismunandi kennsluað- ferðum, sjálfsmati og öðrum kennslu- fræðilegum þáttum. Frábærar tilvitnanir í þekktar per- sónur á borð við Nelson Mandela krydda bókina. „Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það ann- ast börnin sín.“ Verður vart komist lengra í að minna stjórnvöld á hve menntun og uppeldi er mikilsverð í samfélaginu. Wolfgang Edelstein telur bók Sig- rúnar eiga að vera skyldulesningu fyrir alla sem starfa að uppeldis- og menntunarmálum. Má eindregið taka undir þau orð en einnig má hvetja fleiri, t.d. þá sem starfa við fjöl- miðlum, stjórnmál og upplýsing- armál, að lesa þessa góðu bók og til- einka sér boðskap hennar. GUÐJÓN JENSSON bókasafnsfræðingur. Frábær bók Frá Guðjóni Jenssyni: Mjög falleg nýstandsett 99 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Stæði í bílageymslu fylgir. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, sjónvarpshol og þrjú herbergi. Tvennar svalir. Sjávarútsýni. Laus strax. Magnea fasteignasali sýnir íbúðina s: 861-8511. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Keilugrandi – laus strax M bl 9 51 81 9 Nýr grunnskóli í Færeyjum Bæjarstjórn Tórshavnar býður upp á hæfnismat í sambandi við tilboð sem aðalverktaki byggingar nýs grunnskóla á Hamrinum á Argjum. Byggingarfyrirkomulagið er samvinnufyrir- komulag. Upplýsingar í sambandi við byggingaráætlunina og tilboðs- fyrirkomulagið Bygginagaraðili Bæjarstjórn Tórshavnar Vaglið · Postsmoga 32 FO-110 Tórshavn Byggingaráætlun Bæjarstjórn Tórshavnar hefur samþykkt byggingu nýs grunnskóla á Hamrinum á Argjum. Í skólanum verða tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi 1.-9. bekkjar auk skólavistunar fyrir nemendur fyrsta og annars bekkjar. Nemendafjöldin er um það bil 500. Stærð hins nýja skólahúss er 6.400 m² og fyrsti hluti byggingarinnar, sem er um það bil 1200 m², verður tekinn í notkun 1. júlí 2009. Byggingu alls skólans skal vera lokið 1. júlí 2010. Tilboðsfyrirkomulag Eftir fyrrnefnt hæfnismat, verður þeim fyrir- tækjum, er hæf teljast, boðið að gera tilboð í framkvæmd byggingarinnar. Þrjú til fimm fyrirtæki fá tækifæri til að gefa endanlegt tilboð. Tilboðin eiga að vera samkvæmt tillögu um heildarbyggingaráætlun. Verktakinn mun síðan taka þátt í endanlegri áætlanargerð í samvinnu við aðra aðila. Umsóknin skal berast Bæjarstjórn Tórshavnar ekki síðar en 14. janúar 2008. Umókninni eiga að fylgja upplýsingar um verktakafyrirtækið, svo hægt sé að meta um fjárhagslega og tæknilega hæfni. 1. Upplýsingar um fyrirkomulag og tilhögun fyrirtækisins, þar á meðal mögulegt samband fyritækisins við önnur og stærri fyrirtæki. 2. Reynsla í sambandi við svipaðar framkvæmdir 3. Vottorð um árlegan meðalfjölda starfsfólks fyrirtækisins. 4. Ferill starfsmanna, er hafa mest að segja í sambandi við framkvæmdina. 5. Upplýsingar um gæða-, öryggis og umhver fisþætti fyrirtækisins. 6. Upplýsingar um eignir og fjárhagsafkomu fyrirtækisins ásamt vottorði um heildarveltuna síðastu þrjú árin. 7. Vottorð, er sýnir, að um sé að ræða traust og heiðarlegt fyrirtæki. Sé svo, að fyrirtækið fái önnur fyrirtæki að sinna hluta verkefnisins eða öllu verkefninu, er nauð- synlegt að skila sams konar upplýsingum um þau. Umsækjendaval Hagkvæmasta tilboðinu verður tekið. Tilboðstilhögun Tilboðsefnið verður sent út 28. janúar 2008. Aðrar upplýsingar Verkefnið verður boðið út á Norðurlöndum. Öll skjöl, nöfn og útskýringar eru á færeysku, og öll framkvæmdin hefur færeyska löggjöf og færeyskt réttarkerfi sem grundvöll. Hægt er að beina spurningum til Eivinds Dan- ielsen, er sér um heildarskipulag framkvæmdar- innar, sími. +298 21 40 37, netfang: eivind@torshavn.fo Bæjarstjórn Tórshavnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.