Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 26
|fimmtudagur|20. 12. 2007| mbl.is daglegtlíf Hollt mataræði og hreyfing skiptir ekki minna máli fyrir heilsufar gæludýranna en okkar mannfólksins. »28 gæludýr Þeir sem vilja upplifa hvít jól þetta árið gætu þurft að leggja land undir fót og þá er gott að vita hvert skal halda. »31 ferðalög Verðmunurinn á jólasteikinni og grænu baununum getur reynst umtalsverður eins og fram kemur í verðkönnun ASÍ. »32 verðkönnun Það er ekki hægt að segja ann- að en að hús Dominic Luberto í Boston sé ævintýralegt ásýnd- ar um jólin. »30 aðventan Fjöldi matreiðslubóka kom út fyrir jólin og gefa þær bestu að mati Árna Matthíassonar inn- sýn í annan heim. »29 matur Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Lítill afrískur drengur ávon á glaðningi í dag.Blase, sem býr í SOS-þorpi í Afríkuríkinu Búr- úndí, er búinn að missa báða for- eldra sína en krakkarnir á leik- skólanum Síðuseli á Akureyri hafa nýverið gerst styrktaraðilar hans. Það fjármagna þeir með því að safna saman peningum í bauk sem alla jafna liggur í fataherbergjum leikskólans. Peningarnir sem í hann koma eiga að duga fyrir styrknum og í dag ætla krakkarnir á Síðuseli að rölta með baukinn í bankann með leikskólakennar- anum sínum Guðrúnu Hafdísi Óð- insdóttur og borga fyrsta gíróseð- ilinn. Blase litli er þó ekki sá eini sem fær að njóta góðs af verkum, sem tengjast Síðuseli því í gær fengu Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, afhenta peningagjöf að upphæð tvö hundruð þúsund krónur. Upp- hæðin er afrakstur sölu kennslu- efnisins „Lífsleikni í leikskóla“ sem leikskólakennarar við leik- skólana Síðusel, Krógaból og Sunnuból á Akureyri hafa unnið og gefið út. Gáfu efnið út sjálfar Árið 2001 byrjuðu þessir þrír leikskólar í Síðuhverfi að vinna að þriggja ára þróunarverkefni í leik- skólunum sem lauk vorið 2004. Haustið 2006 leit svo dagsins ljós afrakstur þessarar vinnu í formi kennsluefnis sem síðan hefur átt miklum vinsældum að fagna. Leikskólar víða um land hafa falast eftir þessu nýja kennsluefni til kaups auk þess sem Guðrún Hafdís, sem er aðstoðarleik- skólastjóri og verkefnisstjóri í Síðuseli, hefur fylgt efninu eftir með því að halda námskeið í inn- leiðingu kennsluefnisins. „Stað- reyndin er sú að þrátt fyrir að leikskólinn hafi verið skilgreindur sem fyrsta skólastigið hér á landi síðan árið 1994 er engin stofnun í landinu sem hefur skyldum að gegna við útgáfu kennsluefnis fyrir leikskóla,“ segir hún. „Við rákum okkur fljótt á að annaðhvort yrði efnið ekki gefið út eða við gerðum það sjálfar þó að upphaflega hug- myndin hefði verið að eiga höfund- arréttinn en selja útgáfuréttinn.“ Hún segir að aðallega hafi ríku- legur styrk frá Kristnihátíðarsjóði gert þessa útgáfu mögulega. „Nú, eftir að hafa selt kennsluefni og námskeið, eigum við í handrað- anum fjárhæð, sem við viljum gjarnan láta renna til þeirra sem á þurfa að halda. Við höfum valið Hetjurnar til að veita gjöfinni við- töku enda höfum við heyrt af gróskumiklu starfi þessa fé- lagsskapar og efumst ekki um að þessi gjöf muni nýtast vel.“ Leikskólakennararnir, sem unnu að verkefninu, höfðu í upphafi einkum hug á að kanna hvort skipuleg siðferðisumræða með leikskólabörnum hefði áhrif á aga í leikskólastarfi. Þóttu hugmyndir þeirra falla einkar vel að lífsleikni í aðalnámskrá leikskóla frá árinu 1999. Efla siðferðisvitund Markmiðið með efninu er að efla siðferðisvitund barna og fullorð- inna í gegnum vinnu með dygðir í þeim tilgangi að verða bæði góð og fróð manneskja. Unnið hefur verið með tólf dygðir sem eru vinsemd, virðing, hófsemi, glaðværð, hug- rekki, hjálpsemi, þolinmæði, sköpunargleði, kurteisi, áreið- anleiki, samkennd og ábyrgð. Önn- ur markmið eru að auka virðingu fullorðinna fyrir tilfinningum barna, efla samkennd barna og kenna muninn á réttu og röngu og samhengisins milli orsaka og af- leiðinga. Að sögn Guðrúnar Hafdísar er mikilvægt að verkefnið sé samstarf heimilis og leikskóla því þannig megi ná betri árangri við að móta viðhorf, hegðun og siðferðisþroska barnanna. Foreldrar fá senda svo- kallaða dygðavísa, sem þeir geta notfært sér heima með börnunum. „Lífsleikninám fer ekki bara fram milli klukkan átta og fjögur á dag- inn heldur á það að vera viðvar- andi nám allan sólarhringinn,“ seg- ir Guðrún Hafdís. Að lokum bætir hún við að töluverð tengsl séu nú á milli leikskólabarnanna og ellilíf- eyrisþega á dvalarheimilinu Hlíf sem bralli margt saman. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Styrktarbörn Guðrún Hafdís Óðinsdóttir leikskólakennari á Síðuskóli og verkefnisstjóri lífsleikniverkefnisins er hér umvafin leikskólabörnum sem í dag halda í bankann til að styrkja afríska drenginn Blase. Dansað við dygðirnar tólf Með kubbana Ísak Logi, 3 ára, á Síðuseli stoltur með kubbaspjaldið sitt. Íbygginn Birgir Bragi, 3 ára , virðir ljósmyndarann fyrir sér. Lífsleikni í leikskóla Lífsleikniverkefni þriggja leikskóla á Akureyri fær- ir Hetjunum 200.000 kr. að gjöf. F.v. leikskólastjórarnir Arna R. Árnadótt- ir Krógabóli, Kristín Sigurðardóttir Sunnubóli og Snjólaug Pálsdóttir, Síðuseli, Guðrún Hafdís Óðinsdóttir verkefnisstjóri, Sveina Pálsdóttir, for- maður Hetjanna og Lovísa Jónsdóttir frá Hetjunum. Lífsleikninám fer ekki bara fram milli klukkan átta og fjögur á daginn heldur á það að vera viðvarandi nám allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.