Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Seoul. AP, AFP. | Fyrrverandi forstjóri stórfyrir- tækisins Hyundai, Lee Myung-bak, sem hefur verið kallaður „Jarðýtan“, malaði keppinauta sína í forsetakosningum í Suður-Kóreu í gær. Lee, sem er einnig fyrrverandi borgarstjóri Seoul, sigraði þrátt fyrir ásakanir um að hann væri viðriðinn ólöglegt hlutabréfabrask. Hann er íhaldsmaður og með sigrinum batt hann enda á tíu ára valdatíma frjálslyndra forseta. Fráfarandi for- seti, Roh Moo-hyun, hefur átt undir högg að sækja, einkum vegna ásakana um að hafa glutrað niður örum hagvexti í landinu. Lofar auknum hagvexti Búist er við að Lee beiti sér fyrir nánara sam- starfi við bandarísk stjórnvöld og taki harðari af- stöðu til kommúnistastjórnarinnar í Norður-Kór- eu en stjórn Roh sem hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki sett nein skilyrði fyrir stórfelldri að- stoð við Norður-Kóreu. Lee kveðst ætla að bjóða Norður-Kóreumönnum mikla aðstoð en gegn ströngum skilmálum um kjarnorkuafvopnun. Lee fékk 48,7% atkvæðanna og helsti keppi- nautur hans, Chung Dong-young, forsetaefni frjálslynda stjórnarflokksins Sameinaða nýja lýð- ræðisflokksins, fékk 26,7% fylgi. Er þetta mesti munur í forsetakosningum í Suður-Kóreu og kjör- sóknin var minni en nokkru sinni fyrr, um 63%. Stjórnmálaskýrendur sögðu að svo virtist sem kjósendurnir væru svo áfjáðir í breytingar að þeir væru tilbúnir til að líta framhjá ásökunum um sið- ferðilegar yfirsjónir Lee. Skömmu fyrir kosningarnar samþykkti þingið að óháðum lögmanni yrði falið að rannsaka meint hlutabréfamisferli Lee. Rannsókninni á að ljúka áður en forsetinn sver embættiseiðinn 25. febrúar. Lee neitar því að hann sé viðriðinn misferli og kveðst ætla að víkja verði hann fundinn sekur. Lee hefur heitið því að auka hagvöxtinn í 7%, tvöfalda þjóðartekjurnar á hvern landsmann og gera Suður-Kóreu að einu af sjö stærstu hagkerf- um heims. Fyrrverandi viðskiptajöfur kjörinn forseti S-Kóreu AP Sigurvegarinn Lee Myung-bak fagnar sigri með eiginkonu sinni, Kim Soon-ok, í Seoul í gær. Búist er við að hann setji strangari skilyrði fyrir aðstoð við Norður-Kóreu HIÐ fegursta vetrarveður er nú víða í Evrópu, heið- skírt og stillt og tilvalið til alls konar útivistar eins og til dæmis hér í Svartaskógi í Suður-Þýskalandi. Er víða spáð hvítum jólum og ástæðan er víðáttumikil, kyrr- stæð hæð yfir Vestur-Evrópu. Önnur afleiðing þessarar miklu hæðar er svo veðurfarið hér á Fróni en hæðin beinir öllum lægðunum beint yfir landið með tilheyr- andi stórviðrum og miklum vatnsgangi. Virðist ekki mikil von um, að úr rætist alveg á næstunni, en þó er ekki alveg loku fyrir það skotið, að hér geti gránað í rót um það leyti sem jólahátíðin gengur í garð. Það mun væntanlega skýrast á næstu dögum. AP Vetraryndi í Svartaskógi SAMSKIPTI Rússa og Breta verða æ stirðari vegna ýmissa deilumála, ekki síst vegna eiturmorðsins á rúss- neska andófsmanninum Alexander Lítvínenkó í London í júlí. Margir gruna flugumenn rússneskra ráða- manna um verkið. Nýlega bönnuðu Rússar menningarsamtökunum British Council að starfa í landinu og nú hafa þeir dregið til baka boð um að senda fræg málverk á sýningu í Konunglegu akademíunni. Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, hefur viðurkennt að bannið við starfsemi British Council sé svar við því að Bretar ráku úr landi fjóra diplómata Rússa vegna Lítvínenkó-málsins. Um er að ræða sýningu á rösklega 100 rússneskum og frönskum verk- um sem átti að opna í lok janúar 2008, að sögn vefsíðu breska blaðsins Guardian. Verkin eru nú á sýningu í Þýskalandi en áttu að fara þaðan til London. Yfirmaður Púskín-safnsins í Moskvu, Írína Antonova, sagði að verkin, sem eru frá fjórum rúss- neskum söfnum, yrðu næst send heimleiðis. Ástæðan væri ótti um að þeim yrði ekki skilað aftur til Rúss- lands vegna lagaþrætu um eign- arhaldið. Mörg verkanna voru eitt sinn í eigu Sergeis Sjúkíns, þekkts safnara á keisaratímanum. Afkomendur hans á Vesturlöndum hafa nokkrum sinnum lagt fram árangurslausar kröfur um að fá aftur málverkin en kommúnistar lögðu hald á þau 1917. Bretar segja algerlega öruggt að þeim verði skilað en Antonova segir þá ekki geta tryggt að svo verði. Samskipti Rússa og Breta aftur í hnút Hætta við að lána málverk AP Aflýst? Vegfarendur við auglýsingaspjald Konunglegu akademíunnar í London þar sem minnt er á sýningu verkanna frá Rússlandi. EKKI er annað að sjá en að Hillary Clinton hafi endurheimt það forskot, sem hún hafði á Barack Obama með- al demókrata í New Hampshire en fyrir aðeins nokkrum dögum virtust þau standa þar jafnfætis. Í nýrri CNN/WMUR-könnun fær Clinton 38% en Obama 26%, mun- urinn er 12 prósentustig. John Ed- wards er þriðji með 14% en aðrir eru með innan við 10%. Í könnun Wash- ington Post kemur aftur fram, að Obama hefur forystuna í Iowa, með 33% á móti 29% hjá Clinton. Meðal repúblikana er Mitt Romn- ey, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, með 34%, John McCain með 22% og Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, með 16%. Mike Huckabee er fjórði með 10%. Athygli vekur, að 74% repúblik- ana og 65% demókrata í ríkinu hafa ekki gert upp hug sinn enn og segj- ast margir þeirra síðarnefndu ætla að bíða eftir niðurstöðunum í Iowa en þar verða fyrstu forkosningarnar 3. janúar. Í New Hampshire verða þær 8. janúar. Clinton sækir í sig veðrið Hefur nú 12 stiga forskot á Obama í New Hampshire Sameinuðu þjóðirnar. AFP. | Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að leysa pattstöðuna í deilunni um Kosovo í gær. Fulltrúar Banda- ríkjanna og landa Evrópusam- bandsins sögðu í gærkvöldi að frek- ari viðræður milli leiðtoga Serbíu og Kosovo-Albana væru tilgangs- lausar. Öryggisráðið kom saman fyrir luktum dyrum til að ræða deiluna um framtíð Kosovo og hlýða á ávörp Vojislavs Kostunica, forsætisráð- herra Serbíu, og Fatmirs Sejdiu, forseta Kosovo. Þetta var fyrsti fundur öryggisráðsins um málið frá því að fjögurra mánaða viðræðum leiðtoga albanska meirihlutans í Kosovo og Serbíustjórnar lauk án samkomulags 10. þessa mánaðar. „Ósættanleg“ sjónarmið Johan Verbeke, sendiherra Belg- íu, sem talaði fyrir hönd vestrænu ríkjanna í öryggisráðinu eftir fund- inn í gær, sagði málflutning leiðtoga Serbíu og Kosovo-Albana staðfesta að sjónarmið þeirra væru „ósætt- anleg“. Sendiherra Rússlands kvaðst vera ósammála því mati vestrænu ríkjanna að ógjörningur væri að leysa deiluna með frekari samn- ingaviðræðum. Búist er við að Kosovo-Albanar lýsi yfir sjálfstæði en Serbar og Rússar segja að það myndi vera brot á ályktun öryggisráðsins. Segja við- ræður til einskis Vestræn ríki telja útséð um sátt í Kosovo-deilunni RANNSÓKNIR, sem fram hafa farið í Kanada, sýna, að reykurinn af kannbisefnum, hassi og maríjúana, er miklu hættulegri heilsunni en tób- aksreykurinn. Sem dæmi má nefna, að í kannabis er 20 sinnum meira af ammóníaki en í tóbaki en það getur valdið krabbameini. Frá rannsókninni er sagt í tíma- ritinu New Scientist og þar kemur meðal annars fram, að í kannabis er fimm sinnum meira af blásýrusalti og köfnunarefnisoxíðum en í tóbaki en þessi efni eru mjög skaðleg hjarta og lungum. Í tóbaki er aftur meira af efnum, sem geta valdið ófrjósemi. Dr. Richard Russel, sérfræðingur við Windsor-brjóstmeinamiðstöðina, segir, að í umræðum um kannabis- efni gleymist oft hve hættuleg þau er heilsunni. Kannabis hættulegt ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.