Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 23
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
STÆRSTA hesthúsahverfi landsins
og eina reiðhöllin með löglegan
keppnisvöll mun í náinni framtíð
rísa við Kjóavelli, á mörkum Garða-
bæjar og Kópavogs. Gustarar gera
ráð fyrir að hefja flutninga á svæðið
um áramótin 2008 þegar þeir þurfa
að rýma núverandi svæði sitt á
Glaðheimum.
„Þetta er að fara af stað núna og
við förum að sjá fyrir endann á
þessu öllu saman,“ segir Bjarnleifur
Bjarnleifsson, formaður hesta-
mannafélagsins Gusts. „Gustur mun
flytja þarna upp eftir af gamla
staðnum og væntanlega mun flutn-
ingnum verða lokið um önnur ára-
mót,“ segir hann.
Reiðmennsku á Íslandi
mjög til framdráttar
Hesthúsabyggingar sem rísa
munu í fyrsta áfanga verða þá til-
búnar en reiknað er með að lokið
verði við stóru mannvirkin 2009-
2010. „Samhliða annarri uppbygg-
ingu munu stóru húsin rísa. Þarna
verða vellir og stærsta reiðhöll á Ís-
landi, sem rúmar löglegan keppn-
isvöll innanhúss,“ segir Bjarnleifur.
Aðrar reiðhallir á landinu segir
hann ekki löglegar til keppni og
þetta verði reiðmennsku á Íslandi
mjög til framdráttar. „Áætlað er að
þarna verði sæti fyrir 2.000 manns,
sem þekkist ekki, og ef allt tekst vel
verður þarna einfaldlega flottasta
aðstaða fyrir hestamenn á Íslandi
og þó víðar væri leitað, satt best að
segja.“
Á Kjóavöllum verða hesthús fyrir
4.000-4.500 hesta, að sögn Bjarn-
leifs. „Við í Gusti erum að fara
þarna með liðlega 1.200 hesta.
Hestamannafélagið á svæðinu, And-
vari, er með um 1.000 hesta,“ segir
hann.
Bjarnleifur segir verkefnið gríð-
arstórt og mikið. „Vonandi náum við
að úthluta lóðum fljótlega, það er
verið að vinna að þessu hörðum
höndum. Þetta er bara stórt og mik-
ið mál en vonandi er bara léttari
hjallinn eftir,“ segir Bjarnleifur og
er bjartsýnn.
Býst við sameiningu hesta-
mannafélaganna í kjölfarið
Kjóavellir eru við Heimsenda og í
kring er íbúðarbyggð á tvo vegu.
Sunnan við vellina er Heiðmörk og
því örstutt í þær reiðleiðir sem þar
eru. „Fyrir okkur hestamenn er
þetta auðvitað spurning um stað-
setningu því byggðin þenst alltaf út.
Stóra málið fyrir okkur er að
tryggja þær reiðleiðir sem við þurf-
um á að halda til að komast út í
óbyggðirnar, að þær verði með þeim
hætti að þó að það sé byggt í kring
trufli það ekki,“ segir Bjarnleifur.
Hann segir að nú sé unnið að því
að þetta tvennt geti farið saman.
Bjarnleifur segir eftirspurnina
eftir lóðum í nýja hesthúsahverfinu
hafa verið mjög mikla. „Við eigum
eftir að vinna úr umsóknunum og
það er bara úthlutunarnefnd í því,“
segir hann. „Það er líka mikil eft-
irvænting eftir því að byrja á þessu
og ég held að þarna geti orðið rosa-
lega gott svæði,“ segir hann og bæt-
ir því við að hann búist við að í fram-
haldinu muni hestamannafélögin á
svæðinu sameinast. „Þannig að það
verði tvö sveitarfélög sem koma að
verkefninu. Ég segi í það minnsta í
dag: það er ekki spurning um hvort
heldur hvenær.“
Bjarnleifur segist vona að fram-
kvæmdir hefjist fljótlega upp úr
áramótum.
Stærsta hest-
húsahverfið og
keppnishöllin
Morgunblaðið/Golli
Áður sveit – nú borg Byggðin þenst út og nú er hesthúsasvæði Gusts í Kópavogi í miðri íbúðarbyggð.
!
"#
$%&%'(
'()
*+)%,,
-%,.,
! "
# "
$%# "
#
& "
#
Mikil uppbygging við Kjóavelli
Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson.
Komin er út bókin Í fyrsta kasti
eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina
Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson.
Jólagjöf stangveiðimannsins
Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti-
legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga
ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum
helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland.
Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu
bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990
krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur.
Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að
Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is.
M
bl
94
06
02
„Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi
upplýsingum um veiðiár- og vötn.“
Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn