Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 33
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 33 Bjúgnakrækir er hár og grannur. Hann er sann-kallaður loftfimleikamaður, klifrar eftir pylsunum alveg upp á háaloft, ef þess þarf. Bjúgnakrækir er ansi liðugur og næstum því eins sveigjanlegur og pylsa. Ó, honum finnst vínarpylsurnar svo góðar og ekki síður kindabjúgun. Sama hvar bjúgun eru geymd, í ísskápnum, reykhúsinu eða búrinu – þann 20. desember eru engin bjúgu örugg fyrir honum. Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Bjúgnakrækir – 20. desember Það vekur óneitanlega athygli að fé- lag í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði skuli hafa keypt húseignirnar þar sem Norðlenska er til húsa á Oddeyrinni. Fyrirtækin eru tvö þau stærstu í kjötvinnslu á landinu og orðrómur fór auðvitað strax af stað í gær um að þau yrðu e.t.v. sameinuð. Svoleið- is nokkuð, eða einhvers konar sam- starf, er allsendis óvíst en líklegast er talið að bræðurnir líti á kaupin sem góða fjárfestingu; að þeir hafi rýnt dálítið inn í framtíðina og gert sér í hugarlund að þá verði ekki lengur atvinnustarfsemi neðst á Eyrinni heldur glæsileg íbúðabyggð eins og oft hefur verið talað um.    Björgólfur Jóhannsson formaður LÍÚ skrifaði undir samning við Há- skólann á Akureyri í vikunni, en LÍÚ leggur skólanum til alls 45 milljónir króna næstu þrjú ár til þess að efla menntun og rannsóknir í sjávarútvegsfræðum. Þetta var eitt síðasta embættisverk Björgólfs sem formanns LÍÚ og hann sagði það ánægjulegt fyrir sig, norðanmann- inn, að undirrita samning sem þenn- an við Háskólann á Akureyri.    Björgólfur var álíka reffilegur í ræðustóli og þegar hann stóð í marki knattspyrnuliðs Magna á Grenivík í gamla daga. Og hann sló á létta strengi í ræðunni: „Ég vona að fram- kvæmdastjórinn sé búinn að leggja inn á reikning Háskólans. Það stendur í samningnum að greiða eigi við undirritun og ég er ekki með ávísun. Hún væri líka örugglega inn- stæðulaus…“    Hjörleifur Hallgríms kom færandi hendi til Mæðrastyrksnefndar Ak- ureyrar. Afhenti þar 100 buxur í barnastærðum, buxur sem hann fékk fyrirtækið 66° Norður til þess að gefa. Konurnar í Mæðrastyrks- nefnd lýstu yfir mikilli ánægju með gjöfina.    Sérstök barnastund hefur verið daglega í verslun Eymundsson í Hafnarstræti undanfarið og svo verður fram að jólum. Þar hafa nem- endur í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri tekið að sér að lesa úr nýjum barnabókum og verða t.d. á ferðinni í dag kl. 16. Skemmtilegt framtak og það mun ákveðið að slík barnastund verði í versluninni á hverjum sunnudegi á nýju ári.    Haukur á Græna hattinum, helsta tónleikastaðnum á Akureyri síðustu misseri, ætlar að ljúka árinu með stæl og m.a. verða árlegir Þorláks- messutónleikar Rásar 2 sendir beint út frá staðnum að þessu sinni. Þar koma þá fram Mannakorn ásamt Hrund Ósk Árnadóttur og fleiri gestum. Þetta er í fyrsta skipti sem Rás 2 heldur sína Þorláksmessu- tónleika utan Reykjavíkur.    Ólíkindatólin í hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum troða upp á Græna hattinum annað kvöld undir yfirskriftinni: Flóttinn frá jóla- stressinu. Mér finnst líklegt að þeir hafi hlýtt á íslensku dívurnar í Gler- árkirkju um daginn; alltjent kalla þeir sig norðlensku dívanana um þessar mundir…    KEA hefur fært Hjálparstarfi kirkj- unnar 70 matarpoka, sem verða af- hentir skjólstæðingum Hjálpar- starfsins nú í aðdraganda jólanna. Þetta er fjórða árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA- hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.    Úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar er í Glerárkirkju og stendur til 22. desember. Beiðnir um aðstoð berast prestum á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og þeir vísa þeim síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar.    Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar kynnti í vikunni drög að samningi iðnaðarráðuneytisins og AFE um nýjan Vaxtarsamning Eyjafjarðar sem tekur gildi í ársbyrjun 2008 og gildir til ársloka 2010. Til samnings- ins er varið um 90 milljónum króna á samningstímanum úr ríkissjóði og er markmið hans að efla nýsköpun at- vinnulífsins á starfssvæði AFE og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Það vekur athygli að form Vaxtarsamningsins breytist nokkuð frá því sem var í þeim samningi sem nú er að renna út, m.a. verða ekki skilgreindir klasar í einstökum at- vinnugreinum, líkt og í núverandi samningi, heldur hafa allar greinar og öll verkefni jafna möguleika til að sækja um fjármuni úr samningnum. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Takk Jóna Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar þakkar Hjör- leifi Hallgríms fyrir gjafir sem hann útvegaði frá fyrirtækinu 66° Norður. Til vinstri eru Fjóla Guðjónsdóttir og Siggerður Tryggvadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.