Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 20.12.2007, Síða 33
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 33 Bjúgnakrækir er hár og grannur. Hann er sann-kallaður loftfimleikamaður, klifrar eftir pylsunum alveg upp á háaloft, ef þess þarf. Bjúgnakrækir er ansi liðugur og næstum því eins sveigjanlegur og pylsa. Ó, honum finnst vínarpylsurnar svo góðar og ekki síður kindabjúgun. Sama hvar bjúgun eru geymd, í ísskápnum, reykhúsinu eða búrinu – þann 20. desember eru engin bjúgu örugg fyrir honum. Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Bjúgnakrækir – 20. desember Það vekur óneitanlega athygli að fé- lag í eigu bræðranna Eiðs og Hreins Gunnlaugssona í Kjarnafæði skuli hafa keypt húseignirnar þar sem Norðlenska er til húsa á Oddeyrinni. Fyrirtækin eru tvö þau stærstu í kjötvinnslu á landinu og orðrómur fór auðvitað strax af stað í gær um að þau yrðu e.t.v. sameinuð. Svoleið- is nokkuð, eða einhvers konar sam- starf, er allsendis óvíst en líklegast er talið að bræðurnir líti á kaupin sem góða fjárfestingu; að þeir hafi rýnt dálítið inn í framtíðina og gert sér í hugarlund að þá verði ekki lengur atvinnustarfsemi neðst á Eyrinni heldur glæsileg íbúðabyggð eins og oft hefur verið talað um.    Björgólfur Jóhannsson formaður LÍÚ skrifaði undir samning við Há- skólann á Akureyri í vikunni, en LÍÚ leggur skólanum til alls 45 milljónir króna næstu þrjú ár til þess að efla menntun og rannsóknir í sjávarútvegsfræðum. Þetta var eitt síðasta embættisverk Björgólfs sem formanns LÍÚ og hann sagði það ánægjulegt fyrir sig, norðanmann- inn, að undirrita samning sem þenn- an við Háskólann á Akureyri.    Björgólfur var álíka reffilegur í ræðustóli og þegar hann stóð í marki knattspyrnuliðs Magna á Grenivík í gamla daga. Og hann sló á létta strengi í ræðunni: „Ég vona að fram- kvæmdastjórinn sé búinn að leggja inn á reikning Háskólans. Það stendur í samningnum að greiða eigi við undirritun og ég er ekki með ávísun. Hún væri líka örugglega inn- stæðulaus…“    Hjörleifur Hallgríms kom færandi hendi til Mæðrastyrksnefndar Ak- ureyrar. Afhenti þar 100 buxur í barnastærðum, buxur sem hann fékk fyrirtækið 66° Norður til þess að gefa. Konurnar í Mæðrastyrks- nefnd lýstu yfir mikilli ánægju með gjöfina.    Sérstök barnastund hefur verið daglega í verslun Eymundsson í Hafnarstræti undanfarið og svo verður fram að jólum. Þar hafa nem- endur í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyri tekið að sér að lesa úr nýjum barnabókum og verða t.d. á ferðinni í dag kl. 16. Skemmtilegt framtak og það mun ákveðið að slík barnastund verði í versluninni á hverjum sunnudegi á nýju ári.    Haukur á Græna hattinum, helsta tónleikastaðnum á Akureyri síðustu misseri, ætlar að ljúka árinu með stæl og m.a. verða árlegir Þorláks- messutónleikar Rásar 2 sendir beint út frá staðnum að þessu sinni. Þar koma þá fram Mannakorn ásamt Hrund Ósk Árnadóttur og fleiri gestum. Þetta er í fyrsta skipti sem Rás 2 heldur sína Þorláksmessu- tónleika utan Reykjavíkur.    Ólíkindatólin í hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum troða upp á Græna hattinum annað kvöld undir yfirskriftinni: Flóttinn frá jóla- stressinu. Mér finnst líklegt að þeir hafi hlýtt á íslensku dívurnar í Gler- árkirkju um daginn; alltjent kalla þeir sig norðlensku dívanana um þessar mundir…    KEA hefur fært Hjálparstarfi kirkj- unnar 70 matarpoka, sem verða af- hentir skjólstæðingum Hjálpar- starfsins nú í aðdraganda jólanna. Þetta er fjórða árið í röð sem KEA réttir Hjálparstarfi kirkjunnar hjálparhönd með þessum hætti, en í hverjum matarpoka er KEA- hamborgarhryggur frá Norðlenska og meðlæti.    Úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar er í Glerárkirkju og stendur til 22. desember. Beiðnir um aðstoð berast prestum á Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyjarsýslum og þeir vísa þeim síðan til Hjálparstarfs kirkjunnar.    Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar kynnti í vikunni drög að samningi iðnaðarráðuneytisins og AFE um nýjan Vaxtarsamning Eyjafjarðar sem tekur gildi í ársbyrjun 2008 og gildir til ársloka 2010. Til samnings- ins er varið um 90 milljónum króna á samningstímanum úr ríkissjóði og er markmið hans að efla nýsköpun at- vinnulífsins á starfssvæði AFE og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Það vekur athygli að form Vaxtarsamningsins breytist nokkuð frá því sem var í þeim samningi sem nú er að renna út, m.a. verða ekki skilgreindir klasar í einstökum at- vinnugreinum, líkt og í núverandi samningi, heldur hafa allar greinar og öll verkefni jafna möguleika til að sækja um fjármuni úr samningnum. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Takk Jóna Berta Jónsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar þakkar Hjör- leifi Hallgríms fyrir gjafir sem hann útvegaði frá fyrirtækinu 66° Norður. Til vinstri eru Fjóla Guðjónsdóttir og Siggerður Tryggvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.