Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NEMENDUR í þremur grunnskól- um söfnuðu fé fyrir ABC-barna- hjálp í stað þess að gefa hver öðrum gjafir fyrir þessi jól. Nemendurnir eru í Kársnesskóla, Álftanesskóla og Hamraskóla. Fjármunirnir verða nýttir á heimili barnahjálp- arinnar í Kenýa á El Shaddai- barnaheimilinu við Chennai á Ind- landi og til hjálpar götudrengjum í Senegal. Samtals söfnuðust nálægt 300 þúsund krónur í þessum þremur skólum og vill ABC-barnahjálp koma á framfæri innilegu þakklæti til nemendanna sem stóðu að söfn- uninni. Myndin er tekin í Kársnes- skóla. Með nemendum á myndinni er Guðrún Margrét Pálsdóttir for- maður ABC. Morgunblaðið/Frikki Gáfu and- virði jóla- gjafa til ABC Nemendur þriggja grunnskóla styðja börn í neyð erlendis FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMKVÆMT nýjum æskulýðslögum sem samþykkt voru í mars sl. er óheimilt að ráða einstakling til að starfa með börnum og ung- mennum yngri en 18 ára í æskulýðsstarfi ef viðkomandi hefur hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Þetta gildir um æskulýðsstarf hvort heldur er á vegum ríkis, sveitarfélaga, í skólum eða hjá félagasamtökum sem sinna æskulýðsmálum á frjálsum áhugamanna- grundvelli. Samskonar ákvæði er að finna í nýju frum- varpi til laga um leikskólann sem og frumvarpi til laga um grunnskólann sem hvoru tveggja voru lögð fram af menntamálaráðherra á nýaf- stöðnu haustþingi. Í frumvörpunum kemur jafnframt fram að við ráðningu í leik- og grunnskóla skuli liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá. Athygli vekur hins vegar að ekkert sam- bærilegt ákvæði er að finna í frumvarpi til laga um framhaldsskólann. Það þýðir í reynd að einstaklingur sem hlotið hefði refsidóm vegna brota á kynferðisbrotakafla hegningarlaga mætti ekki vinna með börnum og ungmennum yngri en 18 ára í æskulýðsstarfi, en væri á sama tíma heimilt að starfa sem kennari með börnum og ungmennum í framhaldsskólum. Þar geta nemendur verið allt niður í 14-15 ára gamlir, enda ekki óalgengt að nemendur séu ári á undan í skóla auk þess sem sífellt fleiri nemendur í efstu bekkjum grunnskólans eru farnir að taka áfanga í framhaldsskóla. Brýnt og eðlilegt að setja í lög Að sögn Steingríms Sigurgeirssonar, að- stoðarmanns menntamálaráðherra, þótti brýnt og eðlilegt að setja fyrrgreint ákvæði, um að óheimilt sé að ráða til leik- og grunn- skóla einstakling sem hlotið hafi refsidóm fyrir brot á kynferðisbrotakaflanum, inn í nýju leik- og grunnskólalögin. „Þetta er auðvitað stórt skref, þar sem í fyrsta skiptið er verið að innleiða þetta í leik- og grunnskólann. Á þessu stigi þótti hins veg- ar ekki ástæða til þess ganga jafnlangt með framhaldsskólann, þó auðvitað sé það algjör- lega opið til umræðu hvort rétt sé að taka þetta skref þar líka,“ segir Steingrímur. Bend- ir hann á að það hafi verið mat þeirra sem sömdu frumvarpið að ekki væri jafn brýn þörf á slíku ákvæði í lögum um framhaldsskóla, enda nemendur þeirra eldri og oftar um að ræða sjálfráða einstaklinga og fullorðna. Þess má raunar geta að ólíkt frumvörpum til laga um leik- og grunnskólann er ekki gerð skýr krafa um það í frumvarpi til laga um fram- haldsskólann að sakavottorð liggi fyrir við ráðningu eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá. Væri skylt að víkja kennara frá Aðspurður hvernig tekið yrði á málum starf- andi grunnskólakennara sem hlyti refsidóm fyrir brot á kynferðisbrotakaflanum segir Steingrímur helst telja að tvö úrræði kæmu til greina. „Skjótvirkasta lausnin er ef ákæru- valdið krefðist þess þegar það sækir mál á hendur kennara að það verði hluti af dómnum að kennarinn verði sviptur kennsluréttindum. Sé það hins vegar ekki gert þá fellur málið væntanlega undir lög nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunn- skóla en þar eru ákvæði þess efnis að hljóti menn sakadóm þá missi þeir starfshæfi,“ segir Steingrímur og tekur fram að menn hljóti að túlka lögin sem svo að skólastjórnendum sé ekki aðeins heimilt heldur beri hreinlega skylda til að víkja kennara frá sem hljóti slíkan dóm. Það væri þá ekki aðeins gert með tilvísun í lög nr. 72/1996 heldur væntanlegra grunn- skólalaga. Samkvæmt nýjum frumvörpum til laga um leik- og grunnskólann er óheimilt að ráða til starfa einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga „Þetta er auðvitað stórt skref“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í HNOTSKURN »Grunnskólakennari var 10. desembersl. í héraðsdómi Norðurlands vestra dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðissamband við nem- anda sinn. »Stúlkan hélt því fram að sambandhennar og kennarans, sem jafnframt var knattspyrnuþjálfari hennar, hafi hafist árið 2002 þegar hún var 12 ára. »Maðurinn neitaði því að kynferðislegtsamband hefði hafist fyrr en árið 2005 þegar stúlkan var 14 ára. „MÉR finnst þetta vera afskaplega ánægjulegar lyktir á málinu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra en henni barst í gær bréf frá Stewart Baker, aðstoðar- ráðherra stefnumála hjá heima- varnarráðuneyti Bandaríkjanna í Washington, vegna máls Erlu Ósk- ar Arnardóttur Lilliendahl. Með bréfinu bregst heimavarn- arráðuneytið við athugasemdum utanríkisráðherra Íslands við þá niðurlægjandi meðferð er Erla Ósk sætti við komu sína til Bandaríkj- anna 9. til 10. desember síðastlið- inn. Í bréfinu harmar bandaríska heimavarnarráðuneytið þá með- ferð sem íslenskur ferðamaður hlaut á flugvelli í New York ný- verið. „Ég gleðst fyrir hönd Erlu Óskar [Arnar- dóttur Lillien- dahl] að það skuli hafa verið tekið svona á því af hálfu banda- ríska heimavarn- arráðuneytisins. Mér finnst líka vera ástæða til þess að þakka sér- staklega bandaríska sendiherran- um á Íslandi fyrir það hversu vel hún tók á málinu,“ sagði Ingibjörg. Henni þykir athyglisvert það sem fram kemur í bréfinu, að heima- varnarráðuneytið telji ástæðu til þess að nota þetta tilefni til að fara yfir verkferla varðandi það hvernig tekið sé á móti erlendum ferða- mönnum. Lítil þúfa velti þungu hlassi Ingibjörg segir máltækið þess efnis að oft velti lítil þúfa þungu hlassi eiga við þetta mál. Bæði varðandi það að Erla Ósk skuli hafa greint frá málinu opinberlega og hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við í framhaldinu. „Það að Ísland er lítið land, þar sem fjarlægðir eru stuttar og allir einstaklingar skipta máli, gerir það að verkum að íslensk stjórn- völd taka þetta alvarlega. Sem hefði kannski ekki gerst í öðrum löndum,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Við verðum að vona að þetta mál verði til þess að svona gerist ekki aftur,“ segir Ingibjörg. Til skoðunar að fara í mál Eftir því sem blaðamaður kemst næst hafa bæði íslenskir og banda- rískir lögfræðingar, sem reynslu hafa af bandaríska dómskerfinu, verið í sambandi við Erlu Ósk. Hún hefur hins vegar enga ákvörð- un tekið hvort hún hyggist leita réttar síns og höfða dómsmál. Það sé þó til skoðunar. Bandaríska heimavarnarráðu- neytið harmar meðferðina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra ánægður með viðbrögð bandarískra stjórnvalda í máli Erlu Óskar FLUGFÉLAGIÐ SAS mun hugsan- lega fara fram á að kaupa nokkurn eignarhlut í Icelandair ef auka á samstarf félaganna til muna, líkt og Icelandair sækist eftir að gera. Óvíst er þó um áhuga stærstu hluthafa Icelandair á að selja SAS af eignarhlutum sínum í félaginu en þegar hugmyndin um sölu til SAS kom upp fyrr á árinu reyndist áhug- inn ekki til staðar. Formlegt tilboð barst þó ekki frá SAS. Samstarfið við SAS er Icelandair afar mikilvægt og allt kapp er nú lagt á að ná aftur bókunarsamning- um við félagið, en SAS sleit áralöngu og víðtæku samstarfi við Icelandair árið 2005 þegar félagið, sem þá var undir forystu Hannesar Smárasonar og FL Group, keypti dönsku flug- félögin Sterling og Mærsk Air, keppinauta SAS. FL Group seldi í fyrra bæði Icelandair og dönsku flugfélögin. | Viðskipti SAS gæti far- ið fram á hlut í Icelandair ERLA Ósk Arn- ardóttir Lillen- dahl, sem var beitt harðræði við komuna til New York nýver- ið, kveðst vera afar ánægð með niðurstöðuna sem fengist hef- ur í máli hennar. „Ég hefði í raun ekki getað ímyndað mér betri útkomu úr þessu, þetta er í raun meira en ég bjóst við. Ég er bara raunsæ.“ Erla kveðst sérstaklega ánægð með það að bandaríska heimavarnarráðuneytið ætli sér að endurskoða starfsreglur sínar varðandi það hvernig sé tekið á móti erlendum ferðamönnum. „Þeir viðurkenna ekki mistök sem slík, en þeim finnst leitt að þarna hafi kannski ekki verið gætt meðalhófs.“ Ánægð með niðurstöðuna Erla Ósk Arnar- dóttir Lillendahl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.