Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skotmenn eiga í horni hauk Hregg-Strandanna ættarlauk. Unir sér við byssubauk býst að myrða hrossagauk. Einn kunnastur núlifandi Stranda- manna, Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotvíss, þessi frændi minn, er afar tungumjúkur og ýtinn enda vafalaust einn fremsti atvinnuer- indreki hérlendra hagsmuna- samtaka. Bústinn af framsókn- argenum fór hann á sínum tíma í alþingisprófkjör fyrir flokkinn hér á Vestfjörðum en hlaut ekki braut- argengi. Síðan, er hann gjörðist andsnúinn því vegna heiðargæsa að Eyjabökkum yrði sökkt, var hann nánast flæmd- ur úr Framsókn. Sem ástríðufullur skotveiðimaður hefur Sigmar á fjöllum, alsak- laus, mátt þola slett- irekuskap lögreglu. Þeg- ar hann um síðustu aldamót gerðist bar- áttumaður fyrir hrossa- gaukaskytteríi féll gengi hans mjög meðal þjóð- arinnar eins og fram kemur í vísunni hér að ofan. Þegar Sigmar segir í Morgunblaðinu 1. nóvember að „veiðimenn séu löghlýðnir“ ber að hafa í huga að hann er atvinnumaður í að hagræða sannleikanum. Lítið en lýsandi dæmi um það er frá sumrinu 2005 í aðdraganda ákvörðunar Sig- ríðar Önnu um hvort rjúpnaveiðar yrðu aftur heimilaðar. Þá tókst Sig- mari í útvarpsviðtali að breyta öllum kríum og kríuungum á og við vegi á Ströndum í rjúpur sem nauðsynlegt væri að fækka vegna umferðarör- yggis. Veiðiþjófar Auðvitað eru mjög margir skot- veiðimenn löghlýðnir og vammlausir en svörtu sauðirnir virðast ærið fjöl- mennir og notfæra sér út í æsar meinleysi veiðiréttarhafa og lög- reglu. Sigmar hvatti fyrir nokkrum árum félagsmenn „til að láta á það reyna“ hvað þeir kæmust langt í yf- irtroðslu. Morgunblaðið sagði frá slíku framferði byssumanna í Þjóð- skógum vítt um Suðurland 31. októ- ber sl. og Halldór Blöndal greindi einnig frá grófum brotum. Við land- eigendur hér við Djúp höfum orðið fyrir þrotlausri ágengni veiðiþjófa um áraraðir og for- kólfar Skotvísdeilda jafnvel verið staðnir ítrekað að þeirri iðju. Nánast er orðin regla hér á haustin að álftir og ungar þeirra á tjörnum og síkjum í nágrenni þjóðvegar í Kaldalóni fljóti þar dauðir eða flaksist um vængbrotnir vegna framhjáaksturs byssu- böðla. Í nóvember í fyrra þaulleituðu ódámar að sunnan kaf- fenntar hlíðarnar hér í nágrenninu á vélsleðum og hreinsuðu upp þær rjúpur sem kúrðu sig í þeim fáu kjarrbrúskum sem upp úr stóðu. Þegar sagt var til þessara þokkapilta tókst lögreglu á Hólmavík að klúðra málinu svo rækilega að Geir og Grani Spaugstofunnar hefðu varla gert bet- ur. Í síðasta mánuði sáu og heyrðu vegfarendur og búendur hér sunnan Djúps ekki betur en þar væru rjúpnaskyttur á ferð alla daga jafnt. Þegar forsvarsmenn Vesturbyggðar vildu haustið 2005 loka á aðkomu- skyttur í löndum bæjarins og fleiri skjólstæðinga sinna sem vildu hafa frið fyrir þess konar ágangi segir bæjarstjórinn mér að ofstopi og frekja skotvísforystunnar hafi verið slík í því máli að hann hafi varla áður kynnst öðru eins. Það er heldur ekki að ástæðulausu að síðustu tveir land- búnaðarráðherrar hafa lokað eyði- jörðum ríkisins fyrir byssumönnum. Haraldur Þórarinsson á Kvistási í Kelduhverfi, fyrrverandi fréttaritari RÚV, gat þess í símtali við mig á dög- unum að þar um slóðir hefðu ribbald- ar, gjörsneyddir öllum mannasiðum, vaðið yfir friðaðar landareignir til rjúpnaveiða. Þetta örlitla sýnishorn af því sem ég á handbært um heið- arleika og löghlýðni byssumanna verður að duga að sinni. Nær engin veiði Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um veiðina í haust. „Sú lélegasta í manna minnum“ segir Fréttablaðið. „Mjög treg“ segir Morgunblaðið. Hvað sagði undirritaður í sumar hér í Morgunblaðinu? Ástand stofnsins væri hörmulegt, „friðun ætti að vera sjálfgefin“. Undirritaður gæti rakið sannferðugar heimildir úr öllum landshlutum þessu til staðfestingar en hér verður aðeins dvalið við eina slíka. Tvær þrautreyndar skyttur voru tvo daga við bestu kring- umstæður í alfriðuðu og annáluðu rjúpnalandi hér við Djúp. Þær fengu 28 rjúpur eða sjö að meðaltali á dag hvor en náðu sem meðafla níu tófum. Blindur fær sýn Þótt undirritaður hafi ekki farið hér hlýlegum orðum um skotvísfor- ystuna er þó rétt að benda líka á hvað jákvætt telst þar á bæ. Það er átakið gegn villimink og ályktun um að hefja aftur veiðar á ref í friðlandinu á Hornströndum. Ánægjulegt er þegar blindir fá sýn en nú virðist Skotvís orðið viðurkenna að veiði hafi áhrif á stofnstærð rjúpunnar. Varaformaður Skotvíss, Davíð Ingason, skrifar um rjúpnastofninn hér í Morgunblaðið 1. nóv. og veltir fyrir sér ástæðum fækkunar. Þar nefnir hann vorhret 2006. Það hret stóð yfir 22. til 25. maí eða áður en rjúpa fer að liggja á eggjum og hafði því engin áhrif á viðkomuna. Rjúpan er óhrædd við snjó og lætur gjarnan fenna yfir sig á hreiðri og verpir ekki í lautum svo snjór og væta á varptíma ógnar ekki viðkomunni. Það eru stór- rigningar eða krapahret þegar ungar eru komnir úr eggjum sem gera það. Annað sem kom fram í nefndri grein olli ónotahrolli en það var gullmerk- isveiting Skotvíss til Ólafs K. Nilsen. Það er hætta á ferðum að mínu viti þegar hagsmunasamtök sem eiga mikið undir ákveðnum vísindamönn- um fara að bera þá á gullstóli. Morgunblaðið, rjúpan og Skotvís Indriði Aðalsteinsson skrifar um skotvísforystuna og ágengni veiðiþjófa við Djúp » Auðvitað eru mjögmargir skotveiði- menn löghlýðnir og vammlausir en svörtu sauðirnir virðast ærið fjölmennir Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp. EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum síðastu daga munu læknar hætta að ganga vaktir á neyðarbílnum frá og með 15. janúar 2008. Hefur þessi ákvörðun leitt til mikillar óánægju hjá ung- læknum sem hafa haft uppi rangar staðhæfingar og í raun furðuleg um- mæli um menntun bráðatækna. Staðhæft hefur verið að bráðatæknar hafi einungis fengið átta mánaða verklega þjálfun í Bandaríkj- unum sem er rangt. Bráðatæknar hafa mun lengra nám að baki og mikla starfs- reynslu. Eftir grunn- nám í sjúkraflutn- ingum þurfa sjúkraflutningamenn að vinna í þrjú ár áð- ur en þeir geta aflað sér viðbótarmennt- unar sem gefur þeim starfsheitið neyð- arflutningamaður. Flestir neyðarflutn- ingamenn vinna í a.m.k. tvö ár áður en þeir hefja nám í bráðatækni. Af því er ljóst að sjúkraflutningamenn hafa a.m.k. fimm ára viðamikla og mik- ilvæga reynslu áður en þeir hefja bráðatæknanám. Bráðatækn- anámið byggist á vetrarlöngu og ítarlegu bóklegu námi auk starfs- þjálfunar á sjúkrahúsum og neyð- arbílum. Í umfjöllun undanfarinna daga hefur jafnframt verið haldið fram að árangur í endurlífgun utan spítala verði verri og jafnvel að af hljótist óþarfa dauðsföll ef læknar hætta að ganga vaktir á neyð- arbílnum. Hafi unglæknar gögn sem styðja þessar fullyrðingar er mikilvægt að þeir leggi þau fram. Á sínum tíma var eðlilegt að hafa lækna á neyðarbíl í ljósi þess að það skorti sérhæfða þekkingu hjá sjúkraflutningamönnum. Með auknum fjölda bráðatækna og betri menntun þeirra þá er þessi breyting, sem nú er að verða, eðli- leg þróun í þjónustu utan spítala. Bráðatæknar hljóta sérhæfða menntun í því að vinna að sjúk- dómsmati á vettvangi og veita fyrstu með- ferð hjá slösuðum og bráðveikum. Í dag eru starfandi 15 bráða- tæknar á höfuðborg- arsvæðinu og nokkrir eru starfandi á lands- byggðinni. Bráðatæknar, sem og sjúkraflutn- ingamenn, hafa á sér gott orð fyrir öguð og skipulögð vinnubrögð á vettvangi. Slíkur agi fylgir bráðatæknum í kennslu og hafa þeir tekið virkan þátt í endurlífgunarkennslu heilbrigðisstarfs- manna inni á sjúkra- húsum. Þar standa bráðatæknar við hlið lækna og kenna ung- læknum og hjúkr- unarfræðingum að vinna kerfisbundið og skipulega í endur- lífgun. Í ljósi þróunar í menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna er ekki óeðlilegt að breytingar verði á störfum og hlutverkum aðila er sinna þjónustu utan spítala. Því er eðlilegt að leyfa þeim sem hafa til þess menntun og þjálfun að sinna sínu hlutverki og eru bráðatækn- arnir fyllilega starfi sínu vaxnir. Með áframhaldi á góðum sam- skiptum við sérfræðinga og aðra lækna á bráðamóttökum þá verður þjónusta við sjúka og slasaða á vettvangi veitt með það fyrir aug- um að veita sem sem besta mögu- lega þjónustu á vettvangi. Menntun bráðatækna Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar um menntun bráðatækna Hildigunnur Svavarsdóttir »Með auknumfjölda bráða- tækna og betri menntun þeirra þá er þessi breyting, sem nú er að verða, eðlileg þróun í þjónustu utan spítala Höfundur er skólastjóri Sjúkraflutningaskólans. ÍSLENSK ferðaþjónusta á fram- tíðina fyrir sér í upphafi nýrrar ald- ar. Að baki er áratuga uppbygging á inn- viðum íslensks sam- félags sem ferðamenn nýta í ríkum mæli ásamt landsmönnum. Ferðaþjónusta er lík- lega stærsta tækifæri landsbyggðar til þró- unar og heilsársbúsetu í framtíðinni. Fátt skiptir ferða- þjónustuna meira máli en framboð flugsæta til og frá Íslandi. Þar fer Icelandair fremst í flokki. Hlutur og forysta Icelandair í þróun ferðaþjónustu Íslands er vanmetin. Svo vel hefur Icelandair gengið að stækka kökuna fyrir ís- lenska ferðaþjónustu að önnur flug- félög hafa svo hafið flug til og frá Íslandi. Iceland Express, og fleiri fljúga til landsins frá ýmsum Evr- ópuborgum. Góð samkeppnisstaða Mikilvægi íslenskrar ferðaþjón- ustu í þjóðarbúskapnum er til- tölulega óumdeilt. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru um 50 milljarðar króna í ár og far- gjaldatekjur flugfélaganna eru um 20 milljarðar kr. í ár. Rekstrarumhverfi ferðaþjónust- unnar á Íslandi er að mestu leyti betra en í nágrannalöndunum hvað varðar skatta á fyrirtæki, ein- staklinga og virð- isaukaskatt. Á móti vegur að geng- issveiflur, vextir og áfengisgjald er óhag- stæðara. Samkeppn- isstaðan er samt með því besta sem völ er á í heiminum og að mati World Economic For- um, lendir Ísland í 4. sæti. Stefnumótun stjórn- valda hefur miðað að því að gera almennan rekstrarramma hag- felldan og að fjölga ferðamönnum meira utan háannatímans og stuðla að dreifingu þeirra um landið. Þetta hefur tekist að mestu. Nema á vetr- um, þar vantar að koma ferðamönn- um út á land. Vöxum áfram Framtíðin er björt í ferðaþjón- ustu og öll ytri skilyrði fyrir áfram- haldandi vexti. Í Evrópu fjölgar fólki í eldri aldurshópum, samtímis fjölgar þeim sem fara á eftirlaun áð- ur en formlegum eftirlaunaaldri er náð. Þessir hópar njóta betri heilsu og eru fjársterkari en áður. Veisla í farangrinum Ferðaþjónustan sem atvinnugrein hefur byggst að miklu leyti upp af eigin afli þeirra aðila, sem starfa í greininni. Hefur greinin reitt sig á dugnað og áhættuvilja einstaklinga. Það hefur þýtt það, að greinin hefur þróast að miklu leyti í takt við markaðinn en ekki samkvæmt mið- stýrðri stefnumótun. Ekki verður hjá því komist að nýta sköpunarkraft og hug- myndaauðgi einstaklinga og fyr- irtækja. Nú er á döfinni skipulags- breyting í yfirstjórn ferðamála með flutningi yfir í iðnaðaráðuneyti. Við það skapast ný tækifæri, með nýrri hugsun. Brýnt er að nýta þau skil vel. Menningartengd ferða- þjónusta – sóknarfæri Sóknarfærin eru mörg í menning- artengdri ferðaþjónustu. Þar liggja mörkin eingöngu við endimörk ímyndunaraflsins. Á Íslandi eru list- ir og menning með þvílíkum blóma að hróður okkar berst um alla heimsbyggðina og gildir það jafnt um tónlist, myndlist, kvikmyndir, leiklist og bókmenntir. Tónlist- arhátíð á við Airwaves og kvik- myndahátíð á við stuttmyndahátíð- ina er framtak sem hefur mikið að segja. En við byggjum líka á forn- um fjársjóði, þar sem fornmenning okkar er. Hún stendur fornmenn- ingu Grikkja síst að baki og er einn af meginþáttum evrópskrar menn- ingarsögu. Saxo hinn danski segir í formála að Danasögu sem hann skrifaði 1170, að ekki hefði verið hægt að skrifa þá sögu án íslenskra heimilda. Íslenska er kennd við tugi háskóla í öllum heimsálfum, og víð- ar en önnur Norðurlandamál. Og nú eru einkaaðilar með sinni óbilandi framtakssemi að vísa veg- inn: Sögusafnið í Perlunni, Land- námssetur í Borgarnesi, Eiríks- staðir í Dölum, Á Njáluslóðum á Hvolsvelli og fleiri söfn tengd menningu hafa risið, sum sem síðar hafa fengið stuðning opinberra að- ila, svo sem Vesturfarasetur á Hofs- ósi, Galdrasafn á Ströndum, Land- námssafn í Reykjavík. Meirihluti þessara safna hefur orðið til á síð- astliðnum fáum árum. Uppbyggingarstarf það, sem op- inberir aðilar koma að, þarf að mót- ast af langtímahugsun. Hvað varðar menningartengda ferðaþjónustu þarf að efla ímynd Íslands sem menningarlands. Við höfum ekki Akrópólis né Delfí, né aðrar rústir, en nútímatækni býður upp á nýja möguleika til að skapa upplifanir, eins og íslenskir frumkvöðlar hafa sýnt fram á. Við þurfum að nota tæknina til að nýta okkar stórkost- lega fornsagnaheim. Tónlistar- og ráðstefnuhús við höfnina er að rísa, ein metn- aðarfyllsta framkvæmd Íslandssög- unnar og kallar á nýjar hugmyndir um nýtingu. Það á eftir að verða eitt af kennileitum höfuðborgarinnar og frjór vettvangur listastarfsemi, sem mun laða að ferðamenn. Hvernig gerum við? Það er nauðsynlegt að leiða sam- an til nýrra landvinninga heima- menn í öllum landshlutum og op- inbera aðila svo sem Nýsköpunarmiðstöð, Byggða- stofnun og Ferðamálastofu og hefja til nýrrar sóknar þróun ferðaþjón- ustu á landsbyggðinni. Þar ber að taka mið af sögulegri arfleið hvers svæðis um sig og laða fram afl og hugmyndaauðgi heimamanna. Auka þarf gott samstarf ýmissa aðila sem koma saman að ýmis kon- ar landkynningu, svo sem Ferða- málastofu, utanríkisþjónustunnar og íslenskra fyrirtækja á útflutn- ingsmörkuðum, en til að það verði árangursríkt þarf fjármagn til markaðssóknar á erlendum mörk- uðum. Ferðaþjónusta er framtíðin Ársæll Harðarson skrifar um bjarta framtíð ferðaþjónustunnar » Ferðaþjónusta erlíklega stærsta tækifæri landsbyggðar til þróunar og heils- ársbúsetu í framtíðinni. Sóknarfærin eru mörg í menningarferðaþjón- ustu. Ársæll Harðarson Höfundur er rekstrarhagfræðingur og forstöðumaður Ferðamálastofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.