Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 15
Canberra. AFP, AP. | Ástralar hyggj-
ast senda bæði skip og flugvélar til
að fylgjast með umdeildum hval-
veiðum Japana við Suðurskauts-
landið en þeir ætla m.a. að veiða 50
hnúfubaka í vísindaskyni.
Að sögn ástralskra fjölmiðla er
ríkisstjórnin að kanna hvort raun-
hæft sé að höfða mál vegna vís-
indaveiða Japana á svæði sem Ástr-
alar hafa lýst friðað hvalasvæði.
Stephen Smith, nýr utanríkis-
ráðherra Ástralíu, segir að ríkis-
stjórnin hafi skýrt japanska sendi-
ráðinu í Canberra frá þessum
áformum áður en þau voru gerð
opinber. Þá hafa Ástralar mót-
mælt veiðunum formlega og búist
er við að fleiri ríki geri slíkt hið
sama.
Japanir áforma að veiða 1050
hvali í vísindaskyni á yfirstandandi
vertíð, þar af 950 hrefnur, 50 lang-
reyðar og 50 hnúfubaka.
Mótmæla hval-
veiðum Japana
AP
Gegn veiðum Esperanza, skip Grænfriðunga, á leið frá Nýja-Sjálandi í
gær. Skipverjar hyggjast trufla hvalveiðar Japana við Suðurskautslandið.
ÞEGAR Bretar geta ekki mætt í
vinnuna vegna veikinda er ástæðan
langoftast sú, að þeir eru með timb-
urmenn vegna of
mikillar drykkju
kvöldið áður. Er
það niðurstaða
nýrrar könn-
unar.
„Þessar tölur
eru í takt við þá
þróun, að
drykkjuskap-
urinn hefur æ
meiri áhrif á atvinnustarfsemi og
þar með efnahagslífið allt,“ sagði
læknirinn Michael O’Donnell hjá
tryggingafélaginu Unum.
Hann benti á, að fjöldi innlagna á
sjúkrahús í Bretlandi vegna áfeng-
isdrykkju hefði tvöfaldast á tíu ár-
um.
Timburmenn
aðalástæðan
FLOKKAR Flæmingja og frönsku-
mælandi Belga samþykktu í gær að
mynda bráðabirgðastjórn eftir sex
mánaða stjórnarkreppu. Stjórnin á
að vera við völd þar til varanleg
lausn finnst á vandanum.
Stjórn í Belgíu
DÓMSTÓLL á Ítalíu hefur bannað
hjónum að nefna son sinn Frjádag í
höfuðið á félaga Robinsons Krúsó.
Var það niðurstaðan að um væri að
ræða ónefni, sem myndi gera
drengnum lífið leitt síðar.
Bannar Frjádag
BANDARÍSKA tímaritið Time út-
nefndi í gær Vladímír Pútín, for-
seta Rússlands, mann ársins 2007.
Var það vegna „mikilla forystu-
hæfileika“ og fyrir að hafa komið á
stöðugleika í Rússlandi.
Reuters
Vladímír Pútín, forseti Rússlands.
Maður ársins
ELDUR kviknaði í gær í Eisenhow-
er-byggingunni, sem er næst Hvíta
húsinu í Washington, þar sem Dick
Cheney varaforseti er með viðhafn-
arskrifstofu. Hún varð fyrir reyk-
og vatnsskemmdum. Yfir þúsund
manns vinna í byggingunni og þeim
var skipað að forða sér út úr henni.
Cheney var í Hvíta húsinu þegar
eldurinn kviknaði.
AP
Bush og Cheney með slökkviliðinu.
Eldur í skrif-
stofu Cheneys
ÁKVEÐIÐ hefur verið í fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins, að frá og með 2012 verði þeir
bílaframleiðendur, sem ekki standa
við útblástursmörk, beittir sektum,
sem munu fara stighækkandi.
Hóta sektum
Köt
lu bö
kunar
vörurnar eru ómissandi í jólabaksturinn