Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 15 Canberra. AFP, AP. | Ástralar hyggj- ast senda bæði skip og flugvélar til að fylgjast með umdeildum hval- veiðum Japana við Suðurskauts- landið en þeir ætla m.a. að veiða 50 hnúfubaka í vísindaskyni. Að sögn ástralskra fjölmiðla er ríkisstjórnin að kanna hvort raun- hæft sé að höfða mál vegna vís- indaveiða Japana á svæði sem Ástr- alar hafa lýst friðað hvalasvæði. Stephen Smith, nýr utanríkis- ráðherra Ástralíu, segir að ríkis- stjórnin hafi skýrt japanska sendi- ráðinu í Canberra frá þessum áformum áður en þau voru gerð opinber. Þá hafa Ástralar mót- mælt veiðunum formlega og búist er við að fleiri ríki geri slíkt hið sama. Japanir áforma að veiða 1050 hvali í vísindaskyni á yfirstandandi vertíð, þar af 950 hrefnur, 50 lang- reyðar og 50 hnúfubaka. Mótmæla hval- veiðum Japana AP Gegn veiðum Esperanza, skip Grænfriðunga, á leið frá Nýja-Sjálandi í gær. Skipverjar hyggjast trufla hvalveiðar Japana við Suðurskautslandið. ÞEGAR Bretar geta ekki mætt í vinnuna vegna veikinda er ástæðan langoftast sú, að þeir eru með timb- urmenn vegna of mikillar drykkju kvöldið áður. Er það niðurstaða nýrrar könn- unar. „Þessar tölur eru í takt við þá þróun, að drykkjuskap- urinn hefur æ meiri áhrif á atvinnustarfsemi og þar með efnahagslífið allt,“ sagði læknirinn Michael O’Donnell hjá tryggingafélaginu Unum. Hann benti á, að fjöldi innlagna á sjúkrahús í Bretlandi vegna áfeng- isdrykkju hefði tvöfaldast á tíu ár- um. Timburmenn aðalástæðan FLOKKAR Flæmingja og frönsku- mælandi Belga samþykktu í gær að mynda bráðabirgðastjórn eftir sex mánaða stjórnarkreppu. Stjórnin á að vera við völd þar til varanleg lausn finnst á vandanum. Stjórn í Belgíu DÓMSTÓLL á Ítalíu hefur bannað hjónum að nefna son sinn Frjádag í höfuðið á félaga Robinsons Krúsó. Var það niðurstaðan að um væri að ræða ónefni, sem myndi gera drengnum lífið leitt síðar. Bannar Frjádag BANDARÍSKA tímaritið Time út- nefndi í gær Vladímír Pútín, for- seta Rússlands, mann ársins 2007. Var það vegna „mikilla forystu- hæfileika“ og fyrir að hafa komið á stöðugleika í Rússlandi. Reuters Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Maður ársins ELDUR kviknaði í gær í Eisenhow- er-byggingunni, sem er næst Hvíta húsinu í Washington, þar sem Dick Cheney varaforseti er með viðhafn- arskrifstofu. Hún varð fyrir reyk- og vatnsskemmdum. Yfir þúsund manns vinna í byggingunni og þeim var skipað að forða sér út úr henni. Cheney var í Hvíta húsinu þegar eldurinn kviknaði. AP Bush og Cheney með slökkviliðinu. Eldur í skrif- stofu Cheneys ÁKVEÐIÐ hefur verið í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, að frá og með 2012 verði þeir bílaframleiðendur, sem ekki standa við útblástursmörk, beittir sektum, sem munu fara stighækkandi. Hóta sektum Köt lu bö kunar vörurnar eru ómissandi í jólabaksturinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.