Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 347. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SPÁÐU’ Í ÞAÐ MUNU GREININGARDEILDIRNAR HÆTTA AÐ SPÁ? >> VIÐSKIPTI Í HNOTSKURN »Samkeppniseftirlitið gerðihúsleit hjá Eimskip 4. sept- ember 2002. »Er töfin m.a. skýrð þannig aðágreiningur hafi verið um alla meginþætti málsins, s.s. skil- greiningu á markaðshlutdeild. »Meðal annars krafðist Eim-skip að ekki yrði litið á Sam- skip sem aðila málsins. Hæsti- réttur skar úr um ágreiningefnið og tafðist málsmeðferðin til nóv- ember 2003. »Á miðju ári 2004 krafðistEimskip að samkeppnisyfir- völd tækju saman andmælaskjal þar sem lýst yrði í hverju brotin fælust. »Var því mikið um viðbótar-gagnaöflun sem stóð fram á árið 2005. Eftir Andra Karl og Örlyg Stein Sigurjónsson LÖGÐ hefur verið á Hf. Eimskipafélag Íslands 310 millj- óna króna stjórnvaldssekt vegna alvarlegra brota á sam- keppnislögum sem áttu sér stað á árunum 2001 og 2002. Að sögn Ásbjörns Gíslasonar, forstjóra Samskipa, hefur Eimskip misnotað markaðsráðandi stöðu sína gróflega. „Þegar rýnt er í úrskurð Samkeppniseftirlitsins, kemur skýrt fram að Eimskip hafi staðið að aðgerðum sem mið- uðu markvisst að því að koma Samskipum út af mark- aðnum,“ segir hann. Ásbjörn segir Samskip ætla að gefa sér tíma til að fara yfir málið í heild og segir félagið íhuga málsókn á grund- velli þeirra niðurstaðna sem Samkeppniseftirlitið kemst að. „Það kemur á óvart hversu skipulögð og umfangsmikil aðför var gerð að Samskipum og um leið að frjálsri sam- keppni í landinu. Markmiðið var klárlega að koma Sam- skipum hreinlega út af markaðnum,“ segir Ásbjörn. Eimskip ætlar að áfrýja Í yfirlýsingu Eimskips segist félagið hinsvegar undrast þann langa tíma sem Samkeppniseftirlitið tók í rannsókn málsins, eða rúm 5 ár frá því að húsleit var framkvæmd. „Ákvörðunin vekur furðu og verður áfrýjað. Óvíst er því hvenær lokaniðurstaða málsins mun liggja fyrir.“ Eimskip segir að dráttur málsins verði að teljast mjög óeðlilegur og réttilega hefði átt að taka tillit til þess við ákvörðun sektar. „Því fer fjarri að Eimskip eigi að gjalda fyrir þann langa og óeðlilega drátt sem orðið hefur á málinu af völdum Sam- keppniseftirlits.“ Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Eim- skip hefði, í skjóli markaðsráðandi stöðu sinnar, með skipulögðum aðgerðum reynt að koma aðalkeppinaut sín- um, Samskipum, út af markaðnum. Aðgerðirnar nefndust „markaðsatlaga“ og fólust í að reyna ná sem mestu af við- skiptum Samskipa yfir til Eimskips. Búnir voru til listar með viðskiptavinum Samskipa og sókn skipulögð. Í minn- isblaði til yfirstjórnar Eimskipa, sent 1. apríl 2002, var það orðað á þessa leið: „Setja Samskip „á hælana“ með því að herja á þeirra viðskiptamenn úr mörgum áttum.“ Í byrjun maí hafði Eimskip náð viðskiptum fyrir um 200 milljónir kr. og horfur voru á viðskiptum fyrir 400 milljónir kr. til viðbótar. Eimskip gerðist jafnframt brotlegt við samkeppnislög með því að gera ólögmæta samninga við viðskiptamenn sína, en þeir fólu í sér einkakaup – viðskiptamenn voru skuldbundnir til að kaupa eingöngu þjónustu af Eimskip – og samkeppnishamlandi afslætti. „Markmiðið að koma Sam- skipum út af markaðnum“  Samkeppniseftirlitið lagði 310 milljóna sekt á Eimskip vegna áranna 2001-2002  Eimskip | 6 og miðopna FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is MINNKANDI framboð á matvælum í heiminum og sögulega hátt mat- vöruverð á sér engin fordæmi. Um- skiptin voru ófyrirséð, segir Jacques Diouf, forstjóri Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Ástandið skapar hættu á hung- ursneyð verði ekkert að gert, sér- staklega meðal íbúa fátækari landa heimsins. Matvælaverð hefur hækk- að að meðaltali um ríflega 40% á árinu, skv. vísitölu FAO. Á sama tíma hafa birgðir heimsins af hveiti minnk- að um 11% og ekki verið minni frá því árið 1980. Mjólkurverð hefur hækkað um 15% í Evrópu, kornvörur um 50%, mjólkurduft um 70% og kakó um 60% svo dæmi séu tekin. Hér á landi hefur hveiti og mjöl hækkað um 5,4%, þrátt fyrir 7% skattalækkun og á eftir að hækka enn meira á komandi mánuðum. Framboð og eftirspurn Uppskerubrestur á mikilvægum ræktunarsvæðum vegna loftslags- breytinga og sú staðreynd að naut- gripabændur og framleiðendur líf- ræns eldsneytis (biodiesel) slást um akrana hafa valdið minna framboði á korni til manneldis. „Kjötneysla í heiminum hefur tvöfaldast á einum áratug,“ nefnir Marteinn Magnússon, markaðsstjóri heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar hf., sem dæmi, en til að framleiða eitt tonn af kjöti þarf að meðaltali um 5 tonn af korni. Þá fer olíuverð stighækkandi og þar af leiðandi flutningskostnaður. Samverkandi áhrif allra þessara þátta valda verðhækkunum. Ólíklegt er að þessari þróun verði snúið við, að mati forstjóra FAO. Nú í vikunni hvatti stofnunin al- þjóðasamfélagið til að bregðast við vanda fátækari ríkja sem verða verst úti af þessum sökum. Er m.a. mælst til þess að aðstoðin felist í uppbygg- ingu landbúnaðar á viðkomandi svæðum. Dæmin sanna að slíkt ber árangur, t.d. hefur maísuppskeran í Afríkuríkinu Malaví aukist verulega sl. tvö ár. Reuters Lífrænt eldsneyti Kapphlaupið um kornið í heiminum er hafið. Slegist um korn- akrana Eitt tonn af kjöti úr fimm tonnum af korni SANNKALLAÐUR jólaandi sveif yfir vötnum á jóla- söngfundi sem haldinn var í leikskólanum Ásum í Garðabæ í gær. Þessa kærkomnu stemningu er líkleg- ast víða að finna á litlu jólunum sem eru haldin út um borg og bý þessa dagana. Á Ásum var gengið í kringum fagurskreytt jólatré, auk þess sem hefð er fyrir því að bjóða upp á tónlist er börnin ganga inn á jólafundinn. Það voru Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem spiluðu að þessu sinni fyrir börnin sem launuðu þeim með því að syngja dátt með. Morgunblaðið/Frikki Svífandi jólaandi á Ásum í Garðabæ Forskot tekið á sæluna með litlu jólunum Adam er búinn koma öllum jólakortunum í póst, en í dag er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólakort innanlands www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5 Hann klappaði saman lófunum Leikhúsin í landinu Ævintýrin eru handan hornsins >> 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.