Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2007 41 - kemur þér við Verslunarfólki ógnað vikulega Rakettubann í Noregi - hvað gerist hér? Álver í Helguvík í óvissu Selja börnum bannaða tölvuleiki Sörubakstur aukabúgrein í fæðingarorlofi Nauðlenti flugvél í Flórída Hvað ætlar þú að lesa í dag? Svo fögur bein. VIÐ búum í samfélagi þar sem rit- málið er ríkjandi miðill. Læsi er þess vegna mikilvæg færni og auðvelt að rökstyðja að góð lestrarfærni sé bæði forsenda árangursríks náms og nauðsynlegur aðgöngumiði að menningu og samfélagi. Með sömu rökum má segja að lesblinda eða dyslexía sé talsverð fötlun enda hamlar hún þátttöku í upplýsinga- samfélaginu. Því miður hefur það lengi ein- kennt viðhorf fagmanna jafnt sem almennings til fatlaðra að fötlun sé fyrst og fremst afleiðing meintra galla einstaklinganna, frekar en að litið sé til þess hvort samfélag og umhverfi sé hannað með þarfir allra í huga. Í anda slíkra viðhorfa hefur lengi verið litið svo á að orsakir náms- erfiðleika barna sé að finna í takmörkunum hjá þeim sjálfum sem ráða þurfi bót á, frekar en að endurskoða þurfi námsumhverfi, kennsluaðferðir eða námsgögn með þarfir þeirra í huga. Börn með lesblindu hafa því verið send í svokallaða „sér- kennslu“ utan bekkjar sem oftar en ekki fer fram í óþökk þeirra sjálfra, enda vafasöm aðferð út frá fé- lagslegum sjónarmiðum. Þegar líða tekur á skólagönguna hefur heimilum nemenda svo verið haldið í gíslingu tímafreks heima- náms, enda alls ekki tryggt að „sér- kennslan“ hafi skilað þeim viðunandi lestrarfærni og nemendur oft í þeirri aðstöðu að þurfa að bæta sér upp rýra uppskeru kennslustundanna. Dæmi eru um að foreldrar, oftast mæður, hafi þurft að hætta að vinna til að lesa námsefni grunn- og fram- haldsskólans fyrir og með börnum sínum. Þökk sé tækninni, sjáum við fram á tíma þar sem góð lestrarfærni verður e.t.v. ekki eins nauðsynleg og hún hefur hingað til verið. Nú þegar eru til gagnleg hjálpartæki sem upp- haflega hafa t.d. verið þróuð fyrir blinda og sjónskerta. Ekki er ósann- gjarnt að fara fram á að skólar út- vegi og kynni slík tæki fyrir nem- endum sínum en því miður hafa fæstir skól- ar staðið sig vel í því. Innan skólanna þarf að hugleiða hvort sam- ræmi sé í því að gera lestur að afdrátt- arlausri forsendu náms en tala engu að síður um nám á forsendum hvers og eins. Hugleiða þarf hvort skólarnir geri líffræðileg sér- kenni lesblindra nem- enda að meiri fötlun en ástæða er til með því að mismuna, einangra og útiloka þá frá fullri þátttöku í náminu. Er það í anda skóla án aðgreiningar að bjóða nemendum fyrst og fremst upp á þann tjáningarmiðil sem vitað er að þeir eiga í sérstökum erfiðleikum með að nýta sér? Með því að leggja áherslu á grein- ingu á meintum göllum nemenda er hugsanlega viðhaldið tvískiptingu og aðgreiningu nemenda í lesblinda og ekki lesblinda eða m.ö.o. fatlaða og ekki fatlaða. Slík vinnubrögð þykja ekki lengur góður pappír innan fötl- unarfræðanna en virðast þó sam- ræmast vel skrifræðinu í mennta- kerfinu og keppninni um fjármagn sem útdeilt er á forsendum slíkra greininga. Oft taka foreldrar einnig virkan þátt í þessu fyrirkomulagi, með vilja sínum til að þekkja og sækja rétt barna sinna til sér- kennslu. Þetta fyrirkomulag krist- allast líka í áherslunni á að þróa sí- fellt betri greiningartæki til að segja örugglega af eða á um lesblindu eða ekki lesblindu. Ef til vill væri þó orku og peningum betur varið í að þróa og fjárfesta í hjálpartækjum sem veita myndu nemendum að- gengi að námsefninu eftir fjölbreytt- ari leiðum. Í þessu samhengi er auk þess vert að benda á að ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig skilgreina eigi lesblindu. Tæki sem notuð eru til greiningar spegla ólíkar hug- myndir fræðimanna og gefa því ekki öll sömu niðurstöðu. Í nýlegri rann- sókn á hugmyndum fólks um les- blindu komu fram vísbendingar um að skólar landsins skilgreindu les- blindu almennt á þrengri hátt en vilji væri til innan hagsmuna- samtaka lesblindra og væri það um- hugsunarefni. Markmið með menntun hlýtur að vera að auka þekkingu og víðsýni nemenda. Lestrarfærni er einungis verkfæri til að ná því markmiði – eitt af fleirum. Ef skólar einblína á að greina og ráða bót á lestrarerf- iðleikum nemenda er hætt við því að síður verði lögð áhersla á leiðir til að komast framhjá ritmálinu en slíkar leiðir geta e.t.v. nýst nemendum bet- ur þegar nám fer að þyngjast og reyndar einnig fleiri nemendum en þeim sem greinast myndu með les- blindu. Grunnskólarnir þurfa frekar að leggja áherslu á að greina hvaða kennsluaðferðir henta best hverjum nemanda og eftir atvikum þjálfa þá í notkun viðeigandi hjálpartækja áður en í framhaldsskólann kemur. Eða höfum við efni á að missa efnilega nemendur út úr skólunum snemma á unglingsárunum vegna lestrarerf- iðleika? Einangrunartímabilið í sögu heyrnarlausra er það tímabil nefnt þegar bann var lagt við notkun tákn- máls. Heyrnarlausir áttu að læra að lesa af vörum og að tala með hjálp kennara. Bannið varði í 100 ár og á þeim tíma dró verulega úr menntun heyrnarlausra, störf þeirra urðu ein- faldari og þeir einöngruðust frá hin- um heyrandi heimi. Ef samfélag og skóli viðurkenna ekki þarfir les- blindra í verki er hætta á að hugsað verði til baka til „einangrunartíma- bils“ í sögu lesblindra. Tímabils þar sem einstrengingsleg „ritmáls- stefna“ takmarkaði að óþörfu mögu- leika nemenda til náms og sam- félagsþátttöku á eigin forsendum. Aðgreining í skóla án aðgreiningar? Halla Magnúsdóttir fjallar um „sérkennslu“ lesblindra »Markmið meðmenntun hlýtur að vera að auka þekkingu og víðsýni nemenda. Lestrarfærni er ein- ungis verkfæri til að ná því markmiði – eitt af fleirum. Halla Magnúsdóttir Höfundur er þroskaþjálfi með meist- arapróf í menntunarfræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.