Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 6

Morgunblaðið - 06.01.2008, Page 6
6 SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VEGAGERÐIN vinnur nú fullum fetum að undirbúningi annars áfanga Vestfjarðavegar 60, hinni umdeildu vegagerð frá Þórisstöðum í Þorskafirði að Kraká á Skálanesi um Teigsskóg (svokallaðri leið B). Samkvæmt upplýsingum Vegagerð- arinnar er unnið að fullnaðarhönnun verkefnisins og er verið að leita sam- komulags við landeigendur um bæt- ur fyrir land og efnistöku. Er að því stefnt að útboð framkvæmdanna geti farið fram á þessu ári. Veglagningin hefur verið harðlega gagnrýnd, ekki síst af samtökum á sviði náttúru- og umhverfisverndar sem telja að hún muni hafa í för með sér mikil og óafturkræf umhverf- isspjöll í Teigsskógi og að við þverun Djúpafjarðar verði arnarsetur lögð í verulega hættu en þau njóti verndar laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Deilurnar mögnuðust þegar þá- verandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst fyrir réttu ári síðan á lagningu vegarins eftir leið B, þvert á úrskurð Skipulagsstofnunar, með ákveðnum skilyrðum. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þessa vegagerð með ýtarlegum rökstuðn- ingi er Gunnlaugur Pétursson verk- fræðingur, nú síðast í grein í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Gunnlaugur hefur sett fram útreikninga í fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar þar sem hann heldur því fram að ef gerð verði jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls í stað leiðar B megi koma í veg fyrir mikil náttúruspjöll og sætta ólík sjónarmið í málinu. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að leið B í gegnum Teigsskóg og tilheyrandi efnistaka myndi hafa í för með sér umtalsverð áhrif á landslag ,,Um- hverfisstofnun hefur bent sér- staklega á að Teigsskógur er á nátt- úruminjaskrá og að veglagning gegnum skóginn sé í andstöðu við 39. grein laga um náttúruvernd auk þess sem stjórnvöld hafi lagt fram stefnu til sjálfbærrar þróunar til ársins 2020 þar sem m.a. kemur fram að forðast beri eins og kostur er að skerða frekar birkiskóga. Þá hefur Skógrækt ríkisins bent á að veglagning hefði í för með sér allt að 50 ha skógareyðingu, sem verði þá mesta samfellda skógareyðing sem átt hafi sér stað vegna framkvæmda hér á landi í seinni tíð,“ að því er sagði m.a. í úrskurði Skipulagsstofn- unar. Taldi Skipulagsstofnun enn- fremur að þrátt fyrir að unnt væri að gróðursetja á jafnstóru eða jafnvel enn stærra svæði en því sem raskast á leið B þá gæti sú endurheimt aldr- ei komið algjörlega í stað þeirrar miklu röskunar sem yrði í vistkerfi Teigsskógar. Gert að rækta jafnstóran birki- skóg á Vestfjörðum Í upphaflegri matsskýrslu Vega- gerðarinnar voru lagðar fram þrjár mögulegar leiðir við lagningu Vest- fjarðavegar milli Þórisstaða og Krakár. Umhverfisráðuneytið heim- ilaði lagningu vegarins eftir leið B, eins og fyrr segir, en með ákveðnum skilyrðum. M.a. er framkvæmdar- aðila gert skylt að rækta birkiskóg á Vestfjörðum við sambærilegar að- stæður og eru í Teigsskógi a.m.k. til jafns að flatarmáli við þann birki- skóg sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða fram- kvæmd. Við útfærslu á vali á veg- kostum ber einnig að velja þann kost sem er bestur með hliðsjón af vernd- un Teigsskógar og við nánari út- færslu á vegstæðinu, frágangi þess og ræsum skal leitast við að lág- marka áhrif vegagerðar á skóginn. Síðastliðið sumar ákváðu landeig- endur, Náttúruverndarsamtök Ís- lands og Fuglaverndarfélag Íslands að höfða mál gegn umhverf- isráðherra og er það mál nú í vinnslu. Gunnlaugur Pétursson bendir á að um 2 mánuðum eftir úr- skurð umhverfisráðherra hafi komið út skýrsla frá nefnd á vegum ráðu- neytisins, ,,Vernd og endurheimt ís- lenskra birkiskóga“, þar sem lagt er til að Teigsskógur verði friðaður ásamt 8 öðrum birkiskógum hér á landi. Gerð jarðganga var ekki meðal þeirra kosta sem Vegagerðin lagði fram á sínum tíma en Gunnlaugur hefur haldið því fram að gangagerð undir Hjallaháls sé „að öllum lík- indum ódýrari en leið B“. Heldur hann því fram að kostnaður við leið B gæti orðið 3-3,5 milljarðar þegar allt er meðtalið. Ljóst er að Vegagerðin er þar ekki á sama máli. Álfheiður Inga- dóttir og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmenn VG, spurðu samgöngu- ráðherra út í þessi mál á Alþingi í vetur og í svari ráðherrans er vísað til matsskýrslu Vegagerðarinnar 2005, þar sem áætlaður kostnaður við framkvæmdir á leið B, Þór- isstaðir – Kraká, var 1.690 milljónir og kostnaður við 3. áfanga frá Kraká að Eyri var áætlaður 498 milljónir. Við endurskoðun samgönguáætl- unar frá fyrri hluta síðasta árs var gert ráð fyrir að leið B myndi kosta 1.954 millj. kr. og leiðin frá Kraká að Eyri 460 milljónir. Þingkonurnar spurðu einnig hvort ráðherrann hefði kynnt sér útreikn- inga Gunnlaugs sem bentu til þess að komast mætti hjá eyðileggingu verðmætra náttúrusvæða án mikils aukakostnaðar með því að gera göng undir Hjallaháls. Í svari ráðherra segir að Gunnlaugur hafi í Fram- kvæmdafréttum Vegagerðarinnar gert ýtarlega grein fyrir útreikn- ingum sínum á gerð jarðganga undir Hjallaháls og Gufudalsháls. „Auk þess birtir hann þar mun hærri kostnaðaráætlun fyrir leið B heldur en Vegagerðin gerir grein fyrir í svari […] Gunnlaugur reiknar með töluvert styttri jarðgöngum undir Hjallaháls en Vegagerðin hefur gert, með því að fara hærra með göngin, en svipaðri lengd undir Gufudalsháls. Vegagerðin hefur áætlað að heildarkostnaður við jarð- göng frá Þórisstöðum að Eyri yrði um 5,4 milljarðar kr., en Gunnlaugur metur kostnaðinn 4,3-4,4 milljarða kr. fyrir sams konar (tvíbreið) göng,“ segir í svari ráðherra. Stefnt er að útboði á hinni umdeildu vegagerð um Teigsskóg á þessu ári                                                                       ! "  "# $  "  $  %                    ! "   #  $  Birkiskógur Teigsskógur er á Náttúruminjaskrá og er sagður vera víð- áttumesti náttúrulegi birkiskógurinn á Vestfjörðum. Göng myndu bjarga skóginum en tölum ber ekki saman Í HNOTSKURN » Umhverfisstofnun hefur tal-ið að um 31-34 ha af skóg- inum muni raskast við veglagn- ingu en aðrir hafa talið 50 ha vera nær lagi. »Landvernd bendir á að meðjarðgöngum myndi leiðin um Barðastrandarsýslu styttast um a.m.k. 8 km umfram styttinguna með leið B. M ér finnst þetta gam- an,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra í Silfri Egils fyrir áramótin og átti þá við ráðherradóm sinn. Honum þótti í frásögur færandi, að ráðherrar töluðu um mál sín hver við annan eins og það væri honum ný reynsla. Þá rifjaðist upp fyrir mér, að hann sagði nákvæmlega þessi sömu orð við mig, þegar við vorum saman í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar: „Mér finnst þetta gaman.“ Það fór vel um hann þar. En þótt gagn- kvæmt traust og heiðríkja væri milli einstakra ráðherra og Davíðs var allra veðra von í samstarfsflokknum. Einn af öðrum tíndust þeir burt, ráð- herrar Alþýðuflokksins, í góð emb- ætti nema Jóhanna Sigurðardóttir. Hún sagði af sér sem ráðherra, gekk úr Alþýðuflokknum og sagði: „Minn tími kemur.“ Þetta var haft að gam- anmálum í Alþýðuflokknum gamla. Þegar mál eru heiðarlega lögð fyr- ir skapast smám saman traust innan ríkisstjórnar, ef vilji stendur til þess að vinna vel saman. En auðvitað hafa ráðherrar mismunandi viðhorf og lífsskoðanir eins og áður, sem fer eft- ir reynslu og upplagi hvers og eins. Þannig er barnaskapur eða sjálfs- blekking að ætlast til þess, að Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir geti haft sömu áherslur í utan- ríkis- og öryggismálum. Og svo er um okkur ýmsa aðra í Sjálfstæð- isflokknum og hefur raunar löngum verið. Það er ástæðulaust að draga fjöður yfir það. Í Silfri Egils sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir: „Við verðum að trúa því, sem erum í pólitík, að við þolum umræðuna.“ Þetta er laukrétt, og raunar forsendan fyrir árangursríku samstarfi ólíkra flokka. Á þetta reyndi í borgarstjórninni, en Björn Ingi Hrafnsson var veikur fyrir og átti ekki þennan þroska. Því fór sem fór og kemur fyrir lítið, þó að hann segi nú eftir á, að hann skilji ekki hvers vegna svona skyldi fara. Úr þessu rugli verður hann að greiða sjálfur. Þar geta ekki aðrir hjálpað, – nema Alfreð. En eftirtektarvert er, að meirihluti álitsgjafa ríkisfjölmiðilsins skuli gefa sex borgarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins skussaverðlaunin fyrir það, sem sami hópur þakkar Svandísi Svavarsdóttur, nefnilega að bjarga Orkuveitu Reykjavíkur undan Geysi Green. Þetta gaf tilefni til að bjóða Hönnu Birnu að standa fyrir máli sínu í Silfri Egils sem hún gerði vel, enda var til þess ætlast að hún skýrði málið frá sinni hlið. Viðmæl- endur voru Össur Skarphéðinsson, Hallgrímur Helgason og Reynir Traustason. Ráðherrann var ekki í essinu sínu, en hinir tveir sjálfum sér líkir. Það var nú það. Hanna Birna vék að því, að það væri margra ára verkefni að átta sig á, hvernig orkumálum okkar yrði best fyrir komið, og lá beinast við að ráðherra þess málaflokks skýrði af- stöðu sína, sem hann ekki gerði. Þó hefur hann annars staðar talað eins og það væri í burðarliðnum, að á Suðvesturlandi risi hátæknifyrirtæki, sem væri orkufrekt og þar sem störf- uðu 100 manns með doktorsgráðu. Það væri mikill fengur að slíku. Við Íslenska erfðagreiningu starfa nokkru fleiri með þvílíka lærdóms- gráðu. Við munum öll hvílíkur hval- reki það fyrirtæki var. Það gaf há- menntuðum Íslendingum erlendis tækifæri til að hverfa heim í störf, sem þeim hæfðu, auk erlendra vís- indamanna sem hér settust að, og styrkti háskólastarf hér á landi með beinum og óbeinum hætti. Mér sýnist að ráðherrann hafi nokkuð af þessu lært, þótt hann hafi ekki tekið Ís- lenskri erfðagreiningu opnum örm- um, ef ég man rétt. PISTILL »Ég get tekið undir með Össuri að það sé skylda fjölmiðla að taka rík- isstjórnina í karphúsið, hver sem hún er. En ráð- herrann má þá ekki vera viðkvæmur fyrir sjálfum sér, eins og mér finnst hann vera. Halldór Blöndal Rissað undir sjónvarpsþætti – – – Ég get tekið undir með Össuri að það sé skylda fjölmiðla að taka rík- isstjórnina í karphúsið, hver sem hún er. En ráðherrann má þá ekki vera viðkvæmur fyrir sjálfum sér, eins og mér finnst hann vera. Og því er hollt að muna orð Hönnu Birnu: Þeir, sem eru í pólitík, verða að þola um- ræðuna. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.