Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 06.01.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 2008 21 húsgögn gjafavara ljós opið í dag 13–16 afsláttur 15–70% ÚTSALA MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 www.mirale.is Opið mánud.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 sunnudag 13–16 bragðgott, en hvað áttu við með „ræktað í náttúrunni“? Ekki ein ein- asta kornjurt til manneldis eða hús- dýr hafast við í villtri náttúrunni: þetta allt saman höfum við fært okk- ur í nyt með sérhæfðri ræktun síð- astliðin tíu þúsund ár. Hveiti vex þar til að mynda ekki; við bjuggum það til. Og hvergi í heiminum vex korn í röðum án þess að við sáum því.“ Og þótt á Bretlandi sé ekki bæt- andi á óvinsældir Heathers Mills McCartney, fyrrum fyrirsætu og eig- inkonu Pauls McCartney, lét Sense About Science hana ekki komast upp með neinn moðreyk þegar hún sagði fullum fetum að vaxandi offita barna stafaði af mjólkurþambi. Tveir dokt- orar, hvorki meira né minna, lífeðl- isfræðingur við Cambridge-háskóla og næringarfræðingur hjá Bresku næringarstofnuninni, sögðu hana fara með rangt mál auk þess sem mjólk væri afar mikilvæg í heilbrigðu mataræði barna. „Hreint sogæðakerfi“ Í leikmannseyru hljómaði ef til vill nokkuð gáfulega þegar Carol Caplin, lífsstílsgúrú, eins og hún er kölluð, sagði að til að fyrirbyggja brjósta- krabbamein þyrfti að upplýsa konur betur um „mikilvægi þess að halda sogæðakerfinu hreinu og óstífluðu“. Michael Baum, fyrrum prófessor í skurðlækningum við Lundúnahá- skóla, segir hugmyndir Caplins fá- sinnu, hvorki byggðar á þekkingu á líffæra- né lífeðlisfræði hvað þá brjóstakrabbameini. Öðru í áþekkum dúr varpar mörg dægurstjarnan fram kinnroðalaust, án þess að hafa minnstu þekkingu á málinu. Alkunna er að hæst bylur jafnan í tómum tunnum svo það er ekki að ósekju að Sense About Science hafi áhyggjur af vitleysunni, sem sumir fara að trúa sem nýju neti og lepja hver eftir öðrum. Tæpast hafa þó margir tekið mark á Jo Wood, snyrtivöruframleiðanda og eiginkonu Ronnie í Rolling Sto- nes, þegar hún tilkynnti spaklega að „…það sem þú berð á húðina fer út í blóðrásina“. Til að taka af allan vafa fékk Sense About Science þó doktor Gary Moss, lyfjafræðing við Hertfor- shire háskóla, til að leiðrétta rang- færsluna. Hann bætti því hins vegar við að snyrtivörur gætu vissulega breytt yfirborðsáferð húðarinnar. Ekki verra að fá fullvissu um að þær gera a.m.k. eitthvert gagn. Bregðast við villandi fullyrðingum Á samnefndri vefslóð að viðbættu org.uk er Sense About Science skil- greint sem samtök, sem ekki eru rek- in í gróðaskyni og skrái vísindi byggð á traustum grunni í gagnasafn fyrir almenning. „…til þess að efla virð- ingu fyrir því sem satt er og rétt og hvetja vísindamenn til að blanda sér í umræðuna, einkum þegar gagna- grunnurinn virðist umdeilanlegur og erfiður viðfangs,“ segir á senseaboutscience.org.uk. og enn- fremur: Við vinnum með vísinda- mönnum til að:  bregðast við villandi fullyrðingum á opinberum vettvangi um vís- indi, læknisfræði og tækni,  koma á framfæri niðurstöðum vís- indalegra rannsókna til almenn- ings,  hjálpa þeim sem þurfa á sérfræði- aðstoð að halda við að komast í samband við vísindamenn vegna mikilvægra mála.  gera lærðum og leikum grein fyrir þróun og framvindu á sviði vís- inda. Til marks um fjölbreytnina er á vefnum fjallað um allt frá hræðslu við plastflöskur, flúoríð og MMR-bólu- efni gegn mislingum til deilna um genabreytingar, stofnfrumurann- sóknir og geislun. Óhefðbundnar lækningar, segulómskoðun, afeitrun, kjarnorka, lýðheilsa og veðurmynst- ur hafa einnig verið fyrirferðarmikil undanfarið. Ekkert tómarúm Eftir að bæklingurinn um vísinda- bull dægurstjarnanna kom út hafa þær verið undir smásjánni hjá Sense About Science og fleirum, en sam- tökin hafa hvatt þær eindregið til að kynna sér staðreyndir áður en þær opna munninn. Eitt símtal dugi – og þá vitaskuld til Sense About Science, segir á vef þeirra. Þrátt fyrir allt má þó alveg virða fræga fólkinu það til vorkunnar að þurfa sýknt og heilagt að svara spurningum aðgangsharðra fjölmiðla um allt milli himins og jarð- ar án þess að gefast ráðrúm til að kanna málin. Núna, ári eftir útkomu bæklings- ins, segir sérfræðingur í vísindaskrif- um við The Guardian að svo virðist sem fræga fólkið hafi á árinu 2007 síður hætt sér út á hálar brautir með tilhæfulausum fullyrðingum á sviði vísinda. Samt er eitthvað um axar- sköftin og að mati blaðamannsins birtast þau helst þegar stjörnurnar fjalla um eitthvað sem nefnist líf- rænt, gervi og náttúrulegt. Pínlegast þótti þegar sjónvarpskonan Sarah Beeny talaði um yndislega „chemi- cal-free“ eða efnalaus húðkrem og farða í þættinum „How Toxic Are You?“ (Hversu eitruð eruð þið?) á Channel 4. Ian Mabbett, efnafræð- ingur við Swansea-háskóla, benti réttilega á að efni væru „allt og alls staðar“ ella væri allsherjar tómarúm. Þótt Jason Braithwaite, sérfræð- ingur í taugasjúkdómum við Birm- ingham-háskólann, segi ómögulegt að mæla hvort Nintendo-leikurinn Dr. Kawashima’s Brain Training (Heilaþjálfun doktors Kawashimas) auki leikmönnum vitsmuni vilja þeir eflaust gjarnan trúa Nicole Kidman. „Ég fann fljótlega að þjálfun heilans er frábær leið til að halda mér ungri í hugsun,“ segir hún í auglýsingu fyrir umræddan leik. Kannski nokkuð til í þeim frasa þótt tölvuleikurinn skipti tæplega sköpum, heldur – eins og Braithwaite bendir í stórum dráttum á: Geri fólk einungis færara í leiknum, því æfing- in skapi meistarann. Engu að síður verður ekki af Nicole Kidman skafið að hún er greindarleg á að líta og góð leikkona. Madonna og Jamie Oliver eru líka fær á sínu sviði – ef út í það væri farið. En þau eru bara ekki vís- indamenn. » Þrátt fyrir allt má þó alveg virða fræga fólkinu það til vorkunnar að þurfa sýknt og heilagt að svara spurningum aðgangsharðra fjölmiðla um allt milli himins og jarðar án þess að gefast ráðrúm til að kanna málin. Glottandi sagði Þórarinn: Mafían má þó eiga það að hún sprengir ekki kjarnorkusprengjur. Þú ættir að kíkja á fréttina Avisen.dk um lista- mennina sem smygluðu sér inn í veð- urfréttatíma á tékkneskri sjónvarps- stöð. Það var verið að sýna veðrið í mismunandi fjallahéruðum landsins þegar stóran og auðþekkjanlegan svepp bar skyndilega við himininn og allt varð skjannahvítt í forgrunni. Áhorfendur stöðvarinnar urðu að vonum skelkaðir en fljótlega kom í ljós að um falsaða myndbandsspólu var að ræða. Hrekkjalómarnir fengu milljón króna verðlaun í samkeppni ungra listamanna. Það er þó skamm- góður vermir því þeir fá að öllum lík- indum dóm á sig og háar fjársektir. Væntanlega er dómaranum brugðið, giskaði Auður á. Af tvennu illu er betra að svelgjast á kaffinu við að fá bíl inn til sín en sjá kjarnorku- sprengju springa í veðurfréttunum. Höfundar eru heimavinnandi hjón í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.