Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.01.2008, Blaðsíða 22
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Knattspyrna Margrét Lára segir eðlislægt að vera á réttum stað, annað sé vinna. Meiri keppnismanneskjur eru vand-fundnar en Margrét Lára Viðars-dóttir. Þannig er henni lýst af þeim sem til þekkja. Og þeim sem hafa séð til henn- ar á knattspyrnuvellinum. „Já, það getur passað,“ segir hún hæglát. – Á það við um allt? „Já, rosalega margt.“ Hún færist öll í aukana. „Ég bý til keppni úr öllum aðstæðum. Og geri oft grín að því þegar ég fer með vini mín- um í körfubolta, sem ég veit að ég hef ekki roð við. Mér finnst gaman að keppa, setja mér markmið og reyna að vinna. Ég held að það skipti ekki öllu máli hver vettvangurinn er. Maður getur að sjálfsögðu ekki verið 100% í öllu, en ég reyni að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ – Þú ert í námi? „Ég er í kennslufræði- og lýðheilsudeild í Háskólanum í Reykjavík. Það á vel við mig, enda get ég ekki skilið við íþróttirnar.“ – Og þú passar upp á heilbrigðið? „Ég er ekki í neinum öfgum, en legg mikið upp úr heilbrigðu og góðu lífi – að vera fyr- irmynd fyrir þá yngri. Það skiptir miklu máli hvað maður lætur ofan í sig og að fá góðan svefn. Ég veit ekki hvort ég er ströng við sjálfa mig, myndi segja að ég væri róleg í tíðinni, en ég reyki ekki og drekk ekki.“ – Fékkstu góðan mat um jólin? „Æðislega góðan! Mamma er fyrirmynd- arkokkur og ég fékk hamborgarhrygg á að- fangadag. Svo voru veisluhöld allar hátíðarnar, en það er alltaf góður matur hjá mömmu, sama hvort það eru jól eða ekki.“ – Ætlarðu aftur í atvinnumennsku? „Já, engin spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að verða atvinnukona í knatt- spyrnu. Í því samhengi er tímasetningin mik- ilvæg. Ég er í frábæru liði sem ég ætla ekki að fórna fyrir annað síðra – bara til að fara utan. Það yrði aðeins til að takast á við nýjar áskor- anir með betra liði og setja sér hærri markmið. Ég yrði að sjá fram á að bæta mig sem leik- mann og umhverfið og aðstæður yrðu að vera betri en það sem ég bý við.“ – Hvers vegna hættir þú hjá Duisburg? „Það er svo langt síðan að ég man það ekki,“ svarar hún og hlær. „Þetta var ágætur tími, ég lærði margt, en ég taldi réttast að fara heim og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Það er frábært lið með góða einstaklinga sem eiga eftir að geta náð langt, en á þessum tíma var ekki hugsað nægilega vel um leikmenn og ekki farið eftir samningi. Þess vegna taldi ég best að fara heim. En ég bý að góðum tíma í Duisburg; ég lærði mikið og held ég hafi orðið betri leik- maður og persóna.“ – Hvernig samræmirðu lífið í Eyjum námi og spilamennsku í landi? „Ég bý að mestu í Reykjavík en fjölskylda mín og vinir í Eyjum. Ég reyni að vera dugleg að heimsækja þau, en það gefst ekki mikill tími vegna leikja og æfinga. Annars er gott að geta komið heim, slakað á með fjölskyldunni og gleymt daglegu amstri. Þá kemur maður end- urnærður til baka.“ – Hvernig er lífið utan fótboltans? „Ég reyni að nota tímann utan æfinga og skóla til að hvíla mig sem mest. Annars veit ég ekki í hvað tíminn fer; mér finnst gott að vera í góðra vina hópi eða horfa á góða mynd.“ – Svo er stefnan sett á stórmót? „Við eigum ágæta möguleika á að komast áfram ef við spilum eins og við gerðum í sum- ar.“ – Hver er galdurinn við að skora mörk? „Ég held að maður þurfi að hafa tilfinningu fyrir því að vera réttur maður á réttum stað. Það er fólki eðlislægt, en þess utan þarf mikla vinnu og æfingar til að klára færin.“ Alltaf til í keppni Metnaðurinn er mikill hjáRögnu Ingólfsdóttur, semæfir kvölds og morgna, yf- irleitt tvisvar á dag, og þess á milli slakar hún á og undirbýr sig fyrir næstu æfingu. – En hvað gerirðu utan badmin- tonvallarins? „Ekki mikið,“ svarar hún og hlær. „Um helgar reyni ég að gera eitt- hvað með vinum og fjölskyldu, fer t.d. á kaffihús. Mér finnst það þægi- legt, að sitja og spjalla.“ – Svo ertu í námi. „Ég er í heimspekinámi með sál- fræði sem aukagrein, á ritgerðina eftir og tvö námskeið. Ég er ekki bú- in að ákveða hvað ritgerðin verður um, en mig langar til að reyna að skila henni fyrir Ólympíuleika. Ég æfi mikið mánuðina fyrir, þannig að kannski er ágætt að hugsa stundum um annað, t.d. að skrifa ritgerð.“ – Þetta verða þínir fyrstu Ólymp- íuleikar? „Ég reyndi líka fyrir síðustu, en komst ekki inn þá. Það verður því vonandi skemmtilegt þegar síðasti heimslistinn kemur, en þá verður talið. Ég er vel inni núna.“ – Hvernig undirbýr maður sig fyr- ir slíkan viðburð? „Ég hef lesið mikið, sæki sálfræðitíma hjá íþróttasálfræðingum og finnst andlega hliðin skipta mestu máli ári fyrir leikana – að tala já- kvætt til sín og brjóta sig ekki niður. Svo æfi ég á fullu, eins og ég hef gert alla ævi. Listinn verð- ur birtur 1. maí, þannig að ég hef þrjá mánuði til lokaundirbúnings. Fyrsta mánuðinn eru lyft- ingar og hlaup, síðan léttir maður sig og loks spilar maður meira badminton síðasta mán- uðinn.“ – Stefnirðu á London 2012? „Það er sagt að konur toppi í badminton um 28 ára aldurinn, en karlar nær þrítugu. Ég er bara 24 ára, þannig að ég á nokkur góð ár inni ennþá. Margir spyrja mig hvort ég ætli að reyna við ÓL árið 2012. Ég ætla nú að reyna að byrja á Peking. En jú, það væri gaman að reyna. Þá verður maður vonandi á hátindi ferils- ins.“ – Hvað um atvinnumennsku? „Ég er eiginlega atvinnumaður núna, eða það sem kemst næst því á Íslandi. Mig hefur aldrei langað til að flytja út. Ég hef góða þjálfara og það eina sem mig vantar eru stelpur, sem eru betri en ég. Ég spila alltaf við strákana. Fyrir utan það er ég í fínum málum hér heima, það er vel hugsað um mig, og ég fengi ekki svona mikla hjálp ef ég færi út – þá myndi ég týnast í hópn- um. Ég er líka of lítil í mér til að búa einhver- staðar ein, bara til að spila badminton. Ég vil gera fleira í lífinu og flestar vinkonur mínar eru utan við badminton.“ – Er tími fyrir vinkonur? „Maður hefur oft fengið skot á sig í gegnum tíðina – ætlarðu að sleppa árshátíðinni fyrir æf- ingu? En ég hef aldrei tekið það inn á mig, alltaf valið æfingar og keppni umfram annað. Eftir að ég komst næstum því á síðustu ÓL hef ég mætt meiri skilningi hjá vinum og vandamönnum, t.d. þegar ég sleppi jólaboði fyrir landsliðsæfingu.“ – Gætirðu að mataræðinu? „Einkum síðustu ár. Ég ólst upp við hollan mat heima, en fór til tveggja næringarfræðinga til að fá mismunandi ráðgjöf fyrir tveimur til þremur árum og hef reynt að fylgja því. Ég tek tarnir þar sem ég er mjög ströng, slaka á inn á milli, en borða alltaf hollan mat og er ekki í neinu sukki. Íslenskur heimatilbúinn matur er langbestur. Ég finn mikinn mun á mér þegar ég er á ströngu mataræði, vakna ferskari á morgn- ana og hef meiri orku. En það er of mikið að vera alltaf á því, ég leyfði mér til dæmis um jólin að fá sósu á kjötið og svona. Það er annars alveg bannað, engin sósa, brauð, pasta eða mjólkur- vörur – aðallega grænmeti, ávextir, kjöt og fisk- ur, mikið af bætiefnum og orkudrykkjum. – En kartöflur? „Já, ég hef aldrei sleppt kartöflum,“ segir hún og hlær. „Frönskum, ég sleppi þeim.“ – Hvað um svefntíma? „Mér líður langbest ef sofna fyrir tólf og vakna átta til níu, þá hef ég mesta orku yfir dag- inn og vakna hress. En um jólin ruglast allt og ef ég ferðast mikið. Flugið frá Íslandi er snemma á morgnana og maður sofnar aldrei þá nótt, er stressaður fyrir flugið og yfir því að missa af vélinni. Annars reyni ég að passa upp á svefninn og ef ég missi úr, kannski þrjá daga, þá reyni ég að sofa lengur fjórða daginn og ná því upp.“ Spilar við strákana Morgunblaðið/Golli Badminton Ragna sleppir árshátíðum fyrir æfingar. Morgunblaðið/Árni Torfason Knattspyrna Margrét Lára Viðarsdóttir var kjörin íþrótta- maður ársins, fjórða konan sem hlýtur þá vegsemd. Hún er 21 árs, varð Íslandsmeistari og markakóngur með Val og er lyk- ilmaður hjá landsliðinu sem stefnir að lokakeppni EM 2009. Morgunblaðið/Golli Badminton Ragna Ingólfsdóttir er 24 ára, varð í þriðja sæti í kjöri á íþróttamanni ársins og er í 53. sæti á heimslistanum. Mótatörnin er stíf fram að 1. maí, en þá nægir henni líklega að vera í 50.-60. sæti heimslistans til að komast á ÓL í Peking. Morgunblaðið/Golli Sund Ragnheiður Ragnarsdóttir er 23 ára og varð ein af tíu efstu í kjöri á íþróttamanni ársins. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að synda 50 m skriðsund undir 26 sekúndum og náði ÓL-lágmörkum bæði í 50 og 100 m skriðsundi. Afrekskonur í íþróttum Í kjöri á Íþróttamanni ársins voru þrjár konur á meðal tíu efstu. Pétur Blöndal talaði við íþróttamann ársins, Margréti Láru Viðarsdóttur, badmintonkonuna Rögnu Ingólfsdóttur og sundkonuna Ragnheiði Ragnarsdóttur. Þær hafa sett sér krefjandi markmið og framundan er viðburðaríkur tími, tvær stefna á Ólympíuleika í Peking í haust og sú þriðja að lokamóti EM í Finnlandi árið 2009 með kvennalandsliðinu. daglegtlíf |sunnudagur|6. 1. 2008| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.