Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bankakreppan Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ENGAR viðræður voru hafnar í gær milli skilanefnd- ar Landsbankans og aðstandenda tónlistar- og ráð- stefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. Stefán Her- mannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR, segir að fullkomin óvissa ríki um framhald verksins. Um einkaframkvæmd er að ræða, samkvæmt samn- ingi milli Austurhafnar-TR og eignarhaldsfélagsins Portus, sem til helminga er í eigu Landsbankans og Nýsis. Austurhöfn er í eigu ríkisins, sem á 54%, og Reykjavíkurborg á 46% hlut. „Á meðan ekkert hefur verið ákveðið halda fram- kvæmdir áfram en það á alveg eftir að fara yfir mál- in og taka ákvarðanir. Við erum að fara yfir stöð- una,“ segir Stefán, sem rætt hefur við Portus og Íslenska aðalverktaka um stöðuna. Bygging hússins er um það bil hálfnuð og að sögn Stefáns var búið að gera samninga um flesta þá verkþætti sem eftir eru. Aðalverktakar hafi verið búnir að semja við undirverktaka, sem í flestum til- vikum eru erlend fyrirtæki. Framkvæmdir við bílastæðahús tónlistarhússins eru einnig hafnar. Upphaflega voru áætluð 1.600 bílastæði og þar af tilheyrðu tónlistarhúsinu tæplega 500 stæði. Óvissa er um stokk á þessu svæði og því var ákveðið að skipta bílastæðahúsinu í áfanga. Er nú byrjað á þeim áfanga sem tengist tónlistarhúsinu, alls 700 stæði, og á því verki að vera lokið um leið og sjálft húsið verður tekið í notkun. Bílastæðasjóður Reykjavíkur var skuldbundinn til að kaupa 250 stæði. Þá er fullkomin óvissa um að fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans rísi á þessu svæði, sem og hótel í tengslum við tónlistarhúsið. Gengið var frá samningum um byggingu hússins á sínum tíma, árið 2003, og síðan samið um rekstrar- styrki að framkvæmdum loknum. Eigandi hússins er Portus en ríki og borg skuldbundu sig síðan til að greiða árlega ákveðið framlag samkvæmt samningi í 35 ár. Er það því mikið hagsmunamál fyrir Portus að ljúka framkvæmdinni til að ná inn rekstrarstyrkjum. Reykjavíkurborg á sem fyrr segir 46% hlut í Aust- urhöfn. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segir borgaryfirvöld ekki hafa rætt um frekari aðkomu þeirra að verkefninu. Borgin hafi lagt fram sína að- gerðaráætlun um rekstur og eignir sínar. Hann muni ekki tjá sig um einstök verkefni. bjb@mbl.is Morgunblaðið/RAX Framkvæmdir Samkvæmt áætlun átti tónlistar- og ráðstefnuhúsið að vera tilbúið árið 2010. Verkið er nú hálfnað og framkvæmdir eru einnig hafnar við bílastæðahús. Lengi hefur verið beðið eftir að húsið rísi. Tónlistarhús í óvissu Framkvæmdir hálfnaðar og verktakar búnir að gera samninga um flesta þá verkþætti sem eftir eru „ÞAÐ er augljóst mál að við þurfum að hugsa alla okkar vetraráætlun upp á nýtt nú þegar öll ytri skilyrði hafa versnað til muna,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri og aðaleig- andi Primera Travel Group. „Það eru líkur á því að við munum fella niður allt okkar prógram í Kar- íbahafinu,“ segir Andri Már og bend- ir á að þær ferðir séu bæði langar og dýrar, en við núverandi aðstæður séu forsendur slíkra ferða brostnar. Aðspurður segir Andri Már nokk- ur hundruð Íslendinga þegar hafa pantað ferðir til Karíbahafsins og fari svo að ferðirnar verði felldar nið- ur muni fyrirtækið endurgreiða við- skiptavinum sínum ferðirnar. „Við munum hins vegar halda öllum okk- ar grunnferðum sem skipta máli, s.s. ferðum til Kanaríeyja, borgarferð- um til Prag og skíðaferðum svo fátt eitt sé nefnt.“ Að sögn Andra hefur fyrirtækinu þegar borist nokkuð af fyrirspurnum frá Íslendingum sem spyrjist fyrir um það hvort þeir geti hætt við fyr- irhugaðar utanlandsferðir. Að sögn Andra er aðeins lítill hluti starfsemi Primera Travel Group hérlendis, því Ísland er aðeins um 7% af heildarumsvifum fyrirtækis- ins. „Þannig að það er ekkert vanda- mál fyrir okkur að styðja við starf- semina hér heima meðan hún á undir högg að sækja, en það er alveg ljóst að við munum skera hana niður yfir vetrarmánuðina meðan við bíðum átekta og sjáum hvernig mál þróast,“ segir Andri Már og tekur fram að það myndi ekki koma sér á óvart ef breyting yrði á umhverfi ís- lensku ferðaþjónustunnar á næstu mánuðum. Morgunblaðið/Ómar Breyta vetrar- áætlun Fólk er að hætta við utanlandsferðir Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Fyr- irhugað er að reisa gagnaver í nágrenni Árness í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Eigendur fyrir- tækisins Greenstone og fulltrúar sveitarfélagsins skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um lóð fyr- ir hús undir starfsemi fyrir- tækisins. Eigendur Greenstone hafa fengið vilyrði hjá Landsvirkjun um að minnsta kosti 50 MW orku til reksturs fyrirtækisins. Lóðin er í nágrenni virkjana í Þjórsá. Sigurður Jónsson sveitarstjóri segir að netþjónabúið geti skapað 20 ný störf og jafnmörg afleidd störf. Slíkt fyrirtæki yrði mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og örugglega gott innlegg í þjóðar- búið, til framtíðar litið. Útvega lóð fyrir gagnaver „OKKAR stefna er sú að þau verð sem við gáfum út í lok ágúst gilda til lok ágúst á næsta ári. Það er al- gerlega stefna okkar og hefur eng- in umræða farið fram um neitt ann- að þó það fari um mann þegar krónan fellur,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Hann segir IKEA ætla að reyna að halda verðinu niðri eins lengi og hægt sé. Veiking krón- unnar setji óhjákvæmilega strik í reikninginn en reynt verði að ríg- halda í gamla verðið og treysta því að bjartari tímar séu framundan. „Við erum með stóran lager og erum að taka til í eigin ranni og reyna að trimma okkur af,“ segir Þórarinn og segir að þótt róðurinn hafi þyngst verði reynt að stefna fram líkt og ákveðið hafi verið. Þó hafi fundist fyrir því að fólk haldi að sér höndum meira nú en áður. Óbreytt verð hjá IKEA Morgunblaðið/Árni Sæberg FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR mun taka við öllum íbúðalánasöfnum þeirra viðskiptabanka sem þess óska, einnig þeim sem eru yfir hámarks- lánum sjóðsins og veðhlutfalli. For- stjóri Íbúðalánasjóðs telur líklegt að sjóðurinn taki einnig við lánum sem kunna að vera í vanskilum í bönkunum. Starfsfólk Íbúðalánasjóðs og fé- lagsmálaráðuneytis vinnur að því þessa dagana að undirbúa yfirtöku íbúðalána banka. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að málin skýrist smám saman en tekur fram að enn sé mörgum spurningum ósvarað. Hann segir mikilvægast að ákvörðun hafi verið tekin en úrvinnsla gæti tekið tvær til þrjár vikur. Í gær hafði ekki borist ósk frá skilanefndum Lands- bankans eða Glitnis um sölu á íbúðalánasöfnun en ein lánastofnun spurst fyrir um möguleikana. Óháð fjárhæð og veðhlutfalli Reiknað er með að tekið verði við eignasöfnunum í heilu lagi, jafnt innlendum lánum sem erlendum, og án tillits til fjárhæðar láns eða veð- setningar húsnæðis. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs eru nú 20 milljónir en í söfnum bankanna kunna að vera lán upp á tugi milljóna út á verðmætar eignir. Sjóðurinn lánar að hámarki 80% af verðmæti íbúða en bankarnir höfðu um tíma rýmri skilmála, lánuðu allt upp undir 100%. Það þýðir að búast má við því að í lánasöfnum þeirra séu yfir- veðsettar eignir enda hefur íbúða- verð ekki fylgt verðlagsþróun að undanförnu. Guðmundur segir að Íbúðalánasjóður þekki þannig að- stöðu vel enda hafi hún oft komið upp á landsbyggðinni. Ekki er gert ráð fyrir því að ein- stakir lántakendur í banka sem starfar áfram geti óskað eftir láni hjá Íbúðalánasjóði til að endur- fjármagna íbúðarlán þar. Að sögn Guðmundar er líklegt að tekið verði við íbúðalánum í söfnum bankanna, þótt þau kunni að vera komin í vanskil. Segir Guðmundur að unnið sé að athugun á þeim þætti í samvinnu við félagsmála- ráðuneytið. Guðmundur telur að yfirfærsla lánanna geti ekki haft það í för með sér að greiða þurfi þinglýs- ingargjald og stimpilgjöld af skuldabréfunum að nýju. Það gæti hins vegar þurft að gera við skuld- breytingar. Auka þarf eigið fé Íbúðalánasjóður tvöfaldast ef hann tekur við íbúðalánum allra bankanna og breytist. Þarf hann að auka eigið fé sitt. Guðmundur segir að það geti gerst með eiginfjár- framlagi ríkissjóðs eða með því að taka við íbúðalánum bankanna með afföllum. Frá þessu hefur ekki verið geng- ið. Taka við heilum lánasöfnum  Íbúðalánasjóður hefur ekki fengið umsókn frá skilanefndum viðskiptabanka um yfirfærslu lána  Ef til kemur verða öll íbúðalán viðkomandi banka tekin yfir, óháð upphæð og veðhlutfalli Reiknað er með því að úrræði sem Íbúðalánasjóður hefur til að að- stoða húsnæðiskaupendur í greiðsluerfiðleikum gildi um lánin sem sjóðurinn tekur væntanlega við af bönkunum. Unnt er að leita eftir samningum um greiðsludreif- ingu vanskila, skuldbreytingu, tímabundna frestun á greiðslum og lengingu lánstíma. Unnið er að undirbúningi fleiri úrræða. Úrræði Íbúðalánasjóðs miðast við að óvænt atvik hafi komið upp hjá lántakanda sem breyta upphaf- legum forsendum. Fólk er hvatt til að leita strax aðstoðar, áður en vanskil verða veruleg. Ef greiðsluvandi er óverulegur er unnt að leysa hann með samn- ingi um greiðsludreifingu vanskila í allt að átján mánuði. Lögfræði- svið Íbúðalánasjóðs annast samn- inga. Ef greiðsluvandi er verulegur er skuldurum ráðlagt að leita til við- skiptabanka síns. Þá kemur til álita að skuldbreyta vanskilum á lánum við Íbúðalánasjóð, fresta greiðslum eða lengja lán. Íbúða- lánasjóður setur meðal annars þau skilyrði fyrir þessum úrræðum að greiðsluerfiðleikar stafi af óvænt- um tímabundnum erfiðleikum vegna veikinda, slysa, minni at- vinnu, atvinnuleysis eða af öðrum ófyrirséðum atvikum. Skuldbreyting felst í því að breyta vanskilum í nýtt lán, til 5 til 15 ára. Íbúðalánasjóði er heimilt að veita einstaklingum frestun á lána- greiðslum í allt að þrjú ár. Sjóðnum er heimilt að lengja upphaflegan lánstíma um allt að 15 ár þegar lántaki á í greiðsluerfiðleikum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Tvö síðastnefndu úrræðin eru háð því að lánin séu í skilum. Unnt að leita samninga um vanskil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.