Morgunblaðið - 09.10.2008, Page 24

Morgunblaðið - 09.10.2008, Page 24
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Þeir eru ófáir sem ganga um með hnút í maganumyfir ástandinu sem skekur heimsbyggðina umþessar mundir og ekki síst okkur hér á Fróni.Óvissan um morgundaginn er enda mikil og kannski er óþægilegust tilfinningin að hafa litla sem enga stjórn á því hvernig fjárhagur heimilisins á eftir að spjara sig. En er eitthvað sem við getum gert til að tryggja hag okkar um þessar mundir? Ingólfur H. Ingólfsson, sem hef- ur starfað við fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga um langa hríð, hefur orðið: „Almennu ráðin eru þau að nú á ríkis- stjórnin leik og við skulum leyfa henni að klára,“ segir hann. „Við almennir borgarar eigum bara að vera róleg á hliðarlínunni og sjá til hvað ríkisstjórnin mun gera. Ef við förum að gera einhverjar rósir núna vitum við ekkert hvernig það endar.“ Hann segir að það sem geti virst rétt í dag í fjármálum geti reynst kolrangt á morgun. „Jafnvel þótt við förum út í einhverjar fjár- málaaðgerðir í góðri trú, getur það farið svo að það endi eins og búmerang í höfðinu á okkur, að ég tali nú ekki um ef við gerum það í hálfgerðri skelfingu. Ástandið er svo ótryggt að maður veit bara alls ekkert hvaða afleiðingar það kann að hafa.“ Ekki taka út sparnaðinn Sennilega er það tvennt sem brýst um í almenningi um þessar mundir, annars vegar sparnaðurinn og hins vegar skuldirnar og hvernig þessu tvennu muni vinda fram hjá hverjum og einum. Sumir hafa brugðist við með því að taka út sparnaðinn sinn en Ingólfur geldur varhug við slíku. „Ekki taka út sparnaðinn. Núna eiga menn að hafa hann inni á almennri sparisjóðsbók. Forsætisráðherra og ríkisstjórnin eru margbúin að lofa því að þær innistæður séu tryggðar og við verðum einfaldlega að taka það trúan- legt. Þess vegna er engin ástæða til að hlaupa til og taka peninginn út, alveg sama hvaða fréttir koma af bönk- unum.“ En hvað þá með þá sem ekki eru með peningana sína á almennum sparireikningum heldur hafa lagt þá inn í sjóði í bönkunum? Raunar voru þessir sjóðir áfram lokaðir í gær svo ekki var um það að ræða að taka þar út en ráðleggur Ingólfur fólki að flytja hugsanlega innistæðu þar yfir á bankabækur þegar þeir verða opnaðir? „Það er of snemmt að segja til um það,“ svarar Ingólfur. „Almenna reglan er að peningarnir séu öruggastir inni á sparisjóðsbókinni en við skulum bara sjá til hvað gerist þegar sjóðirnir verða opnaðir aftur.“ Varar við niðurgreiðslum í flýti Sparnaðurinn er þó aðeins ein hliðin á fjármálum fólks. Þeir eru ófáir sem hafa tekið á sig miklar skuldbindingar í formi húsnæðis- og bílalána undanfarin ár og hafa eðlilega áhyggjur af því hvernig gengisþróunin að undanförnu muni breyta afborgunum á næstu mánuðum og misserum, hvort heldur lánið er verðtryggt eða tekið í erlendri mynt. „Mín ráðlegging er sú að nota ekki sparn- aðinn sinn til að greiða niður lánin sín í ein- hverjum flýti,“ segir Ingólfur. „Ástæðan er einföld. Sparnaðurinn er það dýrmætasta sem maður á í dag. Ef ég ætti t.d. eina milljón inni á reikningi hjá mér og tæki það út til að lækka höfuðstólinn af láninu núna um eina milljón þá hefði ég ekkert svigrúm til að bregðast við óvæntum fjárútlátum. Ég hefði þá enga peninga til ráð- stöfunar ef þvottavélin bilaði eða kúplingin í bílnum mín- um færi. Ekki get ég verið þvottavélarlaus heilt eða hálft ár.“ Hvað erlendu lánin varðar þá er ástæðulaust að ör- vænta þótt útlitið virðist svart þessa dagana. Enn eru rúmir 20 dagar í næstu gjalddaga af þeim hjá flestum og búast má við að mikið vatn eigi eftir að renna til sjávar á þeim tíma. „Verði ástandið þá eins óljóst og nú myndi ég ráðleggja fólki að hafa samband við bankann sinn og segja að það sé ekki hægt að borga af þeim undir þessum kring- umstæðum. Eins og ástandið er núna þá veit enginn hvert gengið er og þess vegna eiga menn hreinlega ekki að vera að kaupa gjaldeyri, hvort sem það er til að greiða niður lán eða ekki. Og það getur heldur enginn ætlast til þess.“ Morgunblaðið/Jim Smart Beðið Við erum vön að bíða eftir því að hnúturinn leysist og þannig standa málin núna í fjármálunum. Bíðum róleg og sjáum til hvað gerist Umræðan um hinn mikla ólgusjó sem Íslendingar ganga í gegnum þessa dagana einkennist af fréttum af stöðu bankanna, aðgerðum ríkisstjórnarinnar og hag- kerfum heimsins. En hvernig geta hin litlu hagkerfi – fjölskyldurnar og ein- staklingar – brugðist við til að minnka skaðann? „Nú á ríkis- stjórnin leik og við skulum leyfa henni að klára.“ fjármál heimilanna 24 FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ - kemur þér við Milljónirnar leita út á land Hatrömm reiði í Bret- landi, háð í Danmörku Íslandi líkt við Argentínu ogVenesúela Sérfræðingar í eigin óreiðu og mistökum Hættið að hræðast fitupúkann Bubbi þjappaði þjóðinni saman Hvað ætlar þú að lesa í dag? Hið almenna ráð Ingólfs varðandi gjaldeyriskaup er að sneiða hjá þeim, sé þess nokkur kostur, þar sem gengi gjaldmiðla virðist vera á reiki. Ekki geta þó allir farið eftir þessum ráðum, t.a.m. þeir sem hafa þegar greitt ferðir til útlanda sem farnar verða á næstu dögum. „Menn verða að reyna að fara afskaplega sparlega með fé sitt úti því þeir vita ekki hvað þeir eru að borga fyrir gjaldeyrinn sem þeir eyða frá degi til dags. Vilji menn vera lausir við þá óvissu er góð hug- mynd að kaupa ákveðinn gjaldeyri áður en lagt er upp í ferðina því þá vita þeir hvað þeir hafa í hönd- unum. Þeir sem nota kortin sín í útlöndum hafa í raun ekki hugmynd um það.“ Þannig geti verið ágætis ráð að gera einfaldlega eins og í gamla daga – ákveða fyrirfram hversu miklu verði eytt í útland- inu, skammta farareyrinn eftir því og reyna að láta hann duga sem best. Hvað um gjaldeyri í útlöndum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.