Morgunblaðið - 09.10.2008, Síða 43

Morgunblaðið - 09.10.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2008 43 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL Troddu þessu í pípuna og reyktu það! -L.I.B.,TOPP5.IS/FBL - DÓRI DNA, DV -T.S.K., 24 STUNDIR- H.J., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI eeee - Ó.H.T, Rás 2 eee - L.I.B, Topp5.is/FBL M Y N D O G H L J Ó Ð FRAMTÍÐAR SPENNUTRYLLIR Í ANDA BLADE RUNNER LUKKU LÁKI ER MÆTTUR AFTUR Í SKEMMTILEGRI MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! S.V. MBL -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8Sýnd kl. 6 Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi! HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND SMÁRABÍÓI, Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND (EÐA ÞÁTTARÖÐ) HINGAÐTIL.” -B.S., FRÉTTABLAÐIÐ “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLANTÍMANN” -S.M.E., MANNLÍF “REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” -DÓRI DNA, DV Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Burn After Reading kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára Pineapple Express kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Mamma Mia kl. 5:30 - 10:15 LEYFÐ Grísirnir þrír kl. 3:45 LEYFÐ Lukku Láki kl. 4 LEYFD 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á “ENN EIN SNILLDIN FRÁ COEN-BRÆÐRUM” -T.S.K., 24 STUNDIR - L.I.B.,TOPP5.IS/FBL GÁFUR ERU OFMETNAR - S.V., MBL - Þ.Þ., DV „ SPRENGHLÆGILEGUR GAMANFARSI ÞAR SEM HEILT HLAÐBORÐ AFLEIKURUM FER Á KOSTUM“ -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS KOLSVÖRT KÓMEDÍA FRÁ JOEL OG ETHAN COEN. ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRUM “NO COUNTRY FOR OLD MEN” OG “BIG LEBOWSKI” SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI “REYKJAVÍK - ROTTERDAM ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDIN EVER. SKOTHELDUR ÍSLENSKUR KRIMMI” -T.S.K., 24 STUNDIR -IcelandReview LISTASAFN Reykjavíkur hefur sett af stað nýja sýningaröð. Þar er „varp- að ljósi á tengsl safnsins og almenn- ingsrýmisins utan þess“, eins og segir í sýningarskrá þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar sem ríða á vaðið. Hér velta Libia og Ólafur fyrir sér hlutverki einstaklingsins í samfélag- inu, birtingarmyndum einstaklinga í fjölmiðlum, málefnum líðandi stundar og möguleikum listasafnsins á að vera hluti af þessu öllu. Unnið er með myndbönd sem sýnd eru á veggjum og skjám og fylgja þeim heyrnartól. Sýningin er verk í vinnslu og breyt- ist yfir sýningartímann, hún var opn- uð 18. september og stendur til 2. nóvember. Hluti hennar var unninn fyrirfram svo salurinn væri ekki tóm- ur á opnun, en síðan halda listamenn- irnir áfram að taka viðtöl og setja inn á sýningartímanum. Það var því ekki sama fólkið sem mætti mér á veggj- unum í fyrstu heimsókn og annarri. Í fyrra skiptið voru andlitin kunnugleg í umræðu dagsins, en í það síðara önnur og minna þekkt. Heim- ilislausir, stöðumálavörður, verk- fræðingur, farandverkakona; ein- staklingar með hver sína sýn á samfélagið. Myndatakan er stundum á skjön við viðfangsefnið eins og til að undir- strika þá staðreynd að hún er aldrei hlutlaus, fáránleg diskóljós, útlínur sýndar eins og viðkomandi vilji ekki þekkjast og glansfilmu er troðið ofan á höfuð eins viðmælandans. Flest við- tölin eru þó frekar hlutlaus í tökum, en listamennirnir leiða þá fólk áfram með spurningum sem rugla viljandi saman persónulegum og almennum málefnum og skapa þannig óvænt sjónarhorn. Þessi leikur með myndatöku og innihald viðtalanna ásamt sjónrænum þætti myndanna sem kallast á við hefðbundin málverk gæðir sýninguna lífi. Viðtölin eru áhugaverð á sam- mannlegum grundvelli, það er nú bara þannig að líf allra er spennandi viðfangsefni. Eins vinnur sýningin einkar vel með rýmið. Hér er stuðlað að því að setja ein- staklinginn, hvern og einn, í sviðs- ljósið, með þann boðskap að leið- arljósi að öll séum við merkileg og höfum sitthvað fram að færa. Ég er ekki frá því að auk þess að skapa áhugaverða sjónræna upplifun komi sýningin einnig slíkum skilaboðum áleiðis til áhorfenda, sem í framhald- inu verða virkari í samfélaginu. Opið stefnumót Morgunblaðið/Kristinn Verk í vinnslu „Hér er stuðlað að því að setja einstaklinginn, hvern og einn, í sviðsljósið, með þann boðskap að leið- arljósi að öll séum við merkileg . . .“, segir meðal annars í dómi um sýninguna Allir gera það sem þeir geta. Ragna Sigurðardóttir MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 2. nóvember. Opið alla daga frá kl. 10- 17 og til kl. 22 á fim. Aðgangur ókeypis. Allir gera það sem þeir geta, Libia Castro og Ólafur Ólafsson bbbbn AÐSTANDENDUR tilraunaverk- efnisins Þjóðleiks komu saman á þaki Þjóðleikhússins á dögunum og bentu í austur. En Þjóðleikur er verkefni sem mun eiga sér stað á Austurlandi í vetur og miðar meðal annars að því að efla leiklistarstarf ungs fólks og hvetja til nýsköpunar í íslenskri leikritun. Þrjú glæný 45 mínútna leikrit voru skrifuð sérstaklega fyrir Þjóðleik af leikskáldunum Bjarna Jónssyni, Sigtryggi Magnasyni og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bach- mann. Þjóðleikhúsið mun veita listræn- um stjórnendum Þjóðleiks-hópanna aðstoð í formi faglegrar ráðgjafar og námskeiða bæði í Reykjavík og á Austurlandi. Þar verða teknir fyrir þættir eins og leikmynda- hönnun, ýmiss konar sviðstækni, leikstjórn og skipulag æfingaferlis. Þjóðleikhúsið er aðili að Vaxt- arsamningi Austurlands og hefur samvinnu við menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og fleiri aðila á Austurlandi um skipulag og fram- kvæmd þessa nýstárlega verkefnis. Þjóðleik mun síðan ljúka með allsherjar leiklistarhátíð ungs fólks í vor. ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Austur á bóginn Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og aðstandendur Þjóðleiks stefna austur. Þjóðleikur fyrir ungt fólk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.