Morgunblaðið - 19.10.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 19.10.2008, Síða 1
1 9. O K T Ó B E R 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 286. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem erSUNNUDAGUR KEYRA DROSSÍUR UM SJÓ OG LAND Sprengjuhöllin, Ríó tríóið og gamla píanóið STUTT Í BROSIÐ HJÁ ÞEIM BÁÐUM TENGSL: FEÐGARNIR HELGI P. OG SNORRI [ ]SONIA RYKIEL Konan sem prjónaði siginn í tískuheiminn fyrir fjórum áratugum Dorrit Moussaieff Morgunblaðið/Kristinn Lánsöm þjóð Dorrit Moussaieff segir Íslendinga vera lánsama. „Það sem sker úr um hversu fólk hefur það gott er ekki hvað það á, heldur hvað það er, hvað það veit og hvað það gerir – hvernig manneskjur það er. Og við munum koma út úr þessari kreppu sterkari og betri en áður.“ »14 EFNAHAGSMÁL»6 BANDARÍKIN»8 UMHVERFISMÁL»4 Er umhverfisvernd málaflokkur sem við höfum ekki efni á nema þegar vel árar? Fjármálakreppan er talin geta valdið því að umhverfis- mál lendi neðst á forgangslista ríkisstjórna næstu árin. Bent er á að í þeim aðstæðum þar sem lifibrauði fólks er beinlínis ógnað sé það vissulega ágengara við náttúruna. Umhverfismálin ættu hins vegar ekki að víkja að mati Rögnvaldar Sæmundssonar, forstöðumanns rann- sóknamiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum. „Það er hvorki efnahagslega né siðferðislega skynsamlegt að henda þeim gildum sem snúa að umhverfisvernd, lýðræði, jafnrétti eða aukinni menntun fyrir róða þó að herði að,“ segir hann. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild HR, segir að þegar harðni á daln- um skipti réttindi á borð við mannréttindi og félagsmálarétt aftur máli. Allt er vænt sem vel er grænt – alla vega í góðærinu Persónulegar árásir Johns McCains á Barack Obama virðast engu skila honum nema hríðminnkandi fylgi. Obama hefur haft minnst sjö pró- sentustiga forskot á McCain und- anfarnar tvær vikur og sumir stuðningsmanna hans eru þegar farnir að fagna. Sagan sýnir að varasamt er að afskrifa forsetaframbjóðendur þótt aðeins séu rúmar tvær vikur til kosninga. Og McCain er þekkt- ur fyrir að gefast aldrei upp. Úr- slitin eru fjarri því að vera ráðin. Hann er umdeildur, Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn sem sumir segja að geti orðið bjarg- hringur Íslands. Fyrir nokkrum árum voru uppi háværar raddir um að IMF væri orðinn óþarf- ur en hann er mjög í sviðsljósinu núna vegna fjármálakrepp- unnar, þegar lán hafa óvænt reynst vera með gjald- daga. Bjarghringur eða bölvun Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STJÓRNVÖLD, fyrrverandi stjórnendur viðskiptabankanna og eftirlitsstofnanir eru á einu máli um að neikvæð afstaða erlendra seðlabanka til lánveitingar til Ís- lands hafi orðið íslensku bönkun- um að falli. Augljóst hafi verið að erlendu seðlabankarnir höfðu samráð sín á milli um þessa af- stöðu. „Árás breska fjármálaeftirlitsins á Kaupþing í London gerði svo út- slagið og þá var ljóst að þetta var búið,“ segir heimildamaður úr bankageiranum. Þetta kemur fram í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að gífurleg verð- mæti úr eignasöfnum bankanna er- lendis séu þegar farin í súginn. Bankarnir hafi neyðst til þess að selja áður dýrmætar eignir á brunaútsölu og beinlínis gefa aðrar, m.a. í Bretlandi, á Írlandi, í Finn- landi og Svíþjóð. Þeir fjármunir sem séu tapaðir skipti hundruðum milljarða króna. 900 milljarða í plús Glitnir, Landsbankinn og Kaup- þing áttu eignir upp á tæplega 14.500 milljarða króna hinn 30. júní sl. og skuldir þeirra námu þá um 13.600 milljörðum króna. Eignir þeirra þá voru þannig tæpum 900 milljörðum króna umfram skuldir. Ekki liggur ljóst fyrir hversu mikils virði eignir bankanna þriggja eru nú, en sú hætta er vissulega talin fyrir hendi að verðmæti eigna- safna bankanna haldi áfram að dragast saman.  Eignir bankanna | 12 Þeir felldu íslensku bankana Gífurleg verðmæti þegar glatast og enn er hætta á rýrnun Verg landsframleiðsla Íslands 2007 1.300 milljarðar kr. Of snemmt að afskrifa hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.