Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 4

Morgunblaðið - 19.10.2008, Side 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Conservancy-samtökunum bendir á. „Í þeim að- stæðum þar sem lifibrauði fólks er beinlínis ógnað þá er það vissulega ágengara í eyðingu skóga og ofveiði.“ Það er því kannski full ástæða til að vera vakandi fyrir því hver þróunin á eftir að verða hér heima. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor við fé- lagsvísindasvið Háskóla Íslands, segir mál vissulega geta þróast þannig. Sé mark takandi á kenningum og mælingum bandaríska fræði- mannsins Ronalds F. Ingleharts. „Samkvæmt þeim hafa breytingar á grunngildum samfélags- ins verið að eiga sér stað í lýðræðislegum sam- Þau réttindi sem við tökum fyrir sjálfsagðan hlut í dag þóttu ekki jafn sjálfsögð á síðustu öld. „Atvinnuleysisbætur voru ekki teknar upp fyrr en 1936, í kjölfar kreppunnar, þannig að fólk hafði í sjálfu sér ósköp lítil réttindi,“ segir Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. „Verkalýðsfélögin voru orðin mjög virk, en það var ekki fyrr en í kreppunni sem þau fengu fullan samningsrétt.“ Miklar breytingar hafa því orðið á samfélaginu og réttindastaða manna er önnur. Magnús M. Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar ASÍ, telur Íslendinga vel meðvitaða um rétt sinn. „Það er e.t.v. full ástæða til að vera vakandi, en ég er ekki viss um að það sé mikil ástæða til að vera óttasleginn,“ segir hann og kveður erfitt að brjóta á Íslending- um. „Okkar kerfi er þannig upp byggt að laun hækka hratt þegar uppgangur er í sam- félaginu og lækka líka hratt þegar illa gengur, en fara þó aldrei niður fyrir það sem kjara- samningar ákveða.“ Laun kunni þannig að lækka og e.t.v. dragi úr föstum yfirvinnugreiðslum. Magnús á heldur ekki von á að vegið verði að erlendu verkafólki umfram það sem verið hefur. „Stéttarfélög og almenningur eru sér mjög meðvitandi um að slíkt eigi ekki að líð- ast því að við vitum svo vel að ef þetta líðst gegn einhverjum hópum í samfélaginu þá gjöldum við öll fyrir.“ Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Þ að má með sanni segja að ís- lenskt samfélag hafi snúist á hvolf á sl. vikum. Stóru bankarnir Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing allir fallnir, skuldirnar háar og óvíst ná- kvæmlega hver áhrifin eiga eftir að verða fyrir þjóð- arbúið, fyrirtækin í landinu og fólkið. Ein- staklinga sem margir hverjir óttast um störf sín eða hafa þegar misst vinnuna, ævisparnaðinn nú eða mögulega húsið, bílinn eða hlutabréfasafnið. Efnahagsmálin eru það sem allt snýst um þessa dagana, efnahagsmál og hvernig leysa megi úr þeim vanda sem upp er kominn. Rætt er um sjávarútveginn, ferðaþjónustu og orkufrekan iðnað, sem álverin koma að sjálf- sögðu inn í. Þannig hefur möguleg stækkun ál- versins í Straumsvík komið til tals og eins hvort ekki megi fara framhjá lögum til að flýta fyrir framkvæmdum við álver á Bakka. Umhverf- irsráðherra neitaði slíku alfarið en ekki eru allir á sama máli og skyndilega eru mótmæla- raddirnar gegn stóriðju ekki svo háværar. Er umhverfisvernd kannski málaflokkur sem við höfum ekki efni á nema þegar vel árar? Víða erlendis hafa menn áhyggjur af þeim áhrifum sem fjármálakreppan kunni að hafa á baráttuna fyrir umhverfisvernd. Þótt leiðtogar ríkja ESB hafi samþykkt á fimmtudag að láta efnahagsvandann ekki stöðva loftslagsáætlun Evrópusambandsins höfðu vikurnar á undan heyrst raddir um annað. Kostnaðurinn því fylgjandi að minnka útblástur koltvísýrings um 20% fyrir 2020 væri einfaldlega of hár. Neðst á forgangslistann? Sérfræðingar á þingi alþjóðanáttúruverndar- samtakanna International Union for Conserva- tion of Nature, sem haldið var í Barcelona fyrir skemmstu, létu sömuleiðis í ljós áhyggjur af því að áhrifa alvarlegrar fjármálakreppu í Banda- ríkjunum myndi gæta víða um heim og um- hverfismál í kjölfarið lenda neðst á forgangs- lista ríkisstjórna næstu árin. „Ríkisstjórnir kunna þannig í auknum mæli að reiða sig á einkaiðnaðinn – námuvinnslu og olíu og gas til að auka nýtingu auðlinda til að bæta tekju- stofna,“ hefur National Geographic eftir Alej- andro Nadal sem fer fyrir þjóðhagfræði- og um- hverfisvinnuhópi IUCN. Rögnvaldur Sæmundsson, forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar Háskólans í Reykjavík í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, sem dvelur í Bandaríkjunum þessa mánuðina, segir mikla áherslu lagða á umhverfismál þar í landi í að- draganda forsetakosninganna þrátt fyrir kreppuna. „Það er alveg ljóst að á næstunni munu stjórnvöld þurfa að örva atvinnulífið á einhvern hátt og þá þykir mér líklegt að reynt verði að láta þá örvun fara saman við minnkun útblásturs og aukið sjálfstæði í orkumálum.“ Sumum finnst slíkt hins vegar vera munaður eins og Greg Fishbein hjá bandarísku Nature félögum á Vesturlöndum undanfarin ár. Þessar breytingar felast aðallega í því að efnishyggju- viðhorf hafi látið undan síga fyrir hinum svoköll- uðu póst-módern-gildum, þar sem meiri áhersla er á um- hverfisvernd, manneskjuleg samskipti og umburðarlyndi t.d. gagnvart minni- hlutahópum.“ Ekki er hins vegar verið að hafna efnislegum gildum eða umfangsmikilli neyslu með þessu móti, heldur séu þessi samfélög einfaldlega orðin svo efnalega vel megandi að menn hafi talið að þeir gætu gengið að grunngæðunum vísum. Þeir hefðu því efni á að setja málaflokka á borð við umhverfi og lýðræði í fyrsta sæti. „Í skrifum sínum spáir Inglehart því hins vegar líka að ef harðnar á dalnum efnalega, þá megi vel búast við því að efnalegu gildin fái aftur meiri gildi. Þannig að sam- kvæmt þessum kenningum má al- veg búast við að bakslag geti komið, til dæmis í um- hverfismálin sem hafa notið vaxandi fylgis á Ís- landi síðustu árin.“ Guðmundur Hálfdán- arson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir um- hverfismálin hafa verið lítið á dagskrá í fyrri þrenginum þjóð- arinnar. „Það var þó rætt um að virkja Gullfoss á árunum í kringum fyrri heimsstyrjöld og mættu þær hug- myndir sterkum andmælum eins og kunnugt er. Þessi virkjunaráform urðu hins vegar ekki að veruleika þar sem fjármagn fékkst ekki.“ Það sé hins vegar fyrirsjáanlegt að nú sé strax farið að reyna á umhverfismálin. „Um- hverfismálin stjórnast oft af almennri stöðu efnahagsmála því að það sem fólk hugsar yf- irleitt fyrst um er afkoman, sem er í sjálfu sér eðlileg mannleg viðbrögð.“ Hagsmunum verði borgið til framtíðar Umhverfismálin ættu hins vegar ekki að víkja að mati Rögnvalds. „Það er hvorki efna- hagslega né siðferðislega skynsamlegt að henda þeim gildum sem snúa að umhverfisvernd, lýð- ræði, jafnrétti eða aukinni menntun fyrir róða þó að herði að,“ segir hann. „Þetta eru allt sjón- armið sem snúa að hagsmunum okkar til lengri tíma og að þeim sé vel borgið í framtíðinni. Þau eru líka mikilvæg til þess að byggja upp sam- félag sem fólk vill ala börnin sín upp í. Með öðr- um orðum, þau eru mikilvæg til þess að halda öflugri byggð í landinu til lengri tíma.“ Rögnvaldur nefnir Finna sem dæmi um þjóð sem hafi unnið vel úr sínum efnahagsvanda. „Þeir gátu brugðist við með skammtímalausn- um, t.d. með því að ganga á skóglendið. Þess í stað leituðu þeir langtímalausna og styrktu menntakerfið sem hefur skilað sér margfalt til baka.“ Hann bendir á að samfélagið hafi breyst og við getum ekki treyst á gamlar lausnir. „Í dag felst lausnin ekki í því að taka alla krakka úr skóla og láta þá vinna í fiski eins og hefði kannski þótt eðlilegt fyrir 50-100 árum. Núna er sú lausn ekki uppi á borðinu en við er- um samt ennþá að tala um lausnir sem felast í því að ganga á náttúruna og umhverfið,“ segir Rögnvaldur, sem telur það einungis tímaspurs- mál hvenær slík viðhorf breytist. Og þótt aðstæður á Íslandi séu e.t.v. um margt ólíkar því sem gerist í Evrópu, t.d. með tilliti til góðs aðgengis að orkugjöfum, verðum við líkt og aðrar þjóðir heims samt að laga okk- ur að breyttum aðstæðum. „Kostnaður við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur einungis áfram að aukast ef ekki er tekið á mál- unum,“ segir Halldór Þorgeirsson, for- stöðumaður hjá skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. „Endurnýjanlegir orku- gjafar og hrein orka eru hins vegar lykillinn að því að takast á við loftslagsbreytingar og um leið mjög hagkvæmur fjár- festingarkostur.“  Fjármálakreppan kann að hafa áhrif á baráttuna fyrir umhverfisvernd Halda grænu gildin í kreppunni?  Sum ríki ESB telja loftslagsáætlun sambandsins of kostnaðarsama  Rætt er um hvort hægt sé að flýta framkvæmdum við álverið á Bakka „Þetta ástand vekur okkur til umhugsunar um hin æðri gildi og hver hin raunverulegu og varanlegu verðmæti eru,“ segir Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Allt í einu verða rétt- indi á borð við mannréttindi og félagsmála- rétt aftur það sem máli skiptir. Auðvelt er að gleyma þessum áherslum þegar vel geng- ur, „en þegar að sverfur þá fáum við að reyna á eigin skinni hversu mikilvægar þær eru.“ Hún segir alltaf vissa hættu við að- stæður eins og þær sem nú hafa skapast að menn gleymi þeim grundvallargildum sem bæði íslenska ríkið og alþjóðasamfélagið hafa sæst á að séu ófrávíkjanleg. Mannrétt- indi og grunnreglur réttarríkisins séu gildi sem ekki eigi undan að láta. „Það má breyta réttindum fólks með lög- um á ýmsan hátt,“ segir Oddný. „Og við að- stæður eins og þær sem eru uppi í þjóð- félaginu nú hafa stjórnvöld vissulega meira svigrúm en ella til að grípa til aðgerða. Svigrúmið er þó ekki ótakmarkað.“ Þó að fullur skilningur ríki á þeirri pressu sem neyðarlögin voru sett undir og að ríkir almannahagsmunir liggi að baki segir hún lögin engu að síður skapa óvissuástand. Ríkisvaldinu séu með þeim sett mjög lítil takmörk. „Neyðarlögin kveða efnislega mjög lítið á um leikreglurnar sem gerir réttarstöðuna alltof óljósa. Lögin um það hvað á að gera, hvað má gera og hvaða leikreglum á að fylgja eru einfaldlega ekki nógu skýr, sem er ekki gott því að hér erum við að tala um grundvall- arreglur réttarríkisins sem hvorki má né á að víkja frá.“ Meðvitandi um rétt sinn Mannréttindi ófrávíkjanleg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.