Morgunblaðið - 19.10.2008, Page 21

Morgunblaðið - 19.10.2008, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Rigningardagar og ískaldar nætur, það er samt alveg hægt að vera sætur. Opið 13–18 í dag Komdu í heimsókn hreyfst úr stað við þau átök, sem maðurinn lýsti að hefðu átt sér stað. Tæknideildarmennirnir sáu að lakið á rúmi herbergisfélagans var þakið blóð- blettum, allt frá höfðagafli að fótgafli. Blettirnir voru þétt saman og náðu allt inn á mitt lakið. Engar eyður voru, eins og hlytu að hafa komið ef tveir menn hefðu staðið á milli hins slasaða og rúms her- bergisfélagans, því þá hefði blóðið lent á þeim, en ekki rúminu. Hringlaga far Lögreglumennina var farið að gruna að frásögn mannsins væri ekki sannleikanum samkvæm. Ekkert benti til að þarna hefðu tveir menn ráðist að honum. Sárin á háls- inum voru öll á þeim stað, að hann hefði getað veitt sér þau sjálfur, með naglbítn- um. Meiðsli á höfði mannsins, sem hann sagði að hefðu komið þegar hann var sleginn með járnstöng í höfuðið, voru öðruvísi en ætla mátti. Og svo tóku menn eftir að á enni hans var hringlaga far. Það passaði nákvæmlega við boltann sem hélt kjafti naglbítsins saman. Það var því ljóst að naglbítnum hafði verið slegið af afli í enni mannsins, en ekki járnstöng. Þá bar maðurinn engin merki þess að honum hefði verið haldið niðri með valdi, þ.e. engir marblettir á handleggjum eða fótum. Og ekkert mar sást undir efri vör hans, en slíkt mar myndast gjarnan þegar haldið er fast fyrir munn fólks, eins og maðurinn sagði árásarmennina hafa gert. Allt bar þetta að sama brunni. Árás- armennirnir tveir voru uppspuni. Maðurinn hafði sjálfur veitt sér áverkana með nagl- bítnum í örvinglan. Vinnufélagar hans sögðu hann hafa glímt við þunglyndi og heimþrá. Maðurinn var farinn af landi brott þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Málið var þá lát- ið niður falla. rsv@mbl.is T æknideild lögreglunnar barst beiðni frá lögreglunni á Seyð- isfirði um aðstoð við vettvangs- rannsókn á ætlaðri líkamsárás á starfsmann Impregilo í að- albúðum Kárahnjúkastíflu. Þar var 43 ára Kínverji með áverka á hálsi og höfði og hélt því fram að tveir menn hefðu ráðist á sig, þar sem hann lá í rúmi sínu í búðum verkamanna. Aðkoman var ljót. Maðurinn var meðvit- undarlaus og koddi hans alblóðugur. Þegar hann var kominn til meðvitundar sagði hann sögu sína: Hann vaknaði um nóttina við umgang í herberginu og sá tvo menn róta í fataskápnum. Hann spurði þá hvað þeir væru að gera en þeir spurðu á móti, á kínversku, hvort hann ætti peninga. Hann neitaði og þeir réðust á hann. Annar barði hann með járnstöng í höfuð, en hinn kleip hann með naglbít í hálsinn. Hann missti meðvitund. Engin fótspor Herbergisfélagi mannsins kom að her- bergi þeirra læstu kl. 8 um morguninn, sá manninn liggja alblóðugan í rúmi sínu og kallaði á hjálp. Lögreglan hóf þegar rannsókn. Hvernig höfðu árásarmennirnir komist inn í læst herbergið? Lykill hins slasaða lá óhreyfður uppi á hillu. Rifa reyndist vera á glugga, en engin ummerki um að menn hefðu farið þar inn eða út. Engin dragför eftir fatnað í ryklagi gluggafagsins og karmsins, engin fótspor fyrir utan og engin fingraför. Herbergið var um sjö fermetrar og í því stóð fataskápur og rúmin tvö. Aðeins voru 40-50 cm á milli rúmanna. Engin merki voru um að áhöld hefðu verið notuð til að ljúka upp læstum dyr- unum og engin fingraför fundust. Engin blóðug fótspor voru á gólfinu, eða blóðslóð. Við hlið blóðugs koddans lá langur nagl- bítur. Blóðslettur voru á veggnum við rúm- ið og á ýmsum munum, sem höfðu ekkert Farið Hringlaga far á enni mannsins var greinilega eftir boltann sem hélt naglbítnum saman. Hann hafði slegið sig sjálfur. Blóðið Ef einhver hefði staðið yfir manninum í rúminu hefðu blóðslettur ekki dreifst um allt rúm herbergisfélagans. Hvaða árásarmenn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.