Morgunblaðið - 19.10.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.10.2008, Qupperneq 22
22 Tíska MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Franski fatahönnuðurinn Sonia Rykiel fagnaði 40 ára afmæli tísku- húss síns á nýafstaðinni tískuviku í París. Hún hélt upp á afmælið með tískusýningu og matarboði með 500 af helstu stjörnum dægur- og tískuheimsins. Sýningin hófst klukkan ellefu um kvöldið eftir að gestir höfðu gætt sér á margréttuðum hátíðakvöldverði. Biðin var vel þess virði og olli sýningin á vor- og sumarlín- unni 2009 ekki vonbrigðum. Hún sýndi margar af þeim flíkum sem tískuhúsið er þekkt fyrir eins og svartar buxnadragtir, glitrandi alpa- húfur og síðast en ekki síst mikið af prjónafatnaði en hönnuðurinn hefur verið kallaður „drottning prjónaflíkanna“. Parísardaman Sonia Rykiel opnaði fyrstu búðina á Rue de Grenelle á hinum frjálsa vesturbakka í maí á uppreisnarárinu 1968. Áður hafði hún hannað prjónaföt fyrir búðina Lauru frá 1962. Hún varð fræg fyrir síðar prjónapeysur sínar og afslappaðan stíl sem er nú þekktur um allan heim. Einkennismerki hennar eru svartur litur, rendur, blúndur, se- malíusteinar og peysur með áletr- unum. ingarun@mbl.is Sonia Sameiningar sveitarfélaga - hvað hefur áunnist, hvert stefnir? Ráðstefna haldin á Sauðárkróki 23. okt. nk. Ráðstefnustjóri: Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar Dagskrá: Kl. 13:00 Tónlistaratriði í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar Kl. 13:15 Setning og ávarp: Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála Kl. 13:20 Sveitarfélagið Skagafjörður – saman í 10 ár Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Kl. 13:40 Er sameining nauðvörn eða sóknarleikur? Gunnar Bragi Sveinsson, formaður stjórnar SSNV Kl. 14:00 Sameining á þenslutímum: Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð Kl. 14:20 Sameining sveitarfélaga. Fortíð, nútíð og framtíð: Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Kl. 14:40 Kaffi Kl. 15:00 Stefna stjórnvalda í sameiningarmálum og aðkoma Jöfnunarsjóðs svf.: Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála Kl. 15:20 Sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga í sameiningarmálum Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins Kl. 15:40 Pallborðsumræður: Stjórnandi Þorvaldur Jóhannesson framkv.stj. SSA Þátttakendur: Karl Björnsson, framkvæmda stjóri Sambands ísl. sveitarfélaga Gunnar Svavarsson, alþingis maður og sveitarstjórnarm. í Hafnarfirði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar Kl. 16:40 Samantekt og ráðstefnuslit: Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar Kl. 16:50 Léttar veitingar Í tilefni af því að í ár eru liðin 10 ár frá því að 11 sveitarfélög í Skagafirði sameinuðust í eitt, Sveitarfélagið Skagafjörð, mun sveitarfélagið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga gangast fyrir ráðstefnu þann 23. október n.k. Ráðstefnan verður haldin í sal Frímúrara, að Borgarmýri 1 á Sauðárkróki og hefst kl. 13:00. Að ráðstefnunni lokinni verða léttar veitingar í boði sveitarfélagsins. Ráðstefnan er öllum opin, án endurgjalds. Skráning í síma 455 6000 eða í tölvupósti skagafjordur@skagafjordur.is. Vesturröst Laugaveg 178 S: 551 6770 www.vesturrost.is Verð frá 29.500 Digital eða með lykli BYSSUSKÁPA- TILBOÐ Smekklegt Hár fyrirsætanna var greitt í anda So- niu sjálfrar. Kabarett Pípuhattur kemur í stað alpahúfunnar. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.