Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 6
6
SKINFAXI
svo aö allur lýður kemur auga á hann í liinu virðulega
sœti hátíðarskáldanna.
Og nú kemur þriðja Ijóðabókin; „Eg læt sem eg sofi.“
— Ber hún nokkuð annan svip en fyrri bækur höfund-
ar. Hann er nú ekki sístrjúkandi mjúka lokka, lieldur
gengur hann fram með kreppta iinefa, gustmikill og
svipþungur. Hann liefir fundið mátt sinn og þörfina
til þess að berjast. Yiðfangsefnin hafa stækkað og skáld-
ið með þeim.
Og einmitt nú er ástæða til þess að líta yfir skáldskap
Jóhannesar og alhuga breytingu þá, sem orðið hefir á
honum.
Skáldskap Jóh. mætti líkja við lindina, sem sprett-
ur upp í háfjöllunum og leikur sér milli steina og
blómabakka, þar sem enginn mannlegur fótur liefir
stigið, en breiðir svo lir sér í heiðadældunum og rennur
gegnum valnið, sem fjallasvanirnir setjast á, kvakandi
um frelsið fjarri mannlieimum. Lækurinn úr vatninu
lioppar svo státinn og kátur niður hlíðina, sameinast
öðrum lækjum og myndar ána, sem rennur milli dal-
gruudauna, björt, hrein og l’riðsöm og dettur ekki í
hug að flæða yfir bakkana.
En uppi á fjöllunum er snjór. Og einn daginn kemur
svo leysingin. Ilvaðanæfa kemur leysingarvatnið með
skvettum og gusum, lækirnir veltast fram kolmórauð-
ir, en niðri á dalgrundunum byltist fljótið yfir alla
bakka. Og dalbúinn undrast þenna vöxt í ánni.
Eg orkti áður fyrri
um ástir vor og blóm.
En nú er harpan hörðnuð
og hefir skipt um róm.
Hún breytist eins og annað
við örlaganna dóm.
segir liann.
Leysingin í skáldskap Jóhannesar ryðst nú fram með
ofurþunga í þessari nýju bók. Og lesandinn er eins og