Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 11

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 11
SKINFAXI 11 dýru kvöldroðans blóði. Eg er guðlega glaður og þó — græt eg í hljóði. Hér er eitt erindi úr kvæðinu „Vor“ og er þó vandi að velja úr: Eg uni við ódáins veig frá æskunnar björtustu draumum. Eg uni við rósanna angan og ylinn frá ljóssins straumum. Og hrokans og liræsninnar duft eg' hristi af fótum mér. Ó, vor! Eg er barnið þitt bljúga, sem hiðjandi fylgir þér! Mannadýrkun Jóli. kéniur fram í mörgum ástakvæð- um hans, en þó allra skýrast í hinum æskuvígðu kvæð- um. Það er trúin á mátt hinna ungu, til þess ekki ein- ungis að hera byrðar framtíðarinnar, heldur til þess að létta byrðarnar og standa frjálsbornir undir sigur- merki nýja tímans, sem fer eldi um heiminn. Þessi trú skáldsins, kemur ef til vill skýrast fram i seinustu hókinni. Þar er „Iíveðja“, hið ágæta kvæði, sem til- einkað er U. M. F. I. á 25 ára afmæli þess. Eg Iieilsa með rödd þeirrar reynslu, er fann að ríki þitt, æska, er guðsriki á jörðu. „Kveðja“ er ein af liinum meiriháttar hugvekjum, sem þarf að lesast og aftur lesast. Um það kvæði, eins og mörg önnur, leikur heilnæmur vorandi, sem vekur traust á framtíðina. Þá er ekki minni fögnuður í kvæð- inu: „Eg hylli“. Þar er syngjandi aðdáun á æskunni svo örfandi og heit, að sérliver æskumaður lilýtur að kippast við og hoppa upp af fönguði er liann heyrir það lil sin talað. Það væri gaman að hirta kvæðið allt, en þess er ekki kostur, enda hygg eg hókin verði hrátt vinsæl og lesin af öllum æskumönnum. Hér konia nokkrar vísur, er sýna svip kvæðisins.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.