Skinfaxi - 01.04.1933, Blaðsíða 22
99
SKINFAXI
íolks, sem vill vera þjóðnýtir nienn. Þvi eru málfundir
liafðir til að temja mönnunum einarða og prúða fram-
komu og drengilegt málfylgi, jafnframt þvi, sem þeir
vekja lmgsun um margskonar stefnur og verðmæti.
fþróttir eru iðkaðar til að auka líkamsmennt og skiln-
ing fólks á hreysti og lieilbrigði. Námskcið og skólar
cru styi’kt og borin upp til að veita næmari skilning á
mannlegu lífi, samfélagi, þörfmn og skyldum. Heima-
iðja er styrkt til að viðlialda lieimilislegri menningu og
gera menn sjálfstæðari. Bindindi er rækt til að kenna
mömmm að meta meira lieilbrigðan þroska og gleði
lians en munaðarspilling skaðnautna. Skrúðgarðar eru
vrktir, til að gleðja hugann við gróandi líf og græðandi
störf, og vekja tilfinningu fyrir dásemd og mikilleik
moldarinnar. Þetta allt er gert i félagi til að auka fé-
lagsþroska og félagshug. Fólkinu er tamið að leita
þroska síns og velferðar í félagi.
Þessi flokkui’, sem vill vinna alþýðuna upp, er ekki
allur frá U. M. F. Hann er eldri og hcfir viðar fengið
styi’k. En þau hafa starfað i honum og fyrir hann. Og
afstaða flokksins er í höfuðdráttum jxcssi: Hann veit,
að meginþorri fólks hlýtur að vera alþýðumenn. Hann
veit, að alþýðan vakir yfir velferð, menningu og ágæti
jxjóðarinnar og þar er ekki liægt að skipta um varðlið.
Hann finnur sig bundinn alþýðustétt og hafa skyldur
við hana. Hann þráir betra líf, bættan fjárhag og meiri
menningu. Honum finnst það lítilmennska, að laumast
frá félögum sinum, og illmennska að lifa á erfiði þeirra.
Með þeim og fyrir þá vill hann starfa. Einstakir menn
finna að vísu köllun til að lifa fyrir fólkið á öðrum vett-
vangi, svo seixi rithöfundar, kennarar, kaupsýshunenn
o. fl. En meginþorrimi finnur köllun sina og hlutverk i
sinni eigin stétt. Hann trúir á lífsskilyrðin þar, auðlegð
landsins og atgervi fólksins. Hann er stoltur af því að
vera alþýðumaður og eiga bar hfixtverk að vinna. Hon-
um er það fögnuður og metnaður að vera kallaður til