Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 32

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 32
32 SKINFAXI hlutfalli við þrótt manna, er beinlínis skilyrði vaxtar og manngildis. Það kann að láta ólíklega í eyrum, að baráttan fyr- ir lífinu sjálfu í einföldustu formum þurfi að vera samfara eða undanfari andlegra markmiða og æðri en fæðis og fata. En með tiltölulega fáum undantekn- ingum, á öllum tímum og öllum stöðum, virðist saga mannkynsins benda til þess, að áhyggjulaus tilvera af frumstæðustu þörfum lífsins sé oft liemill andlegra framfara. v Beztu löndin eru þau, sem ala iieilljrigðasta menn- ingu og vitrar þjóðir. Hvar stöndum við íslendingar, þegar þessa er gætt? Ekki eru þeir fáir —- og það jafnvel í tiltölulega ná- lægum löndum —, sem byggja okkur i nánustum skyldleilca við Eskimóana á Grænlandi. Þó eru enn fleiri, er enga hugmynd liafa um land okkar og þjóð; Jjendir slíkt all-ljóslega á það —- sem vonlcgt er —, liversu lítilsmegandi við liöfum verið um stefnur menn- ingarstrauma. En livað er þá menning? Hvað er það, sem við nefn- um allajafna svo virðulegu heiti? Og bvert er bent, er vísa skal á hennar meginþáttu? Til stórveldanna, miljónaþjóðanna, sem drottna yfir stærslum svæðum veraldar, og sem óneitanlega eiga mest þeirra einstöku verðmæta, sem menning cr tal- in að endurspeglast í — í venjulegri merkingu. Til þjóðanna, sem foryslu hafa i vísindum, listum, skáld- skap og bagrænum verkum. En skyggnumst lítið eitt lengra. Eru vísindi nokkurt aðalsmai’k þeirri þjóð, sem not- ar þau — er svo býður við að borfa — eins mikið til mannmorða og tortímingar, eins og farsældar og hamingju. Eru hallir stórborganna, mitt í list sinni og

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.