Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 48

Skinfaxi - 01.04.1933, Side 48
48 SKINFAXI sjálfstæðiseldi, sem þá geysaði um landið, færði áhrif- in brátt í starfandi veruleika. Ungmennafélögin voru stofnuð hvert af öðru, skipulögð og samin fvrir þau stefnuskrá i samræmi við þann anda, er þau móluðust af. Sú stefnuskrá sýnir, að það var fryst og fremst ætt- jarðarást og þjóðrækni, sem knúði starfið áfram. Björt- ustu þættir sögunnar brugðu skýrum ljóma á störf ungmennafélaganna fyrstu árin. Með lotningu var liorft til gullaldarinnar fornu og leilazt við að haga störfum eftir forníslenzkri fyrirmynd. Flcst fyrstu félögin báru nöfn helztu fornhetjanna. Íþróttalífið var eflt með hlið- sjón af söguöldinni. Og orðið drengskapur, þetta forna tákn göfugmennskunnar, varð í hávegum liaft. Um allt var kappkostað að hafa félagsskapinn sem þjóðleg- astan í sjón og reynd. Þetta var mjög cðlilegt. Félögin voru vaxin upp úr þeim jarðvegi, sem myndazt liafði í liálfa aðra öld, en höfuðfrjóefnið í þeim jarðvegi var þjóðernistilfinning þeirra manna, er liófu endurreisnar- timabil þjóðarinnar, og þeirra, sem háru endurreisnina uppi á hinum ýmsu tímum endurreisnartimabilsins. Þau mynduðust á þeim tíma er sjálfstæðisbarátta þjóð- arinnar var í mestum blóma. Og loks voru þau sniðin eftir fyrirmynd þess félagsskapar, sem um langt skeið hafði verið þjóðlegur aflgjafi hjá náskyldri þjóð, er lifað hafði í líku ástandi og íslenzka þjóðin lifði nú. Það er óefað rélt, sem einn gamall ungmennafélagi hefir sagt, að vafasamt sé Iivort nokkurntíma hafi verið yndislegra að vera ungur íslendingur lieldur en á fyrstu árum ungmennafélaganna. Því hvað er yndislegra, en að vera óspilltur æskumaður, eigandi hjartfólgin áhugamál, hafa orku til að vinna fyrir ]íau, njótandi áhrifa og stuðnings fjölmargra samherja? Og hvaða áhugamál eru dýrmætari en heilbrigð þroskaviðleitni og starfsþrá í þágu fósturjarðarinnar, sem knúin er fram af eldheitri ættjarðarást? Nú er liðinn meira cn aldarfjórðungur síðan fyrstu

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.