Skinfaxi - 01.04.1933, Page 59
SKINFAXI
59
liennar. Og svo ætlaði hún að fara með lionuni og vera
þar um sumarið. Hann fór um það mörgum orðum,
livað liann ætlaði að gera þegar hann tæki við búinu i
Hvannni. Það var eklci neitt smáræði. Hann var drukk-
inn af gleði og framtíðarvonum.
Halidór dvaldi heima frá páskum og til sumardags-
ins fyrsta.
A sumardagsmorguninn fyrsta kom Halldór einn til
mín þegar eg var nývaknaður. Og þegar liann var hú-
inn að bjóða okkur gleðilegt sumar, sneri hann sér að
mér og segir:
„Þú kemur með mér yfir í kaupstað í dag. Þú veizt
um erindið og við förum á nýja vélbátnum mínum.“
Halldór Iiafði fengið sér nýjan vélbát haustið áður
og liafði liann fengið mig lil að gæta vélarinnar þá
sjaldan sem báturinn hafði verið notaður um veturinn.
„Eg verð tilbúinn eftir lítinn tíma,“ sagði hann, og
þar með var hann þotinn út áður en eg fengi ráðrúm
til að svara.
Eftir tiu mínútur var eg' búinn til ferðar og liraðaði
mér niður að sjónum. Rétt á eftir kom Halldór og með
lionum unglingspiltur, sem átti að vera þriðji maðurinn
í förinni.
Svo lögðum við á stað.
Ferðin gekk vel. Sjór var sléttur og liæg sunnangola.
En útlitið var ekki fallegt. Bakki til hafsins og mikið
skýjafar á lofti, og gat það ekki dulizt neinum manni,
að veðrabreyting var í nánd. Liklegast að liann gengi
í norðan garð um kveldið eða nóttina.
Þegar við komum yfir i kaupstaðinn, lögðum við að
bryggjunni og festum bátinn við liana og gengum svo
upp í þorpið.
Þegar upp i þorpið kom, sneri Halldór sér að okkur
og segir:
„Nú farið þið á veitingahúsið og etið og drekkið þar
í dag cins og ])ið viljið. Eg horga reikninginn. Svo læt