Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 63

Skinfaxi - 01.04.1933, Page 63
SKINFAXÍ 63 A meðan við vorum að ganga frá bátnum var Hall- dór þögull og var auðséð, að honum leið ekki vel. Svo dró hann vetlinginn af liægri hendinni og smeygði gullhringnum fram af fingrinum og gekk ákveðnum skrefum þangað, sem Brynhildur stóð. Nii vissi eg hvað liann ætlaði sér. Mig langaði til að kalla til Iians, en það var eins og eg kæmi engu orði upp, sökum skelfingarkvíða, sem gagntók sál mína. Þegar Halldór kom til Brynhildar, rétti liann henni hringinn og sagði í málrómi, sem eg kannaðist ekki við: „Þarna er liringurinn. Nu skilja leiðir okkar. Eg á ekki þá konu, sem ögrar unnusta sínum og' fleiri mönnum rit í lífsháska að þarflausu. Bara af duttlung- um eða hégómaskap. Vertu sæl.“ Eg' bjóst við, að hún mundi leita sátta eða hiðja hann fyrirgefningar. En það var ekki. Hún rétti fram liendina og tók við liringnum. Svo strauk liún sinn hring fram af fingri sér og fleygði svo háðum hringunum af afli fram í sjóinn. Þar liurfu þeir niður í æðandi hrimlöðrið. Svo sneri hún sér við og gekk föstum skrefum heim að Hvammi. Halldór gisti hjá foreldrum mínum í Kotinu nótt- ina eftir. Hvað á að gera? (Skinfaxi leggur engan dóm á stjórnmálaskoðanir þær, sem koma fram í grein þessari, né á stjórnmál yfirleitt). I jjjóðlífinu cr kyrrstaða og dauði. Kreppan kyrldr framfarir og gróður og skilur eftir myrk spor og ill. Við höfum að vísu ekki séð samlanda okkar hniga vegna fæðuskorts og afleiðinga hans. En við liöfum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.