Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 77

Skinfaxi - 01.04.1933, Síða 77
SKINFAXI 77 verzlunargjjuggum sínum, og með því að benda á og bjóða fremur fram íslenzkrar vörur en erlendar, þar sem livort- tveggja er um að ræða. í öðru lagi heitum vór á alla slcólastjóra í landinu, að gera sitt til að vekja áhuga nemenda sinna á nauðsyn lands- manna á því að efla þjóðarhaginn með þvi að búa sem mest. að sinu. f þriðja lagi heitum vór á alla góða íslendinga, að nota fyrst og fremst islenzkar vörur þessa viku, og styðja stari' semina á allan liátt, svo að íslendingar læri að nota ein- göngu sínar eigin vörur, og sín eigin skip, svo sem kostur cr, allar vikur ársins. Eins og síðastl. ár ætlar nefndin að gefa út allsherjar vöru- skrá yfir íslenzkar framleiðsluvörur, — en skilyrði fyrir þvi að si’i vöruskrá geti orðið fullkomin heimild á þessu sviði cr, að allir framleiðendur sendi framkvæmdanefndinni ná- kvænia upptalningu allra þeirra isl. vörutegunda, er þeir framleiða hver um sig. Má slik upptalning vera i auglýsingar- formi, og gefst framleiðendum þá jafnframt tækifæri til að sýna smekkvísi sína í því að koma auglýsingum vel fyrir. Fyrir því lieitum vér á alla þá, er framleiða ísl. vörur til sölu, að senda oss þessa upptalningu eða auglýsingu fyrir 20. febr. næstk., og munum vór þá sjá þeim fyrir rúmi i vöru- skránni gegn sanngjörnu gjaldi. Þegar vöruskráin er fullgerð, verður hún send öllum verzlunum á landinu og fleirum, til þess að gera þeim auðveldara að afla sér vörubirgða fyrir næstu „íslenzku viltu“. Jafnframt notum vór tækifærið til þess að þakka þann úgæta stuðning og velvilja, er framleiðendur og aðrir lands- menn lótu oss í tó síðastl. ár, og hefjum vér nú undirbún- ing undir næstu „íslenzku viku“ i því örugga trausti, að verða sama stuðnings og velvilja aðnjótandi á þessu ári. Skrifstofa nefndarinnar er: Lækjarg. 2, Reykjavík, sími 4292. Reykjavik, 23. janúar 1933. Framkvæmdanefnd „íslenzku vikunnar". Helgi Bergs, Brynjólfur Þorsteinsson, Gísli Sigurbjörnsson, Aðalst. Kristinsson, Halldóra Bjarnadóttir, Sig. Halldórsson, Sigurjón Pétursson, Tóinas Jónsson, Tómas Tómasson.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.