Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 1

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 1
Skinfaxi I. 1935. Á þeirri stund 1 grænum dal — í grænum dal við fegurð blárra fjalla og fuglakvak um stjörnur, sól og mána, ég sat það kvöld .... Ég sat það lcvöld og heyrði fossinn falla svo fast og þungt — og byltast niður ána. 1 grænum dal ég sat það sumarkvöld. Ég sat þar eiiin — ég sat þar einn með sól um briína vanga og sorg í hjarta —: gimbrin mín var dáin Og það var þögn. ------ Og það var þögn og geisla glaða og langa ég gæla sá við litla, lwíta náinn. Ég sat þar einn og það var hyldjúp þögn. Þvi þetta var — því þetta var það eina, sem ég átti, — svo yndisfrítt og létt og mjúkt í spori, — milt eina lamb..... Mitt eina lamb, sem sízt ég missa mátti og mamma gaf mér sjálf á þessu vori. Já, þetta var mitt eina, litla lamb. Á þeirri stund — á þeirri stund varð straumur minna tára ein stuna fyrst og þar næst kuldahlátur og síðan Ijóð .... Og síðan Ijóð um örbyrgð þúsund ára, — í ögrun snerist kynslóðanna grátur. Á þeirri stund varð lif mitt hungurljóð .. Jóhannes úr Kötlmn.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.