Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 5

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 5
SKINFAXI 5 sanna og nýjustu tilraunir í kornyrkju, að staðliæf- ing þessara rannsókna er fyllilega rélt. T. d. vex og þroskast bygg hér ágætlega, en talið er, að bygg geti ekki vaxið svo vel sé, nema í ósúrum jarðvegi. Yfir- leitt má segja, að veðrátla liér á landi sé liagstæð fyrir grasrækt og fullsæmileg fyrir kornyrkju, ef miða má við reynslu þá, sem fengin er síðasla áratuginn. Það er nú búið að gera tilraunir með byggtegund- ir 12 sumur, og þessar tilraunir sýna greinilega, að það eru yfir 20 bvggafbrigði, sem ná fullum þroska og gefa af sér sæmilega uppskeru. Uppskera af byggi hefir verið frá 18—40 tunnur af ha., auk 4000—6000 kg. hálms. Ef miðað er við uppskeru í Noregi, þá verður hún venjulega ekki meiri þar en hér. Iiafrar lil þroskunar hafa verið reyndir hér í 7 sumur og eru 20 afbrigði, sem náð hafa fullum þroska, og noklcur, sem ekki hafa þroskazt fyllilega. Uppskeran af hafrakorni hefir orðið svipuð og í Noregi, 18—36 tunnur af ha., auk 5000—7000 kg. hálms. Ef miðað er við töðuland, þá hefir reynslan sýnt, að kornlandið gefur oftast %—% meira fóður- gildi. Vetrarrúgur hefir sömuleiðis verið reyndur i til- raunum, og virðist hann lofa góðu. Aðeins verður að nota aðra ræktunaraðferð en erlendis tíðkast. Vetrarrúgi verður að sá að vorinu, í maí, og nota hann fyrir slægjuland fyrsta sumarið. Árið eftir þroskar sama rótin fræ, venjulega í september. Er- lendis er vetrarrúgi sáð venjulega í ágúst og septem- ber, en með þeim sáðtíma nær hann hér á landi lak- legum þroska. Vorhveititegundir hafa og líka verið reyndar hér síðastliðin ár og hefir erfiðlega gengið. Þó er nú svo komið, að hveiti hefir getað náð sæmilegum þroska, en um það er þó ekki hægt að gera sér glæst- ar vonir, enn sem komið er.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.