Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 8

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 8
8 SKINFAXI fólkinu í sveitunum. En ef sveitirnar heilla til sín starfskrafta æskunnar, er menningu þeirra og fram- tið borgið. p. t. Reykjavík, 2. marz 1935. Klemenz Iír. Kristjánsson. Bindindi. Sérhver félagsskapur, sem hefir þroskun fólksins á stefnuskrá sinni, en afneitar ekki áfenginu með fullrí alvöru, er lieimskulegur. , Áfengisnautn samrýmist aldrei heill og framförum fólksins. Hún á enga samleið með heilbrigðri æsku. Æskunni sæmir sannur vöxtur, — þær breytingar ein- ar, sem bót er að. Hitt er löngu viðurkennt og sannað, að áfengisnautn hefir slæm áhrif. Allir þekkja rök þess. Ölvaður mað- ur er ómerkingur orða sinna og atliafna. Þetta er svo Ijóst, að þjóðfélagið reisir löggjöf og dóma á því. Stór- kostleg afglöp eins og manndráp varða aðeins fárra mánaða fangelsi, ef þau eru framin undir áhrifum vins. Svo ábyrgðarlausir eru ölvaðir menn. Fyrst það er svo, að sá, sem neytir vins, getur ekki tekið ábyrgð á sjálfum sér, þá liggur það Ijóst fyrir, að áfengisnautn er félagsleg misgjörð. Það er verulegt afbrot, að gera sjálfan sig ábyrgðarlausan glóp. Eg hafði haldið, að ungir menn vildu láta taka sig alvarlega. Eg bjóst ekki við því, að þeir vildu láta telja sig ómerkinga orða sinna og verka. En eg þreifa á því, sem andstætt er, að margir þeirra sækjast eftir þvi, að verða ómerkingar. Mér virðist eðlilegt og sjálfsagt, að æskan væri sam- mála um það, að reka ábyrgðarleysið undan merkjum

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.