Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 14

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 14
14 SKINFAXI þrjú vers eftir Hallgrím Pétursson. Þetta er svo ágætt ráð til að gleyma engri bæninni. Ef þær eru of marg- ar, er ekkert annað en skipla þeim niour á rúmin tii baka.--------------Nei, það er langt frá þvi að þessi strákur sé nokkur heiðingi, þó að liann sé ekki að hugsa um svonalagað úti á götu. — Og þarna lieldur Ellert áfram eftir Sólvallagötunni. — Hann er náttúrlega að liugsa um, að nú muni hann ekki kunna lexíurnar sínar i skólanum á morgun. — Hann liefir ef til vill átt að teikna mynd af ])ýramídun- um i Egyptalandi og lýsa þeim stuttlega; og svo hefir liann engan tíma haft til að búa sig undir það? Eða kannske bann sé bara gramur yfir því, að kennarinn sagði í dag, að skriftin hans væri ólæsilegt hrafnaspark? —■ Nei, það getur ekki verið neitt aí' þessu, því að þegar kennarinn finnur að við liann, þá bara glápir hann á liann þegjandi og hálfglottandi, rekur svo út úr sér tunguna og ldípur sessunaut sinn, þegar kennar- inn lítur við. — Svo er það búið. — Ætli hann sé að hugsa um, hve það hafi verið Ijótt af sér að brjóta gleraugun hans Nonna leikbróður sins? Það varö reyndar óvart, af því að þeir urðu svo reiðir, strákarnir. Eða er bann að liugsa um strákapörin, sem haim og tveir aðrir strákar gerðu í gærkveldi? Þessir piltar hafa nefnilega ýmislegt á samvizkunni. — Þetta var nú bara þannig, að þeir laumuðust að nokkrum húsum, hringdu dyrabjöllunum og hlupu svo í felur. Það var hægt að hlægja svo mikið að þessu. Og svo var þelta heldur ekkert meira, — ja — ekki teljandi. Þeir lirutu reyndar tvær rúður í glugga, skutu niður nokkra hatta með snjókúlum og hentu kannske einum eða tveimur í Iögregluþjón, sem stóð eitthvað svo skop- lega merkilegur á götuhorni. — En þeir náðust ekki, og þurftu því ekki að fara á lögreglustöðina, eins og í vor, þegar ]>eir eyðilögðu hjólið hans Gvendar í Slippnum. —

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.