Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 15

Skinfaxi - 01.04.1935, Síða 15
SKINFAXI 15 — En Ellert þrammar þarna áfram með blaðapok- ann sinn, sem nú er óðum að tæmast, og inxgsar ekki um neitt af þessu núna. Það væri náttúrlega ekki gott, ef mamma lians kæmist að þessu, en nú veil hún ekk- ert um það, og svona tækifærum er ómögulegt að sleppa, þegar þau bjóðast. Þctla cr nú einu sinni svona. En þessi tólf ára strákur á nefnilega svolílinn bróður vestur á Framnesvegi. Þetta er ósköp lítill og elskuleg- ur strákhnokki i rauðri peysu. Hann skríkir og flissar, svo að feitu kinnarnar tútna út og verða eldrauðar. Hann hleypur lika um gólfið, svo hart, að stutta klofið lians verður alveg kringlótt. En hann getur líka orgað svo hátt, að undir íaki í húsinu og sjáist alla leið aftur í fölrautt kokið á honum sjálfum.-------Það þykir nú kannske ekki trúlegt, að Ellert sé að hugsa um þenna litla bróður sinn núna. — En þella er nú svona samt. Þvi að þótt þessi bróðir hans sé ofl allra mesti óþekktar- pjakkur, þá er eiginlega ómögulegt að láta sér vera alveg sama um hann. Maður á nú einu sinni að vera góður við þann, sem minni máttar er, og' svo hefir nú þessi bnokki alizt þarna upp og er au'övitað óttalegur óviti, þó að liann verði þriggja ára á morgun. — Það cr nefnilega ekki svo gaman að reikna út, hvað svona krökkum þykir mest varið i að fá i afmælisgjöf.Tildæm- is á nú strákurinn bangsa,og skíðasleða þýðir ekki nokk- urn skapaðan hlut að láta hann fá ennþá. — Það verður helzt bíllinn — þessi stóri í glugganum á Edinborg. — — Það verður nú líklega æði spaugilegt, þegar sá litli fær bílinn. Það er áreiðanlegt að gráu augun verða alveg kringlótt af undrun og hrifningu. — Eða þegar hann fer að vasast með bílinn um gólfið og draga hann upp! Ósköp verður annars að sjá það, þegar liann fei að hlaupa á eftir bilnum og tekur alltaf xiðra löppina liærra en hina! — Ellert skeiliblær — þetta er svo liros- leg sjón. —

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.