Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 18

Skinfaxi - 01.04.1935, Side 18
18 SKINFAXI stóru grábláu augun hans verða svo einkennilega djúp og skær. — Svo snýr hann sér undan og hallast upp að dyrastafnum. Hún heldur áfram: — Þú mátt ekki verða reiður. — Við liöfum ekki getað borgað rafmagnið svo lengi, því að pabhi þinn hefir ekkert liaft að gera. Svo ætluðu þeir að loka i dag. Hugsaðu út í það, vinur minn — hugsaðu út í það, þá hefðum við orðið að sitja í myrkrinu um jólin. Hann segir ekkert. — Hún heldur áfram: — Eg liafði enga aðra peninga, elskn drengurinn minn. Við erum svo fátæk. — — En því þurfum við endilega að vera fátæk, j)eg- ar allir aðrir ern rikir? segir hann hryssingslega. — Það eru margir fátækir, góði minn, og margir svo miklu, miklu fátækari en við. Við skulum bara treysta guði. Hann lætur suma vera fátæka, svo að þeir læri að þekkja hann. Hann klökknar. — En — en, því þurfa þeir endilega að vera fátækir íil þess? — Það þýðir ekki að segja þér það núna, góði minn, þú skilur það ekki. Vegir guðs eru órannsak- anlegir. — Hann ýtir henni reiðilega frá sér: — Eg skal vist skilja það. — Hún hörfar svo lítið aftur á bak. Og þarna stendur liann og leggur báða handleggi upp að dyrastafnum og hefir höfuð sitt í annarri oln- bogabótinni. Þcssi litli þjóðfélagsþegn, sem kann Faðir vorið sitt reiprennandi. Þessi litli kæruleysingi, sem hló þegar gleraugun hans Nonna brotnuðu. Þessi litli prakkari, sem skældi sig framan í kennarann og henti snjó i lögregluna. Hann stendur nú þarna upp við dyrastafinn og grætur. Ávalar herðarnar í mórauðu blússunni kippast til.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.