Skinfaxi - 01.04.1935, Page 20
20
SKINFAXl
Slíkra þrá skal horfi halda,
hyllt og studd til æðstu valda,
þrá að hæta, greiða og gjalda
glapskuld, sem er allra vor.
Frelsun manns um aldir alda
aðeins ratar liennar spor.
Mannsnafn enginn má sér vinna
með að hvíla á örmum hinna,
stríðsins skyldu að skilja og sinna
skipar þér í mannaröð,
lífið sjálft er vörn og vinna,
vökuljóð og skyldukvöð.
Sá, er leitar marks af móði,
marksins, er við himin glóði,
leggur sig með lifi og hlóði
leitina í við hverja þraut,
hann er hezta gjöf og gróði
grátins lifs á þroskahraut.
Hlutverk manns er helgidómur.
Hugsun manns er sigurrómur.
Þreyta manns er ástarómur,
æðsta lífi komin frá.
Annar Ijómi er innantómur,
ímyndun og blekking flá.
H a 11 d ó r K r i s t j áin s s o n.